Sif Atla: Kvennaknattspyrnan er í dag sú íþrótt sem fólk á að hoppa á Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2022 22:00 Sif Atladóttir ræðir hér við Svövu Kristínu á æfingasvæði íslenska landsliðsins í dag Vísir/Vilhelm Sif Atladóttir og félagar hennar í landsliðinu hafa nú byrjað æfingar á enskri grundu og hún var ein af fjórum reynsluboltum sem hittu íslenska blaðamenn í dag. Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Sif í kvöldfréttum Stöðvar tvö og þá sérstaklega um mikinn áhugann á Evrópumótinu í Englandi en uppselt var á fyrsta leik mótsins sem var spilaður á Old Trafford. Sif finnst umfjöllun um mótið vera meiri en áður en hún er að mæta á sitt fjórða Evrópumót. „Ef fólk kemst til London og getur labbað um London þá væri það svolítið skemmtilegt. Þú hefðir ekkert séð enska landsliðið á öllum veggjum og út um allt. Andstæðingarnir líka. Sara Björk er á einhverju risaskilti þarna. Þetta er allt annað,“ sagði Sif og vísaði þar í mynd Hafliða Breiðafjörð af Söru Björk Gunnarsdóttur sem birtist risastór á Piccadilly Circus. Það má sjá frétt Svövu hér fyrir neðan. Klippa: Sif Atladóttir: Komnar til Englands og þar er stemmning í öllu landinu fyrir EM „Fyrirmyndirnar eru þarna úti og þetta er miklu stærra og meira. Lucy Bronce er á liggur við Buckingham Palace. Þetta er klárlega miklu miklu stærra. Það gerir það líka að verkum að Old Trafford fylltist í gær. Það er uppselt á okkar leiki. Þessi umfjöllun er bara stærri og kvennaknattspyrnan er í dag sú íþrótt sem fólk á að hoppa á,“ sagði Sif. Þær fengu kannski ekki mikið af stóru völlunum í Englandi en Sif vill ekki horfa á það neikvæða í því enda breyta þær því ekki úr þessu. „Þetta er heimili fótboltans og þó að gagnrýnin hafi komið þá skiptir það ekki máli. Maður finnur bara að maður er kominn til Englands, það er stemmning og ég finn það að fólk er peppað fyrir að vera hérna. Það er stemmning í öllu landinu fyrir EM,“ sagði Sif. Íslenska liðið spilar sinn fyrsta leik á sunnudaginn þegar liðið mætir Belgíu. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Sjá meira
Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Sif í kvöldfréttum Stöðvar tvö og þá sérstaklega um mikinn áhugann á Evrópumótinu í Englandi en uppselt var á fyrsta leik mótsins sem var spilaður á Old Trafford. Sif finnst umfjöllun um mótið vera meiri en áður en hún er að mæta á sitt fjórða Evrópumót. „Ef fólk kemst til London og getur labbað um London þá væri það svolítið skemmtilegt. Þú hefðir ekkert séð enska landsliðið á öllum veggjum og út um allt. Andstæðingarnir líka. Sara Björk er á einhverju risaskilti þarna. Þetta er allt annað,“ sagði Sif og vísaði þar í mynd Hafliða Breiðafjörð af Söru Björk Gