Móðir Dagnýjar: Hún er svolítið svona excel-skjal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2022 11:32 Sigrún Anna Ólafsdóttir á stuðningsmannasvæðinu í Manchester ásamt þeim Birni Stefánssynu, Lóu Ólafíu Eiríksdóttur og Ómari Tómassyni. Vísir/Vilhelm Sigrún Anna Ólafsdóttir, móðir Dagnýjar Brynjarsdóttur landsliðskonu, er vön því að fylgja sinni konu eftir þegar hún er að spila fótbolta. Sigrún Anna hefur séð Dagnýju spila á mörgum stöðum út í heimi og er nú mætt á sitt þriðja Evrópumót. Brynjar, sonur Dagnýjar hefur notið góðs af því að hafa ömmu sína með úti í Englandi. „Við öruggum ábyggilega hátt í tuttugu með tengdafjölskyldu hennar. Jú auðvitað erum við að passa upp á strákinn og það taka allir þátt í því,“ sagði Sigrún Anna Ólafsdóttir. Hún hefur ekki áhyggjur af stráknum þrátt fyrir að hann hafi lítið séð af mömmu sinni í þrjár vikur. „Hann er nú alveg vanur þessu. Hún hefur alltaf þurft að fara frá honum, bæði þegar hún var í Bandaríkjunum og svo náttúrulega í landsliðsferðum og líka í Bretlandi þótt að það sé styttri tími. Hann er alveg sjóaður í þessu,“ sagði Sigrún Anna. Hann fær síðan sviðsljósið eftir leiki liðsins þegar hann fær að hlaupa í fangið á mömmu sinni. „Já algjörlega og honum finnst það ekkert leiðinlegt,“ sagði Sigrún. Dagný hefur náð langt á flottum ferli og mamma hennar vissi alltaf að það væri von á einhverju góðu hjá henni. „Hún er fæddur íþróttamaður og með góð gen. Já ég sá þetta algjörlega alveg strax,“ sagði Sigrún. Dagný hefur spilað á mörgum stöðum á sínum ferli og oft er mamma hennar mætt í stúkuna. „Ég hef séð hana spila alls staðar þar sem hún hefur verið,“ sagði Sigrún. Hún segir mikinn mun á Evrópumótinu í ár og þegar það fór síðast fram árið 2017. „Bara síðan á síðasta Evrópumóti þá er þetta miklu miklu stærra. Miklu meiri umgjörð utan um þetta þannig að það er ekki hægt að líkja því saman,“ sagði Sigrún. Dagný er dugleg að tala um mikilvægi sitt og liðsfélaga sinna í landsliðinu að vera góðar fyrirmyndir. „Ég held að hún sé það. Hún stendur sig alltaf vel í öllu sama hvort hún er í námi eða í því sem hún tekur sér fyrir hendur,“ sagði Sigrún. Hún steig stórt skref í því með því að koma til baka eftir að hafa átt barn. „Já algjörlega. Það kom náttúrulega ekkert annað til greina. Hún hugsar alltaf vel um sig, borðar rétt, hreyfir sig, sefur vel. Passar sig að gera allt rétt. Hún er svolítið svona excel-skjal,“ sagði Sigrún. „Hún er fæddur íþróttamaður og var heppin í genalottóinu,“ sagði Sigrún sem sjálf spilaði körfubolta og blak í sveitinni eins og hún segir sjálf. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira
Brynjar, sonur Dagnýjar hefur notið góðs af því að hafa ömmu sína með úti í Englandi. „Við öruggum ábyggilega hátt í tuttugu með tengdafjölskyldu hennar. Jú auðvitað erum við að passa upp á strákinn og það taka allir þátt í því,“ sagði Sigrún Anna Ólafsdóttir. Hún hefur ekki áhyggjur af stráknum þrátt fyrir að hann hafi lítið séð af mömmu sinni í þrjár vikur. „Hann er nú alveg vanur þessu. Hún hefur alltaf þurft að fara frá honum, bæði þegar hún var í Bandaríkjunum og svo náttúrulega í landsliðsferðum og líka í Bretlandi þótt að það sé styttri tími. Hann er alveg sjóaður í þessu,“ sagði Sigrún Anna. Hann fær síðan sviðsljósið eftir leiki liðsins þegar hann fær að hlaupa í fangið á mömmu sinni. „Já algjörlega og honum finnst það ekkert leiðinlegt,“ sagði Sigrún. Dagný hefur náð langt á flottum ferli og mamma hennar vissi alltaf að það væri von á einhverju góðu hjá henni. „Hún er fæddur íþróttamaður og með góð gen. Já ég sá þetta algjörlega alveg strax,“ sagði Sigrún. Dagný hefur spilað á mörgum stöðum á sínum ferli og oft er mamma hennar mætt í stúkuna. „Ég hef séð hana spila alls staðar þar sem hún hefur verið,“ sagði Sigrún. Hún segir mikinn mun á Evrópumótinu í ár og þegar það fór síðast fram árið 2017. „Bara síðan á síðasta Evrópumóti þá er þetta miklu miklu stærra. Miklu meiri umgjörð utan um þetta þannig að það er ekki hægt að líkja því saman,“ sagði Sigrún. Dagný er dugleg að tala um mikilvægi sitt og liðsfélaga sinna í landsliðinu að vera góðar fyrirmyndir. „Ég held að hún sé það. Hún stendur sig alltaf vel í öllu sama hvort hún er í námi eða í því sem hún tekur sér fyrir hendur,“ sagði Sigrún. Hún steig stórt skref í því með því að koma til baka eftir að hafa átt barn. „Já algjörlega. Það kom náttúrulega ekkert annað til greina. Hún hugsar alltaf vel um sig, borðar rétt, hreyfir sig, sefur vel. Passar sig að gera allt rétt. Hún er svolítið svona excel-skjal,“ sagði Sigrún. „Hún er fæddur íþróttamaður og var heppin í genalottóinu,“ sagði Sigrún sem sjálf spilaði körfubolta og blak í sveitinni eins og hún segir sjálf.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira