Dúna: Þetta var bara eitt símtal og ég var klár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2022 09:30 Guðrún Þórbjörg Sturlaugsdóttir er styrktarþjálfari íslenska liðsins og eina konan í þjálfarateyminu. Vísir/Vilhelm Guðrún Þórbjörg Sturlaugsdóttir er ekki kölluð annað en Dúna af þeim sem þekkja hana. Hún er kannski ekki alltaf í sviðsljósinu en tekur engu að síður virkan þátt í æfingum íslenska landsliðsins á EM í Englandi. Guðrún Þórbjörg er styrktarþjálfari íslenska liðsins og fylgist líka vel með því hvort álagið sé rétt á leikmenn landsliðsins. Það er á hennar ábyrgð að koma stelpunum í gírinn fyrir allar æfingar. „Það er frábært að vera hluti af þessum hóp. Þetta eru algjörir snillingar, bæði starfsfólkið og stelpurnar í liðinu. Algjörir fagmenn og maður getir lært helling. Það er góða stemmning í hópnum og þetta er bara geggjað,“ sagði Guðrún Þórbjörg Sturlaugsdóttir, styrktarþjálfari íslenska liðsins. „Ég sé um fyrstu fimmtán til tuttugu mínúturnar á hverri æfingu. Svo sé ég um GPS-ið þar sem við erum að fylgjast með því hvað stelpurnar hlaupa mikið, hvað þær taka marga sprettmetra og ýmislegt. Við reynum að stjórna álaginu með þeim upplýsingum,“ sagði Guðrún. Klippa: Guðrún Þórbjörg: Reyni að gera hana eins skemmtilega og ég get Hún leggur metnað sinn í að gera upphitun stelpnanna skemmtilega. „Það þarf að undirbúa sig fyrir hverja æfingu. Upphitunin er ekki skemmtilegasti parturinn af æfingunni þannig að ég reyni að krydda aðeins upp á þetta og gera hana eins skemmtilega og ég get. Svo er GPS-vinnan eftir æfingu getur verið talsvert mikil,“ sagði Guðrún. Guðrún var ánægð með vinnusemi stelpnanna okkar i jafnteflinu á móti Belgíu. „Þetta var bara hörkuleikur og þær hlupu mikið. Það er alveg staðfest. Þær verða þreyttar í dag þannig að endurheimtin er mikilvæg. Við ætlum að sjá til þess að þær verði klárar í næsta leik,“ sagði Guðrún. Hún þarf ekki mikið að sinna einstaklingsþjónustu fyrir leikmenn liðsins. „Sem betur fer ekki. Þetta eru bara atvinnumenn og þær kunna sitt fag. Ég er samt alltaf til staðar ef til þarf,“ sagði Guðrún. Hún hefur verið með landsliðinu undanfarin tvö ár. „Ég er búin að vera með síðan að Ási og Steini tóku við en síðan þá er ég búin að fylgja þeim.,“ sagði Guðrún og það þurfti ekki að sannfæra hana mikið. „Þetta var bara eitt símtal og ég var klár,“ sagði Guðrún. Það má sjá viðtalið í myndbandinu hér fyrir ofan. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Noregur - Ísrael | Mikil undiralda en Norðmenn í góðri stöðu Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Sjá meira
Guðrún Þórbjörg er styrktarþjálfari íslenska liðsins og fylgist líka vel með því hvort álagið sé rétt á leikmenn landsliðsins. Það er á hennar ábyrgð að koma stelpunum í gírinn fyrir allar æfingar. „Það er frábært að vera hluti af þessum hóp. Þetta eru algjörir snillingar, bæði starfsfólkið og stelpurnar í liðinu. Algjörir fagmenn og maður getir lært helling. Það er góða stemmning í hópnum og þetta er bara geggjað,“ sagði Guðrún Þórbjörg Sturlaugsdóttir, styrktarþjálfari íslenska liðsins. „Ég sé um fyrstu fimmtán til tuttugu mínúturnar á hverri æfingu. Svo sé ég um GPS-ið þar sem við erum að fylgjast með því hvað stelpurnar hlaupa mikið, hvað þær taka marga sprettmetra og ýmislegt. Við reynum að stjórna álaginu með þeim upplýsingum,“ sagði Guðrún. Klippa: Guðrún Þórbjörg: Reyni að gera hana eins skemmtilega og ég get Hún leggur metnað sinn í að gera upphitun stelpnanna skemmtilega. „Það þarf að undirbúa sig fyrir hverja æfingu. Upphitunin er ekki skemmtilegasti parturinn af æfingunni þannig að ég reyni að krydda aðeins upp á þetta og gera hana eins skemmtilega og ég get. Svo er GPS-vinnan eftir æfingu getur verið talsvert mikil,“ sagði Guðrún. Guðrún var ánægð með vinnusemi stelpnanna okkar i jafnteflinu á móti Belgíu. „Þetta var bara hörkuleikur og þær hlupu mikið. Það er alveg staðfest. Þær verða þreyttar í dag þannig að endurheimtin er mikilvæg. Við ætlum að sjá til þess að þær verði klárar í næsta leik,“ sagði Guðrún. Hún þarf ekki mikið að sinna einstaklingsþjónustu fyrir leikmenn liðsins. „Sem betur fer ekki. Þetta eru bara atvinnumenn og þær kunna sitt fag. Ég er samt alltaf til staðar ef til þarf,“ sagði Guðrún. Hún hefur verið með landsliðinu undanfarin tvö ár. „Ég er búin að vera með síðan að Ási og Steini tóku við en síðan þá er ég búin að fylgja þeim.,“ sagði Guðrún og það þurfti ekki að sannfæra hana mikið. „Þetta var bara eitt símtal og ég var klár,“ sagði Guðrún. Það má sjá viðtalið í myndbandinu hér fyrir ofan.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Noregur - Ísrael | Mikil undiralda en Norðmenn í góðri stöðu Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Sjá meira