Sveindís Jane: Við stóðum okkur virkilega vel í dag Árni Jóhansson skrifar 18. júlí 2022 23:30 Sveindís Jane í leik kvöldsins. Vísir/Vilhelm Sveindís Jane Jónsdóttir var eins og liðsfélagar sínir svekkt með niðurstöðuna eftir EM. Hún þurfti að fara af velli vegna meiðsla undir lok leiks en hafði átt skalla í slá í fyrri hálfleik. Leikurinn endaði 1-1 og Ísland á leiðinni heim eftir góða frammistöðu í heild. „Þetta er bara svekkjandi. Við stóðum okkur virkilega vel í dag. Við áttum þetta stig skilið í dag en það er ógeðslega leiðinlegt að það hafi ekki verið nóg fyrir okkur. Svekkjandi að enda þetta svona“, sagði Sveindís þegar hún var spurð út í tilfinningar sínar eftir leikinn. Því næst var hún spurð að því hvernig var að spila leikinn en það var fullt af áhorfendum og mikil læti. „Jú þetta var mjög skemmtilegt að spila leikinn og gaman að það hafi gengið svona vel. Varnarleikurinn var góður í dag og svo beittum við góðum skyndisóknum en hefðum getað gert betur úr föstu leikatriðunum. Svo var mjög gaman að hafa allt þetta fólk í stúkunni að styðja okkur áfram.“ Sveindís var spurð að því hvað hún tæki út úr mótinu en þetta var fyrsta stórmótið hennar. Sveindís Jane á fleygiferð.Vísir/Vilhelm „Alveg pottþétt reynsluna. Mjög gott að fá að byrja alla leikina og fá að spila svona mikið hérna. Ég er mjög þakklát fyrir það. Ég tek það með mér beint til Þýskalands og vonandi peppar það mig áfram.“ Sveindís er rísandi stjarna í knattspyrnuheiminum og var spurð að því hvort hún finndi fyrir athyglinni. „Já og nei. Ég reyni að spá ekki í því en auðvitað sér maður af og til að fólk er að minna mann á þetta. Mér finnst það bara gaman en ég læt það ekki trufla mig.“ Það er mjög stutt síðan Sveindís spilaði hér heima fyrir Keflavík til dæmis og árangurinn hefur verið mjög góður á stuttum tíma. Hún var spurð að því hvort það væri ekki gaman að spila á stórmóti þó hún hafi prófað að spila á Nou Camp. „Jú þetta er geðveikt. Mér líður samt eins og það séu mjög mörg ár síðan ég var í Keflavík en þetta sýnir bara að æfingin er að skila sér. Gaman að fá að vera hérna með þessu landsliði.“ Sveindís Jane undirbýr eitt af sínum frægu innkösum.Vísir/Vilhelm „Allar gömlu kempurnar eru geggjaðar og allar stelpurnar hafa sýnt mér mikinn stuðning og það er geggjaður andi í þessu liði.“ Cecilía Rán Rúnarsdóttir meiddist fyrir mót og hélt Sveindís á treyju hennar fyrir fyrsta leik. Hún var spurð út í mikilvægi þess að hafa vinkonur sínar með í hópnum þrátt fyrir meiðslin. „Það var mjög mikilvægt. Við erum herbergisfélagar en áttum að vera einar í herbergi en við vildum vera saman í herbergi. Hún kom svo aftur eftir aðgerðina og þá var þetta allt eins og það á að vera.“ Klippa: Sveindís Jane eftir leik EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir: Margar sem spiluðu vel en Glódís Perla bar af Það var allan tímann ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir íslensku stelpurnar í kvöld gegn gríðarsterku liði Frakklands. Til að gera brekkuna töluvert brattari þá skoruðu Frakkar fyrsta mark leiksins strax áður en fyrsta mínúta leiksins var liðin. 18. júlí 2022 21:50 Twitter um leikinn við Frakka: „Takk stelpur“ Ísland átti séns á að komast áfram í 8-liða úrslit á EM 2022 í Englandi þegar leikið var við sterkt lið Frakka sem þó gerði sex breytingar á liði sínu. Leikurinn endaði 1-1 en Belgar unnu Ítali og því eru Stelpurnar okkar úr leik. Twitter þjóðin var að sjálfsögðu með sínar skoðanir á því sem fór fram. 18. júlí 2022 21:30 Umfjöllun: Ísland-Frakkland 1-1 | Stelpurnar okkar úr leik eftir hetjulega baráttu Ísland er úr leik á EM kvenna í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Frakklandi í síðasta liðsins í D-riðli. Franska markið kom á fyrstu mínútu á meðan Ísland jafnaði þegar tæplega 100 mínútur höfðu verið spilaðar. Hetjuleg barátta í dag dugði ekki til og Ísland endar í 3. sæti D-riðils. 18. júlí 2022 21:15 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
„Þetta er bara svekkjandi. Við stóðum okkur virkilega vel í dag. Við áttum þetta stig skilið í dag en það er ógeðslega leiðinlegt að það hafi ekki verið nóg fyrir okkur. Svekkjandi að enda þetta svona“, sagði Sveindís þegar hún var spurð út í tilfinningar sínar eftir leikinn. Því næst var hún spurð að því hvernig var að spila leikinn en það var fullt af áhorfendum og mikil læti. „Jú þetta var mjög skemmtilegt að spila leikinn og gaman að það hafi gengið svona vel. Varnarleikurinn var góður í dag og svo beittum við góðum skyndisóknum en hefðum getað gert betur úr föstu leikatriðunum. Svo var mjög gaman að hafa allt þetta fólk í stúkunni að styðja okkur áfram.“ Sveindís var spurð að því hvað hún tæki út úr mótinu en þetta var fyrsta stórmótið hennar. Sveindís Jane á fleygiferð.Vísir/Vilhelm „Alveg pottþétt reynsluna. Mjög gott að fá að byrja alla leikina og fá að spila svona mikið hérna. Ég er mjög þakklát fyrir það. Ég tek það með mér beint til Þýskalands og vonandi peppar það mig áfram.“ Sveindís er rísandi stjarna í knattspyrnuheiminum og var spurð að því hvort hún finndi fyrir athyglinni. „Já og nei. Ég reyni að spá ekki í því en auðvitað sér maður af og til að fólk er að minna mann á þetta. Mér finnst það bara gaman en ég læt það ekki trufla mig.“ Það er mjög stutt síðan Sveindís spilaði hér heima fyrir Keflavík til dæmis og árangurinn hefur verið mjög góður á stuttum tíma. Hún var spurð að því hvort það væri ekki gaman að spila á stórmóti þó hún hafi prófað að spila á Nou Camp. „Jú þetta er geðveikt. Mér líður samt eins og það séu mjög mörg ár síðan ég var í Keflavík en þetta sýnir bara að æfingin er að skila sér. Gaman að fá að vera hérna með þessu landsliði.“ Sveindís Jane undirbýr eitt af sínum frægu innkösum.Vísir/Vilhelm „Allar gömlu kempurnar eru geggjaðar og allar stelpurnar hafa sýnt mér mikinn stuðning og það er geggjaður andi í þessu liði.“ Cecilía Rán Rúnarsdóttir meiddist fyrir mót og hélt Sveindís á treyju hennar fyrir fyrsta leik. Hún var spurð út í mikilvægi þess að hafa vinkonur sínar með í hópnum þrátt fyrir meiðslin. „Það var mjög mikilvægt. Við erum herbergisfélagar en áttum að vera einar í herbergi en við vildum vera saman í herbergi. Hún kom svo aftur eftir aðgerðina og þá var þetta allt eins og það á að vera.“ Klippa: Sveindís Jane eftir leik
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir: Margar sem spiluðu vel en Glódís Perla bar af Það var allan tímann ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir íslensku stelpurnar í kvöld gegn gríðarsterku liði Frakklands. Til að gera brekkuna töluvert brattari þá skoruðu Frakkar fyrsta mark leiksins strax áður en fyrsta mínúta leiksins var liðin. 18. júlí 2022 21:50 Twitter um leikinn við Frakka: „Takk stelpur“ Ísland átti séns á að komast áfram í 8-liða úrslit á EM 2022 í Englandi þegar leikið var við sterkt lið Frakka sem þó gerði sex breytingar á liði sínu. Leikurinn endaði 1-1 en Belgar unnu Ítali og því eru Stelpurnar okkar úr leik. Twitter þjóðin var að sjálfsögðu með sínar skoðanir á því sem fór fram. 18. júlí 2022 21:30 Umfjöllun: Ísland-Frakkland 1-1 | Stelpurnar okkar úr leik eftir hetjulega baráttu Ísland er úr leik á EM kvenna í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Frakklandi í síðasta liðsins í D-riðli. Franska markið kom á fyrstu mínútu á meðan Ísland jafnaði þegar tæplega 100 mínútur höfðu verið spilaðar. Hetjuleg barátta í dag dugði ekki til og Ísland endar í 3. sæti D-riðils. 18. júlí 2022 21:15 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Einkunnir: Margar sem spiluðu vel en Glódís Perla bar af Það var allan tímann ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir íslensku stelpurnar í kvöld gegn gríðarsterku liði Frakklands. Til að gera brekkuna töluvert brattari þá skoruðu Frakkar fyrsta mark leiksins strax áður en fyrsta mínúta leiksins var liðin. 18. júlí 2022 21:50
Twitter um leikinn við Frakka: „Takk stelpur“ Ísland átti séns á að komast áfram í 8-liða úrslit á EM 2022 í Englandi þegar leikið var við sterkt lið Frakka sem þó gerði sex breytingar á liði sínu. Leikurinn endaði 1-1 en Belgar unnu Ítali og því eru Stelpurnar okkar úr leik. Twitter þjóðin var að sjálfsögðu með sínar skoðanir á því sem fór fram. 18. júlí 2022 21:30
Umfjöllun: Ísland-Frakkland 1-1 | Stelpurnar okkar úr leik eftir hetjulega baráttu Ísland er úr leik á EM kvenna í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Frakklandi í síðasta liðsins í D-riðli. Franska markið kom á fyrstu mínútu á meðan Ísland jafnaði þegar tæplega 100 mínútur höfðu verið spilaðar. Hetjuleg barátta í dag dugði ekki til og Ísland endar í 3. sæti D-riðils. 18. júlí 2022 21:15
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti