Lingard gæti elt Rooney til Washington Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júlí 2022 08:01 Jesse Lingard gæti verið á leið til Bandaríkjanna. EPA-EFE/PETER POWELL Wayne Rooney tók nýverið við stjórnartaumunum hjá DC United í MLS-deildinni í Banadríkjunum. Hann hefur nú þegar sótt fyrrverandi lærisvein sinn hjá Derby County og þá gæti farið svo að Jesse Lingard færi sig um set. Rooney gerði í raun kjúklingasalat úr kjúklingaskít á síðustu leiktíð með Derby County. Fjárhagsstaða félagsins var í molum sem leiddi til þess að á endanum var 21 stig tekið af liðinu í ensku B-deildinni. Hefði það ekki gerst þá hefði Rooney haldið liðinu uppi en það féll á endanum og hann sagði af sér í sumar. Á dögunum tók Rooney svo við DC United í MLS-deildinni en hann lék með liðinu til skamms tíma áður en skórnir fóru upp í hillu. Hann hefru nú verið ráðinn þjálfari liðsins og horfir til Englands í leit að liðsstyrk. Hinn óstýriláti Ravel Morrison er við það að semja við DC United en Rooney þekkir Ravel vel frá því þeir voru saman hjá Manchester United. Ravel hafði alla hæfileika í heiminum en líkt og svo margur íþróttamaðurinn tókst honum aldrei að sýna það á vellinum. Rooney fékk hann þó til Derby og hefur fengið Morrison til að flytjast alla leið til Washington. Where will he end up? DC United have reportedly joined the list of #MLS and Premier League clubs interested in signing Jesse Lingard.#BBCFootball #ManUtd #epl— BBC Sport (@BBCSport) July 14, 2022 Stærstu vistaskiptin gætu þó verið þau að Jesse Lingard, enn einn fyrrverandi leikmaður Manchester United, gæti verið á leiðinni til DC United. Lingard rann út á samning nýverið og var talið að hann yrði áfram í ensku úrvalsdeildinni þar sem bæði West Ham United og Everton hafa sýnt Lingard áhuga. Hinn 29 ára gamli Lingard var viðloðandi enska landsliðið áður en fór að halla undan fæti á ferli hans hjá Man United. Eftir að vera lánaður til West Ham á þar síðustu leiktíð voru hlutabréfin í Lingard há en hann ákvað að vera áfram hjá Man Utd frekar en að skipta um lið. Það beit hann í bakið þar sem hann spilaði lítið sem ekki neitt og gæti nú verið á leið til Bandaríkjanna. Fótbolti Bandaríski fótboltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Sjá meira
Rooney gerði í raun kjúklingasalat úr kjúklingaskít á síðustu leiktíð með Derby County. Fjárhagsstaða félagsins var í molum sem leiddi til þess að á endanum var 21 stig tekið af liðinu í ensku B-deildinni. Hefði það ekki gerst þá hefði Rooney haldið liðinu uppi en það féll á endanum og hann sagði af sér í sumar. Á dögunum tók Rooney svo við DC United í MLS-deildinni en hann lék með liðinu til skamms tíma áður en skórnir fóru upp í hillu. Hann hefru nú verið ráðinn þjálfari liðsins og horfir til Englands í leit að liðsstyrk. Hinn óstýriláti Ravel Morrison er við það að semja við DC United en Rooney þekkir Ravel vel frá því þeir voru saman hjá Manchester United. Ravel hafði alla hæfileika í heiminum en líkt og svo margur íþróttamaðurinn tókst honum aldrei að sýna það á vellinum. Rooney fékk hann þó til Derby og hefur fengið Morrison til að flytjast alla leið til Washington. Where will he end up? DC United have reportedly joined the list of #MLS and Premier League clubs interested in signing Jesse Lingard.#BBCFootball #ManUtd #epl— BBC Sport (@BBCSport) July 14, 2022 Stærstu vistaskiptin gætu þó verið þau að Jesse Lingard, enn einn fyrrverandi leikmaður Manchester United, gæti verið á leiðinni til DC United. Lingard rann út á samning nýverið og var talið að hann yrði áfram í ensku úrvalsdeildinni þar sem bæði West Ham United og Everton hafa sýnt Lingard áhuga. Hinn 29 ára gamli Lingard var viðloðandi enska landsliðið áður en fór að halla undan fæti á ferli hans hjá Man United. Eftir að vera lánaður til West Ham á þar síðustu leiktíð voru hlutabréfin í Lingard há en hann ákvað að vera áfram hjá Man Utd frekar en að skipta um lið. Það beit hann í bakið þar sem hann spilaði lítið sem ekki neitt og gæti nú verið á leið til Bandaríkjanna.
Fótbolti Bandaríski fótboltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Sjá meira