Wallace hefur verið talinn líklegastur til að hljóta kjör sem leiðtogi Íhaldsflokksins en samkvæmt könnun YouGov sem var gerð um það leiti og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði af sér sem leiðtogi flokksins, vildu flestir að hann yrði næsti forsætisráðherra.
Hann tilkynnti þó í dag að hann ætli ekki að sækjast eftir embættinu og að hann vilji einbeita sér að sínum störfum í varnarmálaráðuneytinu.
It has not been an easy choice to make, but my focus is on my current job and keeping this great country safe. I wish the very best of luck to all candidates and hope we swiftly return to focusing on the issues that we are all elected to address. 2/2
— Rt. Hon Ben Wallace MP (@BWallaceMP) July 9, 2022
„Þetta hefur ekki verið auðveld ákvörðun en mín áhersla er á mitt núverandi starf og að halda landinu öruggu,“ segir Wallace á Twitter-síðu sinni.
Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, hefur tilkynnt að hann ætli að bjóða sig fram en hann hefur einnig verið talinn sigurstranglegur.
Penny Mordaunt, viðskiptamálaráðherra, er einnig talin líkleg til að hreppa embættið en hún hefur enn ekki tilkynnt framboð sitt.