Foreldrar Áslaugar Mundu: Keyptu miða fyrir hana á EM ef hún yrði ekki í liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2022 11:31 Hér er innsti kjarni úr stuðningsveit Áslaugar Mundu sem Vísir hitti á stuðningsmannasvæðinu í Manchester. Frá vinstri: Gunnlaugur Aðalbjarnarson, Björg Gunnlaugsdóttir, Eyrún Gunnlaugsdóttir og Jóney Jónsdóttir. Vísir/Vilhelm Landsliðskonan Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir komst í gegnum erfið höfuðmeiðsli, krefjandi fyrsta vetur í Harvard háskólanum og vinna sér síðan inn sæti í íslenska landsliðinu á EM í Englandi. Áslaug Munda hefði alltaf verið á EM hvort sem var því hún á eina af stærstu fjölskyldunum sem mæta til að styðja stelpurnar okkar. Það leit ekkert alltaf of vel út þegar hún missti af landsliðsverkefnum í marga mánuði vegna höfuðmeiðsla en minnti síðan á sig þegar hún mætti í Bestu deildina með Blikum. Vísir hitti föður Áslaugar sem er mættur til Manchester ásamt fríðu föruneyti. „Hún er hérna og bara spennt. Það verður gaman að fylgjast með henni,“ sagði Gunnlaugur Aðalbjarnarson, faðir Áslaugar Mundu um það hversu tæpt það var að hún kæmist með eftir öll vandræðin í vetur. „Við vorum löngu áður búin að ákveða að fara. Við vorum búin að kaupa miða handa henni ef hún hefði ekki verið í liðinu. Hún hefði því tekið þátt,“ sagði Gunnlaugur. Áslaug Munda hefur talað um það sjálf að hafa veifað íslenskum landsliðsstelpunum á EM í Hollandi en nú er hún orðin hluti af liðinu. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir með Öglu Maríu Albertsdóttur fyrir utan hótel íslenska liðsins í Crewe.Vísir/Vilhelm „Við vorum líka á EM í Hollandi og vorum því búin að fá bakteríuna og ákveðin að koma hingað hvernig sem færi hjá stelpunni,“ sagði Gunnlaugur. Þetta er mjög myndarlegur hópur en fjölskyldan er frá Egilsstöðum. „Ætlum við séum ekki tæplega fjörutíu í heildina tengd henni. Systkini mín og systkini Jóneyju konunnar minnar og þeirra fjölskyldur. Þetta verður stór og áberandi hópur,“ sagði Gunnlaugur. „Áhugi frá unga aldri sem skilar henni þessu. Það er líka alltaf stemmning fyrir þessu í fjölskyldunni,“ sagði Gunnlaugur. Áslaug Munda er enn ung og hefur hæfileika sem ætti að vera hægt að rækta vel á næstu árum. „Hún getur farið eins langt eins og hún vill. Það er alveg á hreinu,“ sagði Gunnlaugur. Hann viðurkennir að höfuðmeiðslin hafi verið dóttur sinni erfið. „Það hefur tekið á en þetta er svona partur af fótboltanum. Það er upp og niður. Þetta er búinn að vera erfiður vetur hjá henni en núna er hún hérna. Þá er bara gaman og mikilvægt að njóta,“ sagði Gunnlaugur. „Ég er alltaf stoltur af henni,“ sagði Gunnlaugur en var hann í fótbolta? „Nei, nei, ég kann ekkert í fótbolta. Mamman er betri en ég. Við vorum ekkert í fótboltanum,“ sagði Gunnlaugur. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Sjá meira
Áslaug Munda hefði alltaf verið á EM hvort sem var því hún á eina af stærstu fjölskyldunum sem mæta til að styðja stelpurnar okkar. Það leit ekkert alltaf of vel út þegar hún missti af landsliðsverkefnum í marga mánuði vegna höfuðmeiðsla en minnti síðan á sig þegar hún mætti í Bestu deildina með Blikum. Vísir hitti föður Áslaugar sem er mættur til Manchester ásamt fríðu föruneyti. „Hún er hérna og bara spennt. Það verður gaman að fylgjast með henni,“ sagði Gunnlaugur Aðalbjarnarson, faðir Áslaugar Mundu um það hversu tæpt það var að hún kæmist með eftir öll vandræðin í vetur. „Við vorum löngu áður búin að ákveða að fara. Við vorum búin að kaupa miða handa henni ef hún hefði ekki verið í liðinu. Hún hefði því tekið þátt,“ sagði Gunnlaugur. Áslaug Munda hefur talað um það sjálf að hafa veifað íslenskum landsliðsstelpunum á EM í Hollandi en nú er hún orðin hluti af liðinu. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir með Öglu Maríu Albertsdóttur fyrir utan hótel íslenska liðsins í Crewe.Vísir/Vilhelm „Við vorum líka á EM í Hollandi og vorum því búin að fá bakteríuna og ákveðin að koma hingað hvernig sem færi hjá stelpunni,“ sagði Gunnlaugur. Þetta er mjög myndarlegur hópur en fjölskyldan er frá Egilsstöðum. „Ætlum við séum ekki tæplega fjörutíu í heildina tengd henni. Systkini mín og systkini Jóneyju konunnar minnar og þeirra fjölskyldur. Þetta verður stór og áberandi hópur,“ sagði Gunnlaugur. „Áhugi frá unga aldri sem skilar henni þessu. Það er líka alltaf stemmning fyrir þessu í fjölskyldunni,“ sagði Gunnlaugur. Áslaug Munda er enn ung og hefur hæfileika sem ætti að vera hægt að rækta vel á næstu árum. „Hún getur farið eins langt eins og hún vill. Það er alveg á hreinu,“ sagði Gunnlaugur. Hann viðurkennir að höfuðmeiðslin hafi verið dóttur sinni erfið. „Það hefur tekið á en þetta er svona partur af fótboltanum. Það er upp og niður. Þetta er búinn að vera erfiður vetur hjá henni en núna er hún hérna. Þá er bara gaman og mikilvægt að njóta,“ sagði Gunnlaugur. „Ég er alltaf stoltur af henni,“ sagði Gunnlaugur en var hann í fótbolta? „Nei, nei, ég kann ekkert í fótbolta. Mamman er betri en ég. Við vorum ekkert í fótboltanum,“ sagði Gunnlaugur.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Sjá meira