Á vef Veðurstofunnar segir að hiti verði á bilinu tíu til átján stig þar sem hlýjast verður suðaustantil.
„Á laugardag gengur í suðaustanátt með rigningu á sunnan- og vestanverðu landinu en bjart að mestu norðaustantil. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Norðausturlandi.
Suðlæg átt á sunnudag með rigningu sunnan- og vestanlands en aftur bjart og þurrt norðaustantil. Hiti breytist lítið.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag: Gengur í sunnan- og suðaustan 8-15 m/s með rigningu, hvassast við ströndina, en bjart með köflum norðaustanlands. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast á Norðausturlandi.
Á sunnudag: Suðvestan 5-13 og dálítil rigning eða skúrir, en þurrt að kalla austanlands. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Austfjörðum.
Á mánudag: Breytileg átt 3-8 og víða dálítil væta. Gengur í norðlæga átt 5-10 um kvöldið með rigningu á austanverðu landinu, annars úrkomulítið. Hiti 8 til 15 stig.
Á þriðjudag: Norðlæg átt og rigning með köflum norðanlands en annars stöku skúrir. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast syðst.
Á miðvikudag: Suðvestanátt og stöku skúrir í flestum landshlutum. Hiti 8 til 15 stig.
Á fimmtudag: Útlit fyrir breytilega átt og víða rigning eða súld en úrkomuminna um kvöldið.