35 þúsund nýjar íbúðir til að skapa jafnvægi á markaði Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. júlí 2022 14:23 Sigurður Ingi skrifaði undir rammasamninginn í dag. HMS Ríki og sveitarfélög ætla sér að byggja 35 þúsund nýjar íbúðir á næstu tíu árum og var ammasamningur um það markmið undirritaður í dag. Íbúðunum er ætlað að mæta fyrirsjáanlegri íbúðaþörf og skapa langþráð jafnvægi á húsnæðismarkaði. Í samningnum sammælast ríki og sveitarfélög um stefnu og markvissar aðgerðir til að tryggja uppbyggingu íbúða í samræmi við þörf ólíkra hópa. Í tilkynningu frá innviðaráðuneytinu segir að þetta sé í fyrsta sinn sem ríki og sveitarfélög gera með sér samkomulag um sameiginlega sýn á aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, skrifaði undir samninginn ásamt Aldísi Hafsteinsdóttur, formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Hermanni Jónassyni, forstjóra Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar 30 prósent verði hagkvæmar íbúðir Sigurður segir eitt stærsta áherslumálið í sáttmála ríkisstjórnarinnar vera að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði og koma í veg fyrir þær miklu sveiflur sem hafa einkennt markaðinn síðustu ár. „Afleiðingar þessara sveiflna eru meðal annars þær að kynslóðir fyrstu kaupenda eiga erfitt með að komast inn á húsnæðismarkað. Staðan kallar á samstillt átak og ég fagna því að ríki og sveitarfélög hafi nú náð saman um sameiginlega sýn á mikilvægustu verkefnin framundan“ Hann segir sérstaklega ánægjulegt að 30 prósent af heildaruppingu verði hagkvæmar íbúðir á viðráðanlegu verði og 5 prósent verði félagsleg húsnæðisúrræði til að bæta stöðu viðkvæmra hópa á markaðnum. Næsta skref samningar við ríkið Aldís Hafsteinsdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga tekur í sama streng. Næstu skref segir hún vera að sveitarfélögin geri sjálf samninga við ríkið á grundvelli rammasamningsins þar sem vænta má fjárstuðning frá ríkinu. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, kynnir rammasamninginn á kynningarfundi hjá HMS í dag.hms „Sambandið mun styðja við þá samningsgerð og fylgja eftir í góðri samvinnu við HMS þeirri aðgerðaáætlun sem er hluti þessa rammasamnings,“ er haft eftir Aldísi. Hermann Jónasson, forstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir vandaða áætlanagerð og eftirfylgni með rauntímaupplýsingum forsendu þess að ná stöðugleika á húsnæðismarkaði. „Við hjá HMS hlökkum til að eiga í framhaldinu gott samstarf við sveitarfélögin um þetta mikilvæga mál sem snertir hvert heimili á landinu og allir geta tengt við með einum eða öðrum hætti.“ Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Byggja þarf um 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum Starfshópur stjórnvalda um húsnæðismál kynnti í dag skýrslu um úrbætur á húsnæðismarkaði til að auka framboð og stuðla að stöðugleika, bæði til skamms og langs tíma. Hjá starfshópnum er mikil samstaða um mikilvægi þess að tryggja aukið framboð íbúða til að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði. 19. maí 2022 15:59 Nauðsynlegt að ríki og sveitarfélög spýti í lófana: „Þetta er ekki eitthvað sem gerist á núll einni“ Byggja þarf 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum til að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði að mati starfshóps Þjóðhagsráðs. Formaður hópsins segir taka tíma að skipuleggja og byggja og því þurfi að spýta í lófana. Bjartari tímar eru þó fram undan. 19. maí 2022 23:00 „Þetta lítur bara alveg skelfilega út“ Skelfileg staða blasir við á leigumarkaði að sögn formanns VR. Ísland er aftarlega á merinni þegar kemur að heilbrigðum húsnæðismarkaði og í málaflokknum er þörf á efndum, en ekki nefndum. 21. maí 2022 18:31 Vona að lífeyrissjóðirnir komi inn í félagið með fjármagn Verkalýðshreyfingin varar við ófremdarástandi á leigumarkaði og hefur komið á fót nýju leigufélagi til að bregðast við stöðunni. Vonir eru bundnar við að lífeyrissjóðirnir taki þátt og að áhersla verði lögð á langtímasjónarmið, líkt og á Norðurlöndunum. 