Fótbolti

Þorsteinn: Teljum okkur vera betri en Belgar

Atli Arason skrifar
Þorsteinn Halldórsson á blaðamannafundinum í dag
Þorsteinn Halldórsson á blaðamannafundinum í dag Vilhelm

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, telur íslenska liðið eiga góða möguleika á því að sigra Belgíu á morgun ef liðið spilar góðan leik.

„Þetta verður jafn leikur. Belgía er í svipuðum gæðum og við. Við teljum okkur vera betri og teljum okkur eiga góða möguleika að vinna,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi landsliðsins í dag fyrir leikinn mikilvæga á morgun.

„Fótboltaleikur snýst samt um að sýna sig í hvert skipti sem þú ferð inn á völlinn og það er markmið okkar á morgun, að spila góðan leik og eiga þá möguleika á því að vinna,“ bætti Þorsteinn við.

Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðs fyrirliði, var einnig til tals á fréttamannafundinum. Hún telur liðið koma vel undirbúið á EM og hún sjálf segist tilbúinn í slaginn eftir langa fjarveru.

„Fyrstu 75 mínúturnar voru mjög góðar en svo fann maður fyrir þreytunni. Það er mikilvægast hvernig ég kom út úr þessu, ég náði að endurheimta mjög vel og fljótt og það eru góð skilaboð fyrir framhaldið,“ sagði Sara Björk. Innslag úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að neðan.

Klippa: Blaðamannafundur fyrir leik Íslands og Belgíu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×