Þorsteinn lofaði að koma á óvart í leiknum í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2022 09:00 Þorsteinn Halldórsson er ekki yfirlýsingaglaður fyrir leiki en boðar eitthvað nýtt í kvöld. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, hefur farið mjög varlega í allar yfirlýsingar á Evrópumótinu i Englandi. Hann gefur lítið upp um breytingar og heldur spilunum nálægt sér. Á blaðamannafundi fyrir Frakkaleikinn sem var haldinn í gær gaf hann þó loforð um að hann ætli að gera eitthvað óvænt í uppstillingu sinni í leiknum í kvöld. „Þetta verður erfiður leikur fyrir okkur. Frakkland er með mjög gott lið og hafa verið að spila vel í þessu móti. Þær hafa verið góðar í sókn og eru að búa til mörg færi. Við þurfum að verjast vel, þurfum að nýta möguleikana fram á við þegar við vinnum boltann og nýta færin okkar í þessum leik. Ég er bjartsýnn á það að okkur takist það og ég tel að við höfum fundið leiðir til að skapa færi og skora hjá þeim,“ sagði Þorsteinn en ætlar hann að breyta leikstíl íslenska liðsins eitthvað. „Það kemur náttúrulega bara í ljós á morgun en ég kem ykkur á óvart,“ sagði Þorsteinn sposkur. „Ég trúi á það að við getum gert eitthvað frábært á morgun. Algjörlega,“ sagði Þorsteinn. Hann sagðist ekki hafa sótt í miklar upplýsingar til Söru Bjarkar Gunnarsdóttur sem hefur spilað undanfarin ár í Frakklandi og þekkir marga leikmenn franska landsliðsins vel. „Nei mjög lítið og erum aðallega að leita til hennar til að fá byrjunarliðið. Það er kannski það eina sem við erum aðallega að spá í. Mesta óvissan fyrir þennan leik er það hvernig þær ætla að byrja. Eina sem ég veit er að franski þjálfarinn hefur ekki verið mikið að breyta byrjunarliðinu sama í hvaða keppni þær eru í, æfingamóti eða hvað það er. Það eru sjö eða átta leikmenn sem byrja yfirleitt alltaf. Reyndar er ein af þeim dottin út núna,“ sagði Þorsteinn. Þar á hann við Marie-Antoinette Katoto sem sleit krossband í síðasta leik en það er mikið áfall fyrir franska liðið. „Þeir nýju leikmenn sem koma inn eru alltaf góðir. Það er það eina sem maður er aðallega að spá í núna. Við höfum farið vel yfir franska liðið. Davíð Snorri (Jónsson) var með góðan fund í gær og ég held að við séum ágætlega undirbúin eins og staðan er í dag,“ sagði Þorsteinn. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Sjá meira
Á blaðamannafundi fyrir Frakkaleikinn sem var haldinn í gær gaf hann þó loforð um að hann ætli að gera eitthvað óvænt í uppstillingu sinni í leiknum í kvöld. „Þetta verður erfiður leikur fyrir okkur. Frakkland er með mjög gott lið og hafa verið að spila vel í þessu móti. Þær hafa verið góðar í sókn og eru að búa til mörg færi. Við þurfum að verjast vel, þurfum að nýta möguleikana fram á við þegar við vinnum boltann og nýta færin okkar í þessum leik. Ég er bjartsýnn á það að okkur takist það og ég tel að við höfum fundið leiðir til að skapa færi og skora hjá þeim,“ sagði Þorsteinn en ætlar hann að breyta leikstíl íslenska liðsins eitthvað. „Það kemur náttúrulega bara í ljós á morgun en ég kem ykkur á óvart,“ sagði Þorsteinn sposkur. „Ég trúi á það að við getum gert eitthvað frábært á morgun. Algjörlega,“ sagði Þorsteinn. Hann sagðist ekki hafa sótt í miklar upplýsingar til Söru Bjarkar Gunnarsdóttur sem hefur spilað undanfarin ár í Frakklandi og þekkir marga leikmenn franska landsliðsins vel. „Nei mjög lítið og erum aðallega að leita til hennar til að fá byrjunarliðið. Það er kannski það eina sem við erum aðallega að spá í. Mesta óvissan fyrir þennan leik er það hvernig þær ætla að byrja. Eina sem ég veit er að franski þjálfarinn hefur ekki verið mikið að breyta byrjunarliðinu sama í hvaða keppni þær eru í, æfingamóti eða hvað það er. Það eru sjö eða átta leikmenn sem byrja yfirleitt alltaf. Reyndar er ein af þeim dottin út núna,“ sagði Þorsteinn. Þar á hann við Marie-Antoinette Katoto sem sleit krossband í síðasta leik en það er mikið áfall fyrir franska liðið. „Þeir nýju leikmenn sem koma inn eru alltaf góðir. Það er það eina sem maður er aðallega að spá í núna. Við höfum farið vel yfir franska liðið. Davíð Snorri (Jónsson) var með góðan fund í gær og ég held að við séum ágætlega undirbúin eins og staðan er í dag,“ sagði Þorsteinn.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Sjá meira