Söguleg stund þegar fyrsti bjórinn var seldur úr húsi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 14. júlí 2022 12:47 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sem lagði frumvarpið fyrst fram á Alþingi, lét sig að sjálfsögðu ekki vanta þegar fyrstu bjórarnir voru seldir í dag. Þórey Richardt Úlfarsdóttir er stjórnarformaður Smiðju brugghúss, sem var fyrsta brugghúsið til að fá leyfi til bjórsölu úr húsi. Svanhildur Hólm Þau voru sannarlega langþráð, viðskiptin sem urðu að veruleika í brugghúsinu Smiðjunni á Vík í dag þegar brugghúsið varð það fyrsta í sögu landsins til að selja bjór frá framleiðslustað. Hingað til hafa brugghús landsins aðeins mátt selja bjórinn af dælu og þá mega viðskiptavinir ekki hugsa sér til hreyfings, að minnsta kosti ekki með bjórinn. En nú hefur orðið breyting á, þar sem ný áfengislög kveða á um að handverksbrugghús sem framleiða minna en 500 þúsund lítra af bjór megi selja hann beint frá býli og út úr húsi. Smiðjan brugghús varð það fyrsta til að fá leyfi til að selja bjór frá framleiðslustað og var sá fyrsti seldur klukkan 12 að hádegi í dag. Þórey Richardt Úlfarsdóttir er stjórnarformaður og rekstaraðili Smiðjunnar. Hún er hæstánægð með leyfið og viðskiptin. „Við erum bara hrikalega ánægð með þetta. Ég held þetta sé bara í fyrsta sinn í 110 ár sem það er leyfilegt að ríkið komi ekkert að þessu.“ Bjórinn sem fór í sölu segir Þórey vera þann ferskasta sem völ er á. „Við erum með ansi margar tegundir af bjórum hérna, til dæmis sumarbjórinn okkar, Fá Cher sem er lager bjór og Fá Cher til að ná sér sem er New England IPA. Svo erum við með stout og pilsner. Hér erum við líka með mun fjölbreyttara úrval hér hjá okkur en við náum að hafa í Vínbúðinni. Þar þarf nefnilega að viðhalda ákveðnu magni til að bjórinn komist í einhverja sölu af viti.“ Starfsfólk Smiðjunnar sjái því fram á bjarta og skemmtilega tíma og segjast spennt að prófa sig áfram í brugginu. Áfengi og tóbak Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Mega selja áfengi á framleiðslustað um mánaðamótin Frumvarp um að heimila sölu á áfengi á framleiðslustað var samþykkt sem lög á Alþingi nú í kvöld. Lögin taka gildi um mánaðamótin. 15. júní 2022 23:59 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Hingað til hafa brugghús landsins aðeins mátt selja bjórinn af dælu og þá mega viðskiptavinir ekki hugsa sér til hreyfings, að minnsta kosti ekki með bjórinn. En nú hefur orðið breyting á, þar sem ný áfengislög kveða á um að handverksbrugghús sem framleiða minna en 500 þúsund lítra af bjór megi selja hann beint frá býli og út úr húsi. Smiðjan brugghús varð það fyrsta til að fá leyfi til að selja bjór frá framleiðslustað og var sá fyrsti seldur klukkan 12 að hádegi í dag. Þórey Richardt Úlfarsdóttir er stjórnarformaður og rekstaraðili Smiðjunnar. Hún er hæstánægð með leyfið og viðskiptin. „Við erum bara hrikalega ánægð með þetta. Ég held þetta sé bara í fyrsta sinn í 110 ár sem það er leyfilegt að ríkið komi ekkert að þessu.“ Bjórinn sem fór í sölu segir Þórey vera þann ferskasta sem völ er á. „Við erum með ansi margar tegundir af bjórum hérna, til dæmis sumarbjórinn okkar, Fá Cher sem er lager bjór og Fá Cher til að ná sér sem er New England IPA. Svo erum við með stout og pilsner. Hér erum við líka með mun fjölbreyttara úrval hér hjá okkur en við náum að hafa í Vínbúðinni. Þar þarf nefnilega að viðhalda ákveðnu magni til að bjórinn komist í einhverja sölu af viti.“ Starfsfólk Smiðjunnar sjái því fram á bjarta og skemmtilega tíma og segjast spennt að prófa sig áfram í brugginu.
Áfengi og tóbak Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Mega selja áfengi á framleiðslustað um mánaðamótin Frumvarp um að heimila sölu á áfengi á framleiðslustað var samþykkt sem lög á Alþingi nú í kvöld. Lögin taka gildi um mánaðamótin. 15. júní 2022 23:59 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Mega selja áfengi á framleiðslustað um mánaðamótin Frumvarp um að heimila sölu á áfengi á framleiðslustað var samþykkt sem lög á Alþingi nú í kvöld. Lögin taka gildi um mánaðamótin. 15. júní 2022 23:59