Með nóg á prjónunum en einbeitir sér að sjóböðunum í bili Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júlí 2022 20:42 Skúli Mogensen er stofnandi sjóbaðanna í Hvammsvík í Hvalfirði, sem opnuðu formlega í dag. Samsett Sjóböðin í Hvammsvík í Hvalfirði voru formlega opnuð í dag en böðin eru byggð í kringum gömlu náttúrulaugina í fjöruborðinu í Hvammsvík og samanstanda af átta misheitum laugum. Sjóböðin nýju eru hugarfóstur athafnamannsins Skúla Mogensen, sem stofnaði fyrirtækið og hefur unnið að opnun baðanna ásamt fjölskyldu sinni. Hvammsvíkurböðin eru aðeins fyrir tólf ára og eldri - og ekki er hægt að njóta baðanna nema bóka aðgang fyrirfram á netinu. „Þessi hugmynd kviknaði fyrir alllöngu síðan, hér í gömlu lauginni sem er orðin tíu ára gömul. Við erum búin að rölta um svæðið endalaust og njóta verunnar hér, því það er alltaf gott veður í heitri laug,“ segir Skúli Mogensen, inntur eftir því hvernig hugmyndin að sjóböðunum hafi kviknað. Sýnt var frá opnunardegi sjóbaðanna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag. Baðlón, sjóböð og heitar laugar hafa sprottið upp eins og gorkúlur á landinu síðustu ár. Skúli segir böðin í Hvammsvík þó hafa ákveðna sérstöðu. „Við höfum staðinn viljandi töluvert minni heldur en gengur og gerist og leyfum náttúrunni þannig að njóta sín og gestir fá kannski meira næði,“ segir Skúli. Hvammsvíkurböðin verða opin daglega frá klukkan 11-22. Aðgangur í böðin kostar á bilinu 6.900-7.900 krónur en verð er breytilegt eftir tíma dags sem pantað er og vikudegi. Skúli segir bókanir hafa farið virkilega vel af stað og stöðugur straumur gesta hafi verið í böðin í allan dag. Inntur eftir því hvort hann sé með fleiri verkefni á prjónunum segir hann nóg framundan. „En við ætlum nú að einbeita okkur að sjóböðunum og Hvammsvíkinni og halda áfram þeirri miklu uppbyggingu sem hér er hafin og vonandi fær fólk að njóta þess áfram,“ segir Skúli. Kjósarhreppur Sundlaugar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Sjóböðin nýju eru hugarfóstur athafnamannsins Skúla Mogensen, sem stofnaði fyrirtækið og hefur unnið að opnun baðanna ásamt fjölskyldu sinni. Hvammsvíkurböðin eru aðeins fyrir tólf ára og eldri - og ekki er hægt að njóta baðanna nema bóka aðgang fyrirfram á netinu. „Þessi hugmynd kviknaði fyrir alllöngu síðan, hér í gömlu lauginni sem er orðin tíu ára gömul. Við erum búin að rölta um svæðið endalaust og njóta verunnar hér, því það er alltaf gott veður í heitri laug,“ segir Skúli Mogensen, inntur eftir því hvernig hugmyndin að sjóböðunum hafi kviknað. Sýnt var frá opnunardegi sjóbaðanna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag. Baðlón, sjóböð og heitar laugar hafa sprottið upp eins og gorkúlur á landinu síðustu ár. Skúli segir böðin í Hvammsvík þó hafa ákveðna sérstöðu. „Við höfum staðinn viljandi töluvert minni heldur en gengur og gerist og leyfum náttúrunni þannig að njóta sín og gestir fá kannski meira næði,“ segir Skúli. Hvammsvíkurböðin verða opin daglega frá klukkan 11-22. Aðgangur í böðin kostar á bilinu 6.900-7.900 krónur en verð er breytilegt eftir tíma dags sem pantað er og vikudegi. Skúli segir bókanir hafa farið virkilega vel af stað og stöðugur straumur gesta hafi verið í böðin í allan dag. Inntur eftir því hvort hann sé með fleiri verkefni á prjónunum segir hann nóg framundan. „En við ætlum nú að einbeita okkur að sjóböðunum og Hvammsvíkinni og halda áfram þeirri miklu uppbyggingu sem hér er hafin og vonandi fær fólk að njóta þess áfram,“ segir Skúli.
Kjósarhreppur Sundlaugar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira