Er þetta í fyrsta skipti sem neyðarástand er lýst yfir vegna hitabylgju á Englandi en hitinn gæti náð allt að 40°C næstu tvo daga.

„Lífshættulegt og daglegar rútínur verða að breytast. Hraðatakmarkanir verða á lestarteinum, skólar munu loka fyrr og einhverjar spítala heimsóknir aflýstar,“ segir í frétt BBC um hitabylgjuna.
Hitinn verður mestur á svæði sem nær alla leið frá London og norður til Manchester og York.
UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur einnig gefið út viðvörun til stuðningsmanna sem ætla að mæta á leiki á EM. Sambandið hvetur stuðningsmenn til að vökva sig vel, nota höfuðfat og bera á sig sólarvörn.
Ísland leikur mikilvægan leik gegn Frakklandi á morgun en Ísland fer áfram í 8-liða úrslit mótsins með sigri. Leikið er á New York vellinum í Rotherham sem er innan þess svæðis sem rauð viðvörun veðurstofu Bretlands er.
Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður landsliðsins, sagði við Fréttablaðið að stelpurnar þurfa að vera klókar og liggja lengi í grasinu til að fá auka vatnspásu til að kæla sig.
„Það tekur líkamann tíma að venjast þessu. Við erum ekki vanar þessu, fyrir utan Gunnhildi,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir.
⚠️ Heading to a #WEURO2022 match?
— Ticketing - UEFA Women's EURO 2022 (@WEUROTicketing) July 17, 2022
Make sure you follow these tips to stay safe in hot weather...
💧 Keep hydrated
🧢 Wear a hat - and look out for others
🧴 Apply (and re-apply) sun screen