23. maí 2022 22:26 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Í samningnum sammælast ríki og sveitarfélög um stefnu og markvissar aðgerðir til að tryggja uppbyggingu íbúða í samræmi við þörf ólíkra hópa. Í tilkynningu frá innviðaráðuneytinu segir að þetta sé í fyrsta sinn sem ríki og sveitarfélög gera með sér samkomulag um sameiginlega sýn á aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, skrifaði undir samninginn ásamt Aldísi Hafsteinsdóttur, formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Hermanni Jónassyni, forstjóra Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar 30 prósent verði hagkvæmar íbúðir Sigurður segir eitt stærsta áherslumálið í sáttmála ríkisstjórnarinnar vera að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði og koma í veg fyrir þær miklu sveiflur sem hafa einkennt markaðinn síðustu ár. „Afleiðingar þessara sveiflna eru meðal annars þær að kynslóðir fyrstu kaupenda eiga erfitt með að komast inn á húsnæðismarkað. Staðan kallar á samstillt átak og ég fagna því að ríki og sveitarfélög hafi nú náð saman um sameiginlega sýn á mikilvægustu verkefnin framundan“ Hann segir sérstaklega ánægjulegt að 30 prósent af heildaruppingu verði hagkvæmar íbúðir á viðráðanlegu verði og 5 prósent verði félagsleg húsnæðisúrræði til að bæta stöðu viðkvæmra hópa á markaðnum. Næsta skref samningar við ríkið Aldís Hafsteinsdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga tekur í sama streng. Næstu skref segir hún vera að sveitarfélögin geri sjálf samninga við ríkið á grundvelli rammasamningsins þar sem vænta má fjárstuðning frá ríkinu. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, kynnir rammasamninginn á kynningarfundi hjá HMS í dag.hms „Sambandið mun styðja við þá samningsgerð og fylgja eftir í góðri samvinnu við HMS þeirri aðgerðaáætlun sem er hluti þessa rammasamnings,“ er haft eftir Aldísi. Hermann Jónasson, forstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir vandaða áætlanagerð og eftirfylgni með rauntímaupplýsingum forsendu þess að ná stöðugleika á húsnæðismarkaði. „Við hjá HMS hlökkum til að eiga í framhaldinu gott samstarf við sveitarfélögin um þetta mikilvæga mál sem snertir hvert heimili á landinu og allir geta tengt við með einum eða öðrum hætti.“
Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Byggja þarf um 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum Starfshópur stjórnvalda um húsnæðismál kynnti í dag skýrslu um úrbætur á húsnæðismarkaði til að auka framboð og stuðla að stöðugleika, bæði til skamms og langs tíma. Hjá starfshópnum er mikil samstaða um mikilvægi þess að tryggja aukið framboð íbúða til að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði. 19. maí 2022 15:59 Nauðsynlegt að ríki og sveitarfélög spýti í lófana: „Þetta er ekki eitthvað sem gerist á núll einni“ Byggja þarf 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum til að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði að mati starfshóps Þjóðhagsráðs. Formaður hópsins segir taka tíma að skipuleggja og byggja og því þurfi að spýta í lófana. Bjartari tímar eru þó fram undan. 19. maí 2022 23:00 „Þetta lítur bara alveg skelfilega út“ Skelfileg staða blasir við á leigumarkaði að sögn formanns VR. Ísland er aftarlega á merinni þegar kemur að heilbrigðum húsnæðismarkaði og í málaflokknum er þörf á efndum, en ekki nefndum. 21. maí 2022 18:31 Vona að lífeyrissjóðirnir komi inn í félagið með fjármagn Verkalýðshreyfingin varar við ófremdarástandi á leigumarkaði og hefur komið á fót nýju leigufélagi til að bregðast við stöðunni. Vonir eru bundnar við að lífeyrissjóðirnir taki þátt og að áhersla verði lögð á langtímasjónarmið, líkt og á Norðurlöndunum. 23. maí 2022 22:26 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Byggja þarf um 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum Starfshópur stjórnvalda um húsnæðismál kynnti í dag skýrslu um úrbætur á húsnæðismarkaði til að auka framboð og stuðla að stöðugleika, bæði til skamms og langs tíma. Hjá starfshópnum er mikil samstaða um mikilvægi þess að tryggja aukið framboð íbúða til að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði. 19. maí 2022 15:59
Nauðsynlegt að ríki og sveitarfélög spýti í lófana: „Þetta er ekki eitthvað sem gerist á núll einni“ Byggja þarf 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum til að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði að mati starfshóps Þjóðhagsráðs. Formaður hópsins segir taka tíma að skipuleggja og byggja og því þurfi að spýta í lófana. Bjartari tímar eru þó fram undan. 19. maí 2022 23:00
„Þetta lítur bara alveg skelfilega út“ Skelfileg staða blasir við á leigumarkaði að sögn formanns VR. Ísland er aftarlega á merinni þegar kemur að heilbrigðum húsnæðismarkaði og í málaflokknum er þörf á efndum, en ekki nefndum. 21. maí 2022 18:31
Vona að lífeyrissjóðirnir komi inn í félagið með fjármagn Verkalýðshreyfingin varar við ófremdarástandi á leigumarkaði og hefur komið á fót nýju leigufélagi til að bregðast við stöðunni. Vonir eru bundnar við að lífeyrissjóðirnir taki þátt og að áhersla verði lögð á langtímasjónarmið, líkt og á Norðurlöndunum. 23. maí 2022 22:26