Beittu vafasömum og ólögmætum aðferðum í tilraun til heimsyfirráða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. júlí 2022 07:01 Travis Kalanick hætti hjá Uber árið 2017. Gögnin sem Guardian hefur undir höndum sýna að forsvarsmenn fyrirtækisins voru meðvitaðir um að starfsemi þess var ólögleg í mörgum ríkjum og að þeir virtu þá staðreynd að vettugi. epa/Will Oliver Um 40 fjölmiðlar um allan heim munu á næstu dögum og vikum birta fréttir upp úr umfangsmiklum gagnaleka til Guardian, sem meðal annars leiðir í ljós hvernig forsvarsmenn Uber beittu siðferðilega vafasömum aðferðum við að koma starfsemi fyrirtækisins á fót í borgum heims. Samkvæmt Guardian sýna gögnin meðal annars fram á það að stjórnendur Uber voru meðvitaðir um að þeir voru að brjóta lög, hvernig þeir léku á lögreglu, notfærðu sér ofbeldi gegn ökumönnum sínum og nýttu sér tengsl við stjórnmálamenn til að ná fram vilja sínum. Skjölin sem eru 124 þúsund talsins spanna fimm ára tímabil þegar fyrirtækið var rekið af Travis Kalanick, einum stofnenda þess, en meðal gagnanna eru samskipti Kalanick og annarra forsvarsmanna Uber. Í einum samskiptum gefur Kalanick lítið fyrir áhyggjur annarra yfirmanna af því að senda ökumenn Uber á mótmæli í Frakklandi, þar sem þeir máttu eiga von á því að verða fyrir aðkasti starfsmanna annarra leigubifreiðafyrirtækja. „Ég held það sé þess virði,“ segir Kalanick. „Ofbeldi tryggir árangur.“ Leituðu allra leiða til að hafa áhrif á löggjafann Í gögnunum er einnig að finna samskipti milli Kalanick og Emmanuel Macron Frakklandsforseta, sem var þá efnahagsráðherra. Svo virðist sem Kalanick hafi haft greiðan aðgang að Macron og starfsmönnum hans og að Macron hafi greitt götur fyrirtækisins í Frakklandi. Forsvarsmenn Uber voru hins vegar ekki jafn ánægðir með Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, sem þá var borgarstjóri Hamborgar, en hann barðist meðal annars fyrir því að ökumenn fyrirtækisins fengju greidd lágmarkslaun hið minnsta. Skjölin leiða í ljós að stjórnendur Uber niðurgreiddu þjónustu fyrirtækisins til að freista ökumanna og farþega og grafa undan samkeppnisaðilum. Þetta gerði fyrirtækinu kleift að setja þrýsting á stjórnvöld um að endurskrifa löggjöfina á hverjum stað fyrir sig til að greiða fyrir starfsemi Uber. Þegar lögregla freistaði þess að sinna eftirliti með fyrirtækinu fengu tæknimenn fyrirmæli um það að loka á aðgang að gagnasöfnum fyrirtækisins til að koma í veg fyrir að lögregla gæti komist yfir sönnunargögn. Þessari aðferð ku hafa verið beitt að minnsta kosti tólf sinnum í að minnsta kosti sex ríkjum. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Leigubílar Frakkland Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Samkvæmt Guardian sýna gögnin meðal annars fram á það að stjórnendur Uber voru meðvitaðir um að þeir voru að brjóta lög, hvernig þeir léku á lögreglu, notfærðu sér ofbeldi gegn ökumönnum sínum og nýttu sér tengsl við stjórnmálamenn til að ná fram vilja sínum. Skjölin sem eru 124 þúsund talsins spanna fimm ára tímabil þegar fyrirtækið var rekið af Travis Kalanick, einum stofnenda þess, en meðal gagnanna eru samskipti Kalanick og annarra forsvarsmanna Uber. Í einum samskiptum gefur Kalanick lítið fyrir áhyggjur annarra yfirmanna af því að senda ökumenn Uber á mótmæli í Frakklandi, þar sem þeir máttu eiga von á því að verða fyrir aðkasti starfsmanna annarra leigubifreiðafyrirtækja. „Ég held það sé þess virði,“ segir Kalanick. „Ofbeldi tryggir árangur.“ Leituðu allra leiða til að hafa áhrif á löggjafann Í gögnunum er einnig að finna samskipti milli Kalanick og Emmanuel Macron Frakklandsforseta, sem var þá efnahagsráðherra. Svo virðist sem Kalanick hafi haft greiðan aðgang að Macron og starfsmönnum hans og að Macron hafi greitt götur fyrirtækisins í Frakklandi. Forsvarsmenn Uber voru hins vegar ekki jafn ánægðir með Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, sem þá var borgarstjóri Hamborgar, en hann barðist meðal annars fyrir því að ökumenn fyrirtækisins fengju greidd lágmarkslaun hið minnsta. Skjölin leiða í ljós að stjórnendur Uber niðurgreiddu þjónustu fyrirtækisins til að freista ökumanna og farþega og grafa undan samkeppnisaðilum. Þetta gerði fyrirtækinu kleift að setja þrýsting á stjórnvöld um að endurskrifa löggjöfina á hverjum stað fyrir sig til að greiða fyrir starfsemi Uber. Þegar lögregla freistaði þess að sinna eftirliti með fyrirtækinu fengu tæknimenn fyrirmæli um það að loka á aðgang að gagnasöfnum fyrirtækisins til að koma í veg fyrir að lögregla gæti komist yfir sönnunargögn. Þessari aðferð ku hafa verið beitt að minnsta kosti tólf sinnum í að minnsta kosti sex ríkjum. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Leigubílar Frakkland Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira