Sjáðu stórbrotið mark Karólínu Leu, súrt mark Ítalíu og magnaða markvörslu Söndru Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júlí 2022 08:30 Þessi söng í netinu. Vísir/Vilhelm Það var líf og fjör í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta í gær. Ísland og Ítalía gerðu 1-1 jafntefli þar sem Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði glæsilegt mark. Frakkland vann Belgíu 2-1 þar sem sigurliðið brenndi af vítaspyrnu sem gæti reynst íslenska liðinu dýr. Ísland og Ítalía mættust í leik sem báðar þjóðir urðu í raun að vinna ætluðu þær sér áfram í 8-liða úrslit Evrópumótsins. Stelpurnar okkar gátu vart byrjað betur en eftir langt innkast Sveindísar Jane Jónsdóttur féll boltinn fyrir Karólínu Leu sem smellti honum upp í samskeytin úr miðjum teig Ítalíu. Ísland 1-0 yfir og íslenska þjóðin farin að láta sig dreyma. KARÓLÍNA LEA VILHJÁLMSDÓTTIR KEMUR ÍSLANDI YFIR STRAX Á 3. MÍNÚTU!!! pic.twitter.com/NeCPklyaHG— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 14, 2022 Ítalía jafnaði metin eftir vel útfærða sókn þegar klukkustund var liðin af leiknum. Eftir það fengu bæði lið góð færi til að tryggja sér sigur. Ítalir jafna metin þegar um hálftími lifir leiks, koma svo stelpur! pic.twitter.com/8cw4cK2orP— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 14, 2022 Á meðan skot íslenska liðsins rötuðu ekki á markið þá átti Sandra Sigurðardóttir - sem var best í íslenska liðinu að mati íþróttadeildar Vísis - frábæra markvörslu sem tryggði Ísland á endanum 1-1 jafntefli. Sandra Sigurðardóttir heldur leiknum jöfnum með þessari markvörslu hér: pic.twitter.com/Iis08lFIYn— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 14, 2022 Í hinum leik D-riðils vildum við Íslendingar sjá eins stóran franskan sigur og mögulegt væri til að auka vonir okkar um að komast áfram. Frakkland skoraði snemma leiks. Við Íslendingar viljum franskan sigur í kvöld og Kadidiatou Diani leggur grunninn að honum með þessu marki hér gegn Belgum: pic.twitter.com/XkYYQCLLBT— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 14, 2022 Á einhvern undraverðan hátt tókst Belgíu að jafna metin þegar 36 mínútur voru liðnar. Janice Cayman með markið eftir stórkostlegan undirbúning Tessu Wullaert. Janice Cayman jafnar metin fyrir Belgíu á 36. mínútu. pic.twitter.com/TkSfhDh30b— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 14, 2022 Frakkland svaraði skömmu síðar. Mbock Bathy gjörsamlega hamraði boltann með höfðinu í netið eftir fyrirgjöf Clöru Mateo og staðan orðin 2-1. Reyndust það lokatölur. Jafnt var það ekki lengi, Frakkar svara með þessu marki hér frá Mbock Bathy! pic.twitter.com/bnhzSHt2Zy— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 14, 2022 Hin reynslumikla Wendie Renard fékk gullið tækifæri til að aðstoða Ísland aðeins er Frakkland fékk vítaspyrnu undir lok leiks, og Amber Tysiak fékk sitt annað gula spjald. Ekki nóg með að Renard lét verja spyrnu sína heldur brenndi hún af á markteig er frákastið hrökk til hennar. Fótbolti EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ítalía-Ísland 1-1 | Jafntefli niðurstaðan eftir frábæra byrjun og vonin um að komast áfram lítil Svekkjandi 1-1 jafntefli niðurstaðan í leik Íslands og Ítalíu í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta eftir frábæra byrjun íslenska liðsins. 14. júlí 2022 18:15 Umfjöllun: Stelpurnar okkar sluppu með stigið en tóku sögulegt skref Íslensku stelpurnar gátu verið svekktar með jafntefli í fyrsta leiknum á móti Belgíu á EM í Englandi en þær gátu þakkað fyrir stigið í öðrum leiknum á móti Ítalíu. Ísland og Ítalía gerðu 1-1 jafntefli í Manchester í dag þar sem Ítalir voru mun betra liðið eftir sannkallaða draumabyrjun íslenska liðsins. 14. júlí 2022 23:30 Hvað sagði þjóðin á Twitter? | „Sandra geggjuð! Annað bara lélegt.“ Ísland tók á móti Ítalíu í öðrum leik sínum á EM í fótbolta fyrr í dag. Leikar enduðu með jafntefli í svekkjandi leik 1-1. Eins og venja er þá höfðu bæði leikmenn og lærðir skoðun á leiknum, lögðu mat á frammistöðuna og sýndu frá stemmningunni. 14. júlí 2022 18:02 Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins í markinu Ísland gerði 1-1 jafntefli við Ítalíu í öðrum leik liðsins á Evrópumótinu á Englandi. Hér er hægt að sjá einkunnir íslensku leikmannanna í leiknum þar sem Sandra Sigurðardóttir í markinu var valin maður leiksins. 14. júlí 2022 18:20 Umfjöllun: Frakkland-Belgía 2-1 | Frakkar annað liðið sem kemst í átta liða úrslit Frakkland tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumóts kvenna í fótbolta með 2-1 sigri sínum gegn Belgíu í leik liðanna í D-riðli mótsins í kvöld. 14. júlí 2022 21:12 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira
Ísland og Ítalía mættust í leik sem báðar þjóðir urðu í raun að vinna ætluðu þær sér áfram í 8-liða úrslit Evrópumótsins. Stelpurnar okkar gátu vart byrjað betur en eftir langt innkast Sveindísar Jane Jónsdóttur féll boltinn fyrir Karólínu Leu sem smellti honum upp í samskeytin úr miðjum teig Ítalíu. Ísland 1-0 yfir og íslenska þjóðin farin að láta sig dreyma. KARÓLÍNA LEA VILHJÁLMSDÓTTIR KEMUR ÍSLANDI YFIR STRAX Á 3. MÍNÚTU!!! pic.twitter.com/NeCPklyaHG— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 14, 2022 Ítalía jafnaði metin eftir vel útfærða sókn þegar klukkustund var liðin af leiknum. Eftir það fengu bæði lið góð færi til að tryggja sér sigur. Ítalir jafna metin þegar um hálftími lifir leiks, koma svo stelpur! pic.twitter.com/8cw4cK2orP— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 14, 2022 Á meðan skot íslenska liðsins rötuðu ekki á markið þá átti Sandra Sigurðardóttir - sem var best í íslenska liðinu að mati íþróttadeildar Vísis - frábæra markvörslu sem tryggði Ísland á endanum 1-1 jafntefli. Sandra Sigurðardóttir heldur leiknum jöfnum með þessari markvörslu hér: pic.twitter.com/Iis08lFIYn— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 14, 2022 Í hinum leik D-riðils vildum við Íslendingar sjá eins stóran franskan sigur og mögulegt væri til að auka vonir okkar um að komast áfram. Frakkland skoraði snemma leiks. Við Íslendingar viljum franskan sigur í kvöld og Kadidiatou Diani leggur grunninn að honum með þessu marki hér gegn Belgum: pic.twitter.com/XkYYQCLLBT— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 14, 2022 Á einhvern undraverðan hátt tókst Belgíu að jafna metin þegar 36 mínútur voru liðnar. Janice Cayman með markið eftir stórkostlegan undirbúning Tessu Wullaert. Janice Cayman jafnar metin fyrir Belgíu á 36. mínútu. pic.twitter.com/TkSfhDh30b— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 14, 2022 Frakkland svaraði skömmu síðar. Mbock Bathy gjörsamlega hamraði boltann með höfðinu í netið eftir fyrirgjöf Clöru Mateo og staðan orðin 2-1. Reyndust það lokatölur. Jafnt var það ekki lengi, Frakkar svara með þessu marki hér frá Mbock Bathy! pic.twitter.com/bnhzSHt2Zy— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 14, 2022 Hin reynslumikla Wendie Renard fékk gullið tækifæri til að aðstoða Ísland aðeins er Frakkland fékk vítaspyrnu undir lok leiks, og Amber Tysiak fékk sitt annað gula spjald. Ekki nóg með að Renard lét verja spyrnu sína heldur brenndi hún af á markteig er frákastið hrökk til hennar.
Fótbolti EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ítalía-Ísland 1-1 | Jafntefli niðurstaðan eftir frábæra byrjun og vonin um að komast áfram lítil Svekkjandi 1-1 jafntefli niðurstaðan í leik Íslands og Ítalíu í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta eftir frábæra byrjun íslenska liðsins. 14. júlí 2022 18:15 Umfjöllun: Stelpurnar okkar sluppu með stigið en tóku sögulegt skref Íslensku stelpurnar gátu verið svekktar með jafntefli í fyrsta leiknum á móti Belgíu á EM í Englandi en þær gátu þakkað fyrir stigið í öðrum leiknum á móti Ítalíu. Ísland og Ítalía gerðu 1-1 jafntefli í Manchester í dag þar sem Ítalir voru mun betra liðið eftir sannkallaða draumabyrjun íslenska liðsins. 14. júlí 2022 23:30 Hvað sagði þjóðin á Twitter? | „Sandra geggjuð! Annað bara lélegt.“ Ísland tók á móti Ítalíu í öðrum leik sínum á EM í fótbolta fyrr í dag. Leikar enduðu með jafntefli í svekkjandi leik 1-1. Eins og venja er þá höfðu bæði leikmenn og lærðir skoðun á leiknum, lögðu mat á frammistöðuna og sýndu frá stemmningunni. 14. júlí 2022 18:02 Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins í markinu Ísland gerði 1-1 jafntefli við Ítalíu í öðrum leik liðsins á Evrópumótinu á Englandi. Hér er hægt að sjá einkunnir íslensku leikmannanna í leiknum þar sem Sandra Sigurðardóttir í markinu var valin maður leiksins. 14. júlí 2022 18:20 Umfjöllun: Frakkland-Belgía 2-1 | Frakkar annað liðið sem kemst í átta liða úrslit Frakkland tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumóts kvenna í fótbolta með 2-1 sigri sínum gegn Belgíu í leik liðanna í D-riðli mótsins í kvöld. 14. júlí 2022 21:12 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira
Umfjöllun: Ítalía-Ísland 1-1 | Jafntefli niðurstaðan eftir frábæra byrjun og vonin um að komast áfram lítil Svekkjandi 1-1 jafntefli niðurstaðan í leik Íslands og Ítalíu í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta eftir frábæra byrjun íslenska liðsins. 14. júlí 2022 18:15
Umfjöllun: Stelpurnar okkar sluppu með stigið en tóku sögulegt skref Íslensku stelpurnar gátu verið svekktar með jafntefli í fyrsta leiknum á móti Belgíu á EM í Englandi en þær gátu þakkað fyrir stigið í öðrum leiknum á móti Ítalíu. Ísland og Ítalía gerðu 1-1 jafntefli í Manchester í dag þar sem Ítalir voru mun betra liðið eftir sannkallaða draumabyrjun íslenska liðsins. 14. júlí 2022 23:30
Hvað sagði þjóðin á Twitter? | „Sandra geggjuð! Annað bara lélegt.“ Ísland tók á móti Ítalíu í öðrum leik sínum á EM í fótbolta fyrr í dag. Leikar enduðu með jafntefli í svekkjandi leik 1-1. Eins og venja er þá höfðu bæði leikmenn og lærðir skoðun á leiknum, lögðu mat á frammistöðuna og sýndu frá stemmningunni. 14. júlí 2022 18:02
Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins í markinu Ísland gerði 1-1 jafntefli við Ítalíu í öðrum leik liðsins á Evrópumótinu á Englandi. Hér er hægt að sjá einkunnir íslensku leikmannanna í leiknum þar sem Sandra Sigurðardóttir í markinu var valin maður leiksins. 14. júlí 2022 18:20
Umfjöllun: Frakkland-Belgía 2-1 | Frakkar annað liðið sem kemst í átta liða úrslit Frakkland tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumóts kvenna í fótbolta með 2-1 sigri sínum gegn Belgíu í leik liðanna í D-riðli mótsins í kvöld. 14. júlí 2022 21:12