Fótbolti

Love Island þátturinn vinsæll hjá íslenska landsliðinu og nú geta þær horft í beinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það er erfitt að halda aftur af brosinu þegar þú ert í kringum Hallberu Guðnýju Gísladóttur. Hér hefur hún fengið Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur til að brosa.
Það er erfitt að halda aftur af brosinu þegar þú ert í kringum Hallberu Guðnýju Gísladóttur. Hér hefur hún fengið Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur til að brosa. Vísir/Vilhelm

Stelpurnar í íslenska kvennalandsliðinu láta sér ekki leiðast á milli æfinga og leikja á Evrópumótinu. Það er mikið hugsað um fótbolta en líka lögð mikil áhersla á að skemmta sér saman og þétta hópinn utan vallar.

Hallbera Guðný Gísladóttir segir að nóg hafi verið að gera hjá íslenska liðinu fyrstu dagana í Englandi.

„Það er búin að vera svolítið stíf dagskrá. Við erum meðal annars búin að vera í tökum fyrir UEFA og í myndatökum,“ sagði Hallbera þegar hún hitti blaðamenn á liðshótelinu.

Það er samt eitt sem stóð upp úr hjá stelpunum okkar.

„Svo erum við að horfa á Love Island og við erum með ákveðna grúbbu sem horfði á þáttinn í beinni í gær. Níu erum við náttúrulega komnar til Bretlands. Það var mikið öskrað og helgið þá,“ sagði Hallbera.

„Við erum með svona skemmtiherbergi. Í gær var tekinn smá Sing Star sem var mjög gaman. Svo er Playstation og það er púttvöllur. Það er margt hægt að gera en á kvöldin erum við með Love Island live show. Það er ekkert smá gaman “ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.

Karólína talar upp sönghæfileika landsliðskvennanna. „Við erum allar bara helvíti fínar held ég,“ sagði Karólína Lea.

„Svo er búið að tengja hljóðnema við bassaboxið okkar og það er verið syngja. Það er nóg fyrir stefni,“ sagði Hallbera.

„Karólína. Hún segist vera góð söngkona. Jú jú, við erum frábærar söngkonur allar. Það er kannski best að það heyrist meira í tónlistinni heldur en í okkur,“ sagði Hallbera í léttum tón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×