Sveitarstjóri Dalabyggðar með tæplega 1,7 milljón króna í mánaðarlaun Magnús Jochum Pálsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 11. júlí 2022 19:28 Björn Bjarki Þorsteinsson er nýr sveitarstjóri Dalabyggðar. SFV Björn Bjarki Þorsteinsson var í dag ráðinn sveitarstjóri Dalabyggðar en hann fær 1,675 milljón króna í mánaðarlaun auk ökutækjastyrks sem nemur 127 þúsundum króna. Ellefu umsóknir um stöðuna bárust en þeim var öllum hafnað og var Björn Bjarki ráðinn í staðinn. Björn Bjarki hefur starfað sem framkvæmdastjóri Brákarhlíðar, hjúkrunar- og dvalarheimilis í Borgarnesi, síðastliðin fimmtán ár og setið í stjórn Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu síðastliðin tíu ár, lengst af sem varaformaður og síðar formaður þar til í apríl síðastliðnum. Björn Bjarki hefur áralanga reynslu af sveitarstjórnarstörfum en hann sat í sveitarstjórn Borgarbyggðar frá 2002 til 2018, þar af sem forseti sveitarstjórnar í tvö kjörtímabil. Einnig hefur hann gegnt formennsku meðal annars í byggðarráði og fræðslunefnd. Samkvæmt fundargerð sveitarstjórnar Dalabyggðar verður Björn Bjarki með 1,675 milljón króna í mánaðarlaun og ökutækjastyrk upp á 127 þúsund krónur. Þá fær hann farsíma til afnota og mun sveitarfélagið borga símreikning, internet-tengingu og iðgjöld af veikinda-, slysa- og líftryggingu. Björn Bjarki mun leigja íbúð af Dalabyggð og greiðir fyrir hana samkvæmt gjaldskrá um leiguíbúðir sveitarfélagsins. Reiknað er með að hann hefji störf undir lok sumars. Samkvæmt tölum á vef Hagstofu eru íbúar sveitarfélagsins 665 talsins en þeim fjölgaði verulega seinasta ár, eða um 45 talsins. Umsóknarfrestur um starf sveitarstjóra rann út 20. júní síðastliðinn. Alls bárust 13 umsóknir og tveir umsækjendur drógu umsókn sína til baka. Að lokinni úrvinnslu umsókna var það mat byggðaráðs að hafna skyldi öllum umsóknum. Umsækjendur voru: Ari Jóhann Sigurðsson, sérkennari Barbara K. Kristjánsdóttir, mannauðs- og gæðastjóri Glúmur Baldvinsson, eigin rekstur Gunnsteinn Björnsson, sjálfstætt starfandi Hróðmar Dofri Hermannsson, framkvæmdastjóri Ingvi Már Guðnason, verkstjóri Jón Eggert Guðmundsson, yfirmaður kerfismála Konráð Gylfason, framkvæmdastjóri Sigurður Sigurðarson, sjálfstætt starfandi Viggó E. Viðarsson, flokksstjóri Örn Haukur Magnússon, framkvæmdastjóri Uppfært: Upphaflega stóð að ökutækjastyrkurinn væri 217 þúsund krónur á mánuði en er í rauninni 127 þúsund. Dalabyggð Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kjaramál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Meirihluti í Dalabyggð vill hefja sameiningarviðræður Meirihluti íbúa í Dalabyggð vill hefja sameiningarviðræður. Flestir þeirra vilja sameinast Sameinuðu sveitarfélagi Helgafellssveitar og Stykkishólms og næst flestir Húnaþingi vestra. 16. maí 2022 15:46 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Björn Bjarki hefur starfað sem framkvæmdastjóri Brákarhlíðar, hjúkrunar- og dvalarheimilis í Borgarnesi, síðastliðin fimmtán ár og setið í stjórn Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu síðastliðin tíu ár, lengst af sem varaformaður og síðar formaður þar til í apríl síðastliðnum. Björn Bjarki hefur áralanga reynslu af sveitarstjórnarstörfum en hann sat í sveitarstjórn Borgarbyggðar frá 2002 til 2018, þar af sem forseti sveitarstjórnar í tvö kjörtímabil. Einnig hefur hann gegnt formennsku meðal annars í byggðarráði og fræðslunefnd. Samkvæmt fundargerð sveitarstjórnar Dalabyggðar verður Björn Bjarki með 1,675 milljón króna í mánaðarlaun og ökutækjastyrk upp á 127 þúsund krónur. Þá fær hann farsíma til afnota og mun sveitarfélagið borga símreikning, internet-tengingu og iðgjöld af veikinda-, slysa- og líftryggingu. Björn Bjarki mun leigja íbúð af Dalabyggð og greiðir fyrir hana samkvæmt gjaldskrá um leiguíbúðir sveitarfélagsins. Reiknað er með að hann hefji störf undir lok sumars. Samkvæmt tölum á vef Hagstofu eru íbúar sveitarfélagsins 665 talsins en þeim fjölgaði verulega seinasta ár, eða um 45 talsins. Umsóknarfrestur um starf sveitarstjóra rann út 20. júní síðastliðinn. Alls bárust 13 umsóknir og tveir umsækjendur drógu umsókn sína til baka. Að lokinni úrvinnslu umsókna var það mat byggðaráðs að hafna skyldi öllum umsóknum. Umsækjendur voru: Ari Jóhann Sigurðsson, sérkennari Barbara K. Kristjánsdóttir, mannauðs- og gæðastjóri Glúmur Baldvinsson, eigin rekstur Gunnsteinn Björnsson, sjálfstætt starfandi Hróðmar Dofri Hermannsson, framkvæmdastjóri Ingvi Már Guðnason, verkstjóri Jón Eggert Guðmundsson, yfirmaður kerfismála Konráð Gylfason, framkvæmdastjóri Sigurður Sigurðarson, sjálfstætt starfandi Viggó E. Viðarsson, flokksstjóri Örn Haukur Magnússon, framkvæmdastjóri Uppfært: Upphaflega stóð að ökutækjastyrkurinn væri 217 þúsund krónur á mánuði en er í rauninni 127 þúsund.
Dalabyggð Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kjaramál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Meirihluti í Dalabyggð vill hefja sameiningarviðræður Meirihluti íbúa í Dalabyggð vill hefja sameiningarviðræður. Flestir þeirra vilja sameinast Sameinuðu sveitarfélagi Helgafellssveitar og Stykkishólms og næst flestir Húnaþingi vestra. 16. maí 2022 15:46 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Meirihluti í Dalabyggð vill hefja sameiningarviðræður Meirihluti íbúa í Dalabyggð vill hefja sameiningarviðræður. Flestir þeirra vilja sameinast Sameinuðu sveitarfélagi Helgafellssveitar og Stykkishólms og næst flestir Húnaþingi vestra. 16. maí 2022 15:46