Ótrúlega hamingjusamur fyrir hennar hönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2022 17:30 Sandra Sigurðardóttir gengur inn á völlinn fyrir sinn fyrsta leik á Evrópumóti. Við hlið hennar er fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir sem var fara að spila sinn ellefta leik. Vísir/Vilhelm Íslenska kvennalandsliðið spilaði sinn ellefta leik í sögu úrslitakeppni Evrópumóts kvenna á móti Belgíu og Sandra Sigurðardóttir hafði verið á bekknum í þeim öllum. Nú fékk hún aftur á móti að standa í markinu í fyrsta sinn. Sandra átti mjög góðan leik, varði vel, greip vel inn í og hélt yfirvegun allan tímann sem var mikilvægt. Hún gat lítið gert við jöfnunarmarkinu sem var skorað úr vítaspyrnu. Ólafur Pétursson, markmannsþjálfari landsliðsins, ræddi við fjölmiðlamenn á æfingunni daginn eftir leik og fór meðal annars yfir leikinn og frammistöðu Söndru. „Við erum búnir að skoða niðurstöðu leiksins og við vorum vel yfir á langflestum sviðum. Það er því svekkjandi að hafa ekki náð að klára leikinn,“ sagði Ólafur Pétursson, markmannsþjálfari íslenska liðsins. „Við erum bara bjartsýn. Þetta er í okkar höndum, liðið er gott og í góðu standi. Það er skemmtilegur mórall og mikil gleði. Vonandi náum við að eiga góðan leik á fimmtudaginn og vinna Ítalina,“ sagði Ólafur. Ólafur Pétursson ræðir hér við yngri markmenn íslenska landsliðsins þær Auði Sveinbjörnsdóttur Scheving og Telmu Ívarsdóttur.Vísir/Vilhelm Sandra er nú orðin 35 ára gömul en hún var bara 22 ára þegar hún fór á sitt fyrsta Evrópumót í Finnlandi sumarið 2009. „Ég er ótrúlega hamingjusamur fyrir hennar hönd að hafa loksins fengið leik. Fjórða mótið og að spila sínar fyrstu mínútur og gerði það vel sem er bera áframhald á hennar spilamennsku. Hún er búin að spila virkilega vel fyrir okkur síðustu árin. Þetta er bara geggjað,“ sagði Ólafur en hvað gerði Sandra vel í þessum leik. „Hún varði vel þegar hún þurfti á því að halda, greip inn í og var róleg. Það er það sem skiptir máli. Hún er hægt og sígandi búin að bæta sig enda æfir hún vel og hugsar vel um sig eins og allir markverðirnir gera. Það er að skila sér,“ sagði Ólafur. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Sjá meira
Sandra átti mjög góðan leik, varði vel, greip vel inn í og hélt yfirvegun allan tímann sem var mikilvægt. Hún gat lítið gert við jöfnunarmarkinu sem var skorað úr vítaspyrnu. Ólafur Pétursson, markmannsþjálfari landsliðsins, ræddi við fjölmiðlamenn á æfingunni daginn eftir leik og fór meðal annars yfir leikinn og frammistöðu Söndru. „Við erum búnir að skoða niðurstöðu leiksins og við vorum vel yfir á langflestum sviðum. Það er því svekkjandi að hafa ekki náð að klára leikinn,“ sagði Ólafur Pétursson, markmannsþjálfari íslenska liðsins. „Við erum bara bjartsýn. Þetta er í okkar höndum, liðið er gott og í góðu standi. Það er skemmtilegur mórall og mikil gleði. Vonandi náum við að eiga góðan leik á fimmtudaginn og vinna Ítalina,“ sagði Ólafur. Ólafur Pétursson ræðir hér við yngri markmenn íslenska landsliðsins þær Auði Sveinbjörnsdóttur Scheving og Telmu Ívarsdóttur.Vísir/Vilhelm Sandra er nú orðin 35 ára gömul en hún var bara 22 ára þegar hún fór á sitt fyrsta Evrópumót í Finnlandi sumarið 2009. „Ég er ótrúlega hamingjusamur fyrir hennar hönd að hafa loksins fengið leik. Fjórða mótið og að spila sínar fyrstu mínútur og gerði það vel sem er bera áframhald á hennar spilamennsku. Hún er búin að spila virkilega vel fyrir okkur síðustu árin. Þetta er bara geggjað,“ sagði Ólafur en hvað gerði Sandra vel í þessum leik. „Hún varði vel þegar hún þurfti á því að halda, greip inn í og var róleg. Það er það sem skiptir máli. Hún er hægt og sígandi búin að bæta sig enda æfir hún vel og hugsar vel um sig eins og allir markverðirnir gera. Það er að skila sér,“ sagði Ólafur.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Sjá meira