Fótbolti

Sara Björk þakklát fyrir að fá að vera með son sinn á hóteli íslenska liðsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag.
Sara Björk Gunnarsdóttir á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag. Vísir/Vilhelm

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, er nýbökuð móðir eins og flestir þekkja og hún fékk að fá barnið sitt til sína á hótel íslenska liðsins í Englandi. Sara Björk segist vera mjög þakklát fyrir það.

Ragnar Frank Árnason kom í heiminn 16. nóvember í fyrra og er því ekki orðinn átta mánaða gamall. Árni Vilhjálmsson fékk að koma með barn þeirra Söru þegar liðið mætti til Englands.

Eftir æfingaferð til Póllands og Þýskalands voru endurfundir hjá fjölskyldunni í Crewe.

„Það var geggjað. Það er æðislegt að KSÍ og Steini hafi skilning fyrir því að ég fengi að taka Ragnar með. Ég tók hann ekki með til Póllands og Þýskalands. Ég ákvað það,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag.

„Að getað fengið hann núna til Englands er æðislegt. Það er erfitt að vera frá honum of lengi. Þau gerðu bara allt til þess að mér liði vel,“ sagði Sara Björk.

Klippa: Blaða­manna­fundur fyrir leikinn gegn Belgíu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×