Innlent

Hús­næðis­mál, af­nám refsingar og salan á Vísi

Árni Sæberg skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.

Ólafur Margeirsson hagfræðingur ætlar að ræða húsnæðismál, sveiflur á verði og framboði og leggja fram hugmyndir um hvernig megi gera betur í Sprengisandi dagsins.

Kristín Davíðsdóttir hjúkrunarfræðingur ætlar að ræða hlutskipti okkar veikasta fólks á fíknimarkaðnum, fólks sem enga úrlausn fær sinna mála þó hvert þingmálið á fætur öðru líti dagsins ljós. Nú hefur heilbrigðisráðherra lagt fram nýjar tillögur, en eru þær góðar?

Hanna Katrín Friðriksson og Vilhjálmur Árnason alþingismenn ræða söluna á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi og pólitískar afleiðingar hennar, ef einhverjar.

Síðast en ekki síst fjallar Kristján Kristjánsson um snjallvæðinguna sem Evrópusambandið ætlar að styrkja hérlendis um hvorki meira né minna en 300 milljóna króna. Í framhaldinu verður til Miðstöð snjallvæðingar sem á að færa okkur inn í framtíðina. Sverrir Geirdal er leiðtoginn á þessu sviði og hann fer yfir málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×