Móðir Dagnýjar: Hún er svolítið svona excel-skjal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2022 11:32 Sigrún Anna Ólafsdóttir á stuðningsmannasvæðinu í Manchester ásamt þeim Birni Stefánssynu, Lóu Ólafíu Eiríksdóttur og Ómari Tómassyni. Vísir/Vilhelm Sigrún Anna Ólafsdóttir, móðir Dagnýjar Brynjarsdóttur landsliðskonu, er vön því að fylgja sinni konu eftir þegar hún er að spila fótbolta. Sigrún Anna hefur séð Dagnýju spila á mörgum stöðum út í heimi og er nú mætt á sitt þriðja Evrópumót. Brynjar, sonur Dagnýjar hefur notið góðs af því að hafa ömmu sína með úti í Englandi. „Við öruggum ábyggilega hátt í tuttugu með tengdafjölskyldu hennar. Jú auðvitað erum við að passa upp á strákinn og það taka allir þátt í því,“ sagði Sigrún Anna Ólafsdóttir. Hún hefur ekki áhyggjur af stráknum þrátt fyrir að hann hafi lítið séð af mömmu sinni í þrjár vikur. „Hann er nú alveg vanur þessu. Hún hefur alltaf þurft að fara frá honum, bæði þegar hún var í Bandaríkjunum og svo náttúrulega í landsliðsferðum og líka í Bretlandi þótt að það sé styttri tími. Hann er alveg sjóaður í þessu,“ sagði Sigrún Anna. Hann fær síðan sviðsljósið eftir leiki liðsins þegar hann fær að hlaupa í fangið á mömmu sinni. „Já algjörlega og honum finnst það ekkert leiðinlegt,“ sagði Sigrún. Dagný hefur náð langt á flottum ferli og mamma hennar vissi alltaf að það væri von á einhverju góðu hjá henni. „Hún er fæddur íþróttamaður og með góð gen. Já ég sá þetta algjörlega alveg strax,“ sagði Sigrún. Dagný hefur spilað á mörgum stöðum á sínum ferli og oft er mamma hennar mætt í stúkuna. „Ég hef séð hana spila alls staðar þar sem hún hefur verið,“ sagði Sigrún. Hún segir mikinn mun á Evrópumótinu í ár og þegar það fór síðast fram árið 2017. „Bara síðan á síðasta Evrópumóti þá er þetta miklu miklu stærra. Miklu meiri umgjörð utan um þetta þannig að það er ekki hægt að líkja því saman,“ sagði Sigrún. Dagný er dugleg að tala um mikilvægi sitt og liðsfélaga sinna í landsliðinu að vera góðar fyrirmyndir. „Ég held að hún sé það. Hún stendur sig alltaf vel í öllu sama hvort hún er í námi eða í því sem hún tekur sér fyrir hendur,“ sagði Sigrún. Hún steig stórt skref í því með því að koma til baka eftir að hafa átt barn. „Já algjörlega. Það kom náttúrulega ekkert annað til greina. Hún hugsar alltaf vel um sig, borðar rétt, hreyfir sig, sefur vel. Passar sig að gera allt rétt. Hún er svolítið svona excel-skjal,“ sagði Sigrún. „Hún er fæddur íþróttamaður og var heppin í genalottóinu,“ sagði Sigrún sem sjálf spilaði körfubolta og blak í sveitinni eins og hún segir sjálf. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Brynjar, sonur Dagnýjar hefur notið góðs af því að hafa ömmu sína með úti í Englandi. „Við öruggum ábyggilega hátt í tuttugu með tengdafjölskyldu hennar. Jú auðvitað erum við að passa upp á strákinn og það taka allir þátt í því,“ sagði Sigrún Anna Ólafsdóttir. Hún hefur ekki áhyggjur af stráknum þrátt fyrir að hann hafi lítið séð af mömmu sinni í þrjár vikur. „Hann er nú alveg vanur þessu. Hún hefur alltaf þurft að fara frá honum, bæði þegar hún var í Bandaríkjunum og svo náttúrulega í landsliðsferðum og líka í Bretlandi þótt að það sé styttri tími. Hann er alveg sjóaður í þessu,“ sagði Sigrún Anna. Hann fær síðan sviðsljósið eftir leiki liðsins þegar hann fær að hlaupa í fangið á mömmu sinni. „Já algjörlega og honum finnst það ekkert leiðinlegt,“ sagði Sigrún. Dagný hefur náð langt á flottum ferli og mamma hennar vissi alltaf að það væri von á einhverju góðu hjá henni. „Hún er fæddur íþróttamaður og með góð gen. Já ég sá þetta algjörlega alveg strax,“ sagði Sigrún. Dagný hefur spilað á mörgum stöðum á sínum ferli og oft er mamma hennar mætt í stúkuna. „Ég hef séð hana spila alls staðar þar sem hún hefur verið,“ sagði Sigrún. Hún segir mikinn mun á Evrópumótinu í ár og þegar það fór síðast fram árið 2017. „Bara síðan á síðasta Evrópumóti þá er þetta miklu miklu stærra. Miklu meiri umgjörð utan um þetta þannig að það er ekki hægt að líkja því saman,“ sagði Sigrún. Dagný er dugleg að tala um mikilvægi sitt og liðsfélaga sinna í landsliðinu að vera góðar fyrirmyndir. „Ég held að hún sé það. Hún stendur sig alltaf vel í öllu sama hvort hún er í námi eða í því sem hún tekur sér fyrir hendur,“ sagði Sigrún. Hún steig stórt skref í því með því að koma til baka eftir að hafa átt barn. „Já algjörlega. Það kom náttúrulega ekkert annað til greina. Hún hugsar alltaf vel um sig, borðar rétt, hreyfir sig, sefur vel. Passar sig að gera allt rétt. Hún er svolítið svona excel-skjal,“ sagði Sigrún. „Hún er fæddur íþróttamaður og var heppin í genalottóinu,“ sagði Sigrún sem sjálf spilaði körfubolta og blak í sveitinni eins og hún segir sjálf.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti