Söguleg stund þegar fyrsti bjórinn var seldur úr húsi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 14. júlí 2022 12:47 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sem lagði frumvarpið fyrst fram á Alþingi, lét sig að sjálfsögðu ekki vanta þegar fyrstu bjórarnir voru seldir í dag. Þórey Richardt Úlfarsdóttir er stjórnarformaður Smiðju brugghúss, sem var fyrsta brugghúsið til að fá leyfi til bjórsölu úr húsi. Svanhildur Hólm Þau voru sannarlega langþráð, viðskiptin sem urðu að veruleika í brugghúsinu Smiðjunni á Vík í dag þegar brugghúsið varð það fyrsta í sögu landsins til að selja bjór frá framleiðslustað. Hingað til hafa brugghús landsins aðeins mátt selja bjórinn af dælu og þá mega viðskiptavinir ekki hugsa sér til hreyfings, að minnsta kosti ekki með bjórinn. En nú hefur orðið breyting á, þar sem ný áfengislög kveða á um að handverksbrugghús sem framleiða minna en 500 þúsund lítra af bjór megi selja hann beint frá býli og út úr húsi. Smiðjan brugghús varð það fyrsta til að fá leyfi til að selja bjór frá framleiðslustað og var sá fyrsti seldur klukkan 12 að hádegi í dag. Þórey Richardt Úlfarsdóttir er stjórnarformaður og rekstaraðili Smiðjunnar. Hún er hæstánægð með leyfið og viðskiptin. „Við erum bara hrikalega ánægð með þetta. Ég held þetta sé bara í fyrsta sinn í 110 ár sem það er leyfilegt að ríkið komi ekkert að þessu.“ Bjórinn sem fór í sölu segir Þórey vera þann ferskasta sem völ er á. „Við erum með ansi margar tegundir af bjórum hérna, til dæmis sumarbjórinn okkar, Fá Cher sem er lager bjór og Fá Cher til að ná sér sem er New England IPA. Svo erum við með stout og pilsner. Hér erum við líka með mun fjölbreyttara úrval hér hjá okkur en við náum að hafa í Vínbúðinni. Þar þarf nefnilega að viðhalda ákveðnu magni til að bjórinn komist í einhverja sölu af viti.“ Starfsfólk Smiðjunnar sjái því fram á bjarta og skemmtilega tíma og segjast spennt að prófa sig áfram í brugginu. Áfengi og tóbak Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Mega selja áfengi á framleiðslustað um mánaðamótin Frumvarp um að heimila sölu á áfengi á framleiðslustað var samþykkt sem lög á Alþingi nú í kvöld. Lögin taka gildi um mánaðamótin. 15. júní 2022 23:59 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Hingað til hafa brugghús landsins aðeins mátt selja bjórinn af dælu og þá mega viðskiptavinir ekki hugsa sér til hreyfings, að minnsta kosti ekki með bjórinn. En nú hefur orðið breyting á, þar sem ný áfengislög kveða á um að handverksbrugghús sem framleiða minna en 500 þúsund lítra af bjór megi selja hann beint frá býli og út úr húsi. Smiðjan brugghús varð það fyrsta til að fá leyfi til að selja bjór frá framleiðslustað og var sá fyrsti seldur klukkan 12 að hádegi í dag. Þórey Richardt Úlfarsdóttir er stjórnarformaður og rekstaraðili Smiðjunnar. Hún er hæstánægð með leyfið og viðskiptin. „Við erum bara hrikalega ánægð með þetta. Ég held þetta sé bara í fyrsta sinn í 110 ár sem það er leyfilegt að ríkið komi ekkert að þessu.“ Bjórinn sem fór í sölu segir Þórey vera þann ferskasta sem völ er á. „Við erum með ansi margar tegundir af bjórum hérna, til dæmis sumarbjórinn okkar, Fá Cher sem er lager bjór og Fá Cher til að ná sér sem er New England IPA. Svo erum við með stout og pilsner. Hér erum við líka með mun fjölbreyttara úrval hér hjá okkur en við náum að hafa í Vínbúðinni. Þar þarf nefnilega að viðhalda ákveðnu magni til að bjórinn komist í einhverja sölu af viti.“ Starfsfólk Smiðjunnar sjái því fram á bjarta og skemmtilega tíma og segjast spennt að prófa sig áfram í brugginu.
Áfengi og tóbak Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Mega selja áfengi á framleiðslustað um mánaðamótin Frumvarp um að heimila sölu á áfengi á framleiðslustað var samþykkt sem lög á Alþingi nú í kvöld. Lögin taka gildi um mánaðamótin. 15. júní 2022 23:59 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Mega selja áfengi á framleiðslustað um mánaðamótin Frumvarp um að heimila sölu á áfengi á framleiðslustað var samþykkt sem lög á Alþingi nú í kvöld. Lögin taka gildi um mánaðamótin. 15. júní 2022 23:59