Fimmtán leikir eftir en strax búið að bæta áhorfendametið á EM Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. júlí 2022 12:00 Íslenska stuðninsmannasveitin hefur staðið sig með prýði. James Gill - Danehouse/Getty Images Evrópumótið sem nú fer fram á Englandi er nú þegar orðið fjölsóttasta EM kvenna frá upphafi, þrátt fyrir að enn séu fimmtán leikir eftir af mótinu. Árið 2017 mættu í heildina 240.055 áhorfendur á leikina á EM kvenna sem haldið var í Hollandi. Aldrei áður höfðu jafn margir mætt á EM kvenna, en mótið í ár er nú þegar búið að bæta það met, og það strax í riðlakeppninni. Það var leikur Frakklands og Belgíu sem kom metinu yfir línuna þegar 8.173 áhorfendur sáu Frakka tryggja sér sigur í D-riðli - og þar með sæti í átta liða úrslitum - með 2-1 sigri gegn Belgum. Heildarfjöldi áhorfenda á Evrópumótinu er því kominn upp í 248.075. Svo að lesendur þurfi ekki að taka upp reiknivélina má nefna að aðeins 153 áhorfendur vantaði á leik Íslands og Ítalíu til að jafna gamla metið frá 2017. Meðaláhorfendafjöldi á leikjum Evrópumótsins hingað til er 15.505 manns. Stefnir í metaflóð í áhorfendatölum Nú þegar hafa því þrjú áhorfendamet verið sett á mótinu. Opnunarleikur mótsins milli Englands og Austurríkis var sá fjölmennasti á EM kvenna frá upphafi þegar tæplega 70.000 manns sáu heimakonur vinna 1-0 sigur. Þá mættu rúmlega 21.000 áhorfendur á leik Hollands og Svíþjóðar þar sem liðin skildu jöfn 1-1, en aldrei hafa fleiri mætt á leik í riðlakeppni EM kvenna þar sem heimaliðið er ekki að spila. Nú hafa 16 leikir verið spilaðir á mótinu og enn eru 15 eftir. Mótið er því hálfnað og líklegt þykir að enn fleiri áhorfendamet verði slegin. Það verður til dæmis að teljast ansi líklegt að einhver met muni falla þegar úrslitaleikurinn fer fram þann 31. júlí, en hann verður leikinn á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga. Wembley tekur um 87.000 manns í sæti á fótboltaleik. EM 2022 í Englandi Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Í beinni: England - Wales | Nágrannaslagur í lokaleiknum Í beinni: Frakkland - Holland | Frakkar vilja fara með fullt hús áfram Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Sjá meira
Árið 2017 mættu í heildina 240.055 áhorfendur á leikina á EM kvenna sem haldið var í Hollandi. Aldrei áður höfðu jafn margir mætt á EM kvenna, en mótið í ár er nú þegar búið að bæta það met, og það strax í riðlakeppninni. Það var leikur Frakklands og Belgíu sem kom metinu yfir línuna þegar 8.173 áhorfendur sáu Frakka tryggja sér sigur í D-riðli - og þar með sæti í átta liða úrslitum - með 2-1 sigri gegn Belgum. Heildarfjöldi áhorfenda á Evrópumótinu er því kominn upp í 248.075. Svo að lesendur þurfi ekki að taka upp reiknivélina má nefna að aðeins 153 áhorfendur vantaði á leik Íslands og Ítalíu til að jafna gamla metið frá 2017. Meðaláhorfendafjöldi á leikjum Evrópumótsins hingað til er 15.505 manns. Stefnir í metaflóð í áhorfendatölum Nú þegar hafa því þrjú áhorfendamet verið sett á mótinu. Opnunarleikur mótsins milli Englands og Austurríkis var sá fjölmennasti á EM kvenna frá upphafi þegar tæplega 70.000 manns sáu heimakonur vinna 1-0 sigur. Þá mættu rúmlega 21.000 áhorfendur á leik Hollands og Svíþjóðar þar sem liðin skildu jöfn 1-1, en aldrei hafa fleiri mætt á leik í riðlakeppni EM kvenna þar sem heimaliðið er ekki að spila. Nú hafa 16 leikir verið spilaðir á mótinu og enn eru 15 eftir. Mótið er því hálfnað og líklegt þykir að enn fleiri áhorfendamet verði slegin. Það verður til dæmis að teljast ansi líklegt að einhver met muni falla þegar úrslitaleikurinn fer fram þann 31. júlí, en hann verður leikinn á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga. Wembley tekur um 87.000 manns í sæti á fótboltaleik.
EM 2022 í Englandi Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Í beinni: England - Wales | Nágrannaslagur í lokaleiknum Í beinni: Frakkland - Holland | Frakkar vilja fara með fullt hús áfram Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Sjá meira