Tárvotur Tiger komst ekki í gegnum niðurskurðinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. júlí 2022 16:15 Tiger Woods varð klökkur þegar hann heyrði í mannfjöldanum sem tók á móti honum á 18. flöt. Kevin C. Cox/Getty Images Tiger Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Opna breska meistaramótinu sem fram fer á St. Andrews-vellinum í Skotlandi. Tiger átti erfitt uppdráttar frá upphafi, en honum var vel fagnað þegar hann gekk inn á 18. flöt. Tiger Woods er líklega þekktasta nafn sögunnar í golfheiminum, en hann hefur því miður ekki náð sér á strik eftir að hann lenti í slæmu bílslysi í fyrra. Þrátt fyrir að hafa ekki spilað sitt besta golf á Opna breska meistaramótinu þetta árið hafði múgur og margmenni safnast við 18. flöt til að taka á móti átrúnaðargoði sínu er hann lauk leik í dag. Tiger fékk dynjandi lófatak þegar hann gekk að flötinni og táraðist þegar hann sá og heyrði í mannfjöldanum. Tiger, we hope to see you at St Andrews againThank you#The150thOpen pic.twitter.com/1rdD8tZKKE— The Open (@TheOpen) July 15, 2022 „Mögulega mitt seinasta Opna breska á St. Andrews“ Eins og áður segir komst Tiger ekki í gegnum niðurskurðinn í dag, en hann endaði hringina tvo á samtals níu höggum yfir pari vallarins. Hann lék hringinn í gær á 78 höggum, en í dag kláraði hann á 75 höggum. Búist er við því að niðurskurðarlínan verði við parið. Í viðtali eftir hringinn leyfði Tiger tilfinningunum að streyma fram og tilkynnti að þetta hafi mögulega verið hans seinasta Opna breska á þessum sögufræga velli. „Þetta var mjög tilfinningaþrungið fyrir mig,“ sagði Tiger í samtali við Sky Sports eftir hringinn. „Ég er búinn að spila hérna síðan 1995 og ég held að í næsta skipti sem Opna breska verður haldið hér verði árið 2030. Ég veit ekki hvort að líkaminn verður í standi til að spila þá. Mér líður eins og þetta hafi mögulega verið mitt seinasta Opna breska á St. Andrews.“ Tiger Woods veifar til mannfjöldans á hinni frægu The Swilcan Bridge á St. Andrews vellinum.Kevin C. Cox/Getty Images Golf Opna breska Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods er líklega þekktasta nafn sögunnar í golfheiminum, en hann hefur því miður ekki náð sér á strik eftir að hann lenti í slæmu bílslysi í fyrra. Þrátt fyrir að hafa ekki spilað sitt besta golf á Opna breska meistaramótinu þetta árið hafði múgur og margmenni safnast við 18. flöt til að taka á móti átrúnaðargoði sínu er hann lauk leik í dag. Tiger fékk dynjandi lófatak þegar hann gekk að flötinni og táraðist þegar hann sá og heyrði í mannfjöldanum. Tiger, we hope to see you at St Andrews againThank you#The150thOpen pic.twitter.com/1rdD8tZKKE— The Open (@TheOpen) July 15, 2022 „Mögulega mitt seinasta Opna breska á St. Andrews“ Eins og áður segir komst Tiger ekki í gegnum niðurskurðinn í dag, en hann endaði hringina tvo á samtals níu höggum yfir pari vallarins. Hann lék hringinn í gær á 78 höggum, en í dag kláraði hann á 75 höggum. Búist er við því að niðurskurðarlínan verði við parið. Í viðtali eftir hringinn leyfði Tiger tilfinningunum að streyma fram og tilkynnti að þetta hafi mögulega verið hans seinasta Opna breska á þessum sögufræga velli. „Þetta var mjög tilfinningaþrungið fyrir mig,“ sagði Tiger í samtali við Sky Sports eftir hringinn. „Ég er búinn að spila hérna síðan 1995 og ég held að í næsta skipti sem Opna breska verður haldið hér verði árið 2030. Ég veit ekki hvort að líkaminn verður í standi til að spila þá. Mér líður eins og þetta hafi mögulega verið mitt seinasta Opna breska á St. Andrews.“ Tiger Woods veifar til mannfjöldans á hinni frægu The Swilcan Bridge á St. Andrews vellinum.Kevin C. Cox/Getty Images
Golf Opna breska Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira