Þorsteinn, þjálfari Íslands, notar breiddina í íslenska hópnum í dag og breytir aðeins til. Hann gerir tvær breytingar á vörninni, færir Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur inn á miðsvæðið og setur Öglu Maríu Albertsdóttir út á vænginn.
Leikkerfið er það sama og áður eða 4-3-3. Sara Björk Gunnarsdóttir (fyrirliði) er djúp á miðjunni með Dagnýju Brynjarsdóttur og Karólína Lea þar fyrir framan.
Byrjunarliðið gegn Frakklandi í Rotherham!
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 18, 2022
This is how we start against France in the New York Stadium, Rotherham!#dóttir pic.twitter.com/P4h8B6kQEl
Markvörður: Sandra Sigurðardóttir.
Hægri bakvörður: Guðný Árnadóttir.
Vinstri bakvörður: Hallbera Guðný Gísladóttir.
Miðverðir: Glódís Perla Viggósdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir.
Á miðjunni: Dagný Brynjarsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir (fyrirliði) og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Hægri kantur: Sveindís Jane Jónsdóttir.
Vinstri kantur: Agla María Albertsdóttir.
Framherji: Berglind Björg Þorvaldsdóttir