Fótbolti

Myndasyrpa: Kveðjustund Íslands á EM

Sindri Sverrisson skrifar
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fékk koss frá sinni heittelskuðu Erin McLeod eftir leik.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fékk koss frá sinni heittelskuðu Erin McLeod eftir leik. VÍSIR/VILHELM

Þrátt fyrir að hafa ekki tapað leik á EM féll Ísland úr keppni í gærkvöld eftir 1-1 jafntefli við Frakkland í þriðja og síðasta leik sínum.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á vellinum í Rotherham í gærkvöld líkt og í fyrri leikjum Íslands á mótinu og hér að neðan má sjá myndasyrpu hans frá kveðjustundinni.

Íslenski hópurinn heldur nú til síns heima en í stað Íslands mun Belgía spila í 8-liða úrslitum EM á föstudagskvöld þar sem liðið mætir Svíþjóð. Frakkland mætir hins vegar Hollandi í sannkölluðum stórleik á laugardagskvöld.

Stelpurnar þökkuðu fyrir stuðninginn úr stúkunni, vonsviknar á svip eftir að hafa verið svo nálægt því að komast í 8-liða úrslit.VÍSIR/VILHELM

Dagný Brynjarsdóttir var nálægt því að skora skömmu áður en hún gerði mark Íslands af vítapunktinum.VÍSIR/VILHELM

Íslenski EM-hópurinn saman í hring eftir að niðurstaðan lá fyrir í gærkvöld.VÍSIR/VILHELM

Vonbrigðin leyna sér ekki í augum Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur.VÍSIR/VILHELM

Gylfi Þór Sigurðsson var á meðal stuðningsmanna í stúkunni og knúsaði frænku sína, Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, sem átti frábært mót.VÍSIR/VILHELM

Sara Björk Gunnarsdóttir var komin af velli og á hliðarlínuna á lokakafla leiksins.VÍSIR/VILHELM

Sveindís Jane Jónsdóttir varð að fara af velli eftir að hafa fundið fyrir eymslum í læri.VÍSIR/VILHELM

Íslensku stuðningsmennirnir höfðu nokkrum sinnum ærna ástæðu til að gleðjast á meðan á leik stóð.VÍSIR/VILHELM

Guðný Árnadóttir lék sinn fyrsta leik á EM og stóð sig frábærlega. Hún glímdi við meiðsli í hné í aðdraganda mótsins og var með miklar umbúðir um hnéð.VÍSIR/VILHELM

Elísa Viðarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir í faðmlagi eftir að Ísland féll úr leik. Leikmenn leituðu að vinum og fjölskyldu í stúkunni.VÍSIR/VILHELM

Ingibjörg Sigurðardóttir kom nokkuð óvænt inn í vörn íslenska liðsins og lét finna vel fyrir sér.VÍSIR/VILHELM

Sara Björk Gunnarsdóttir var ekki sátt við sinn gamla liðsfélaga Wendie Renard sem gerði eitt sinn mikið úr meintu broti í leiknum.VÍSIR/VILHELM

Gríðarlegur hiti var í Rotherham í gær en stuðningsmenn Íslands létu það ekki slá sig út af laginu.VÍSIR/VILHELM

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Elín Metta Jensen og Dagný Brynjarsdóttir daprar í bragði í leikslok.VÍSIR/VILHELM

Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir átti góðan leik en var tekin af velli í seinni hálfleik.VÍSIR/VILHELM

Sveindís Jane Jónsdóttir á leið í skyndisókn en brotið var á henni.VÍSIR/VILHELM

Svava Rós Guðmundsdóttir hughreystir Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur eftir að Ísland féll úr leik.vísir/vilhelm

Þessi ungi stuðningsmaður Íslands sýndi stuðning með litríkum hætti.VÍSIR/VILHELM

Tengdar fréttir

Svein­dís Jane: Við stóðum okkur virki­lega vel í dag

Sveindís Jane Jónsdóttir var eins og liðsfélagar sínir svekkt með niðurstöðuna eftir EM. Hún þurfti að fara af velli vegna meiðsla undir lok leiks en hafði átt skalla í slá í fyrri hálfleik. Leikurinn endaði 1-1 og Ísland á leiðinni heim eftir góða frammistöðu í heild.

Ein­kunnir: Margar sem spiluðu vel en Gló­dís Perla bar af

Það var allan tímann ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir íslensku stelpurnar í kvöld gegn gríðarsterku liði Frakklands. Til að gera brekkuna töluvert brattari þá skoruðu Frakkar fyrsta mark leiksins strax áður en fyrsta mínúta leiksins var liðin.

Twitter um leikinn við Frakka: „Takk stelpur“

Ísland átti séns á að komast áfram í 8-liða úrslit á EM 2022 í Englandi þegar leikið var við sterkt lið Frakka sem þó gerði sex breytingar á liði sínu. Leikurinn endaði 1-1 en Belgar unnu Ítali og því eru Stelpurnar okkar úr leik. Twitter þjóðin var að sjálfsögðu með sínar skoðanir á því sem fór fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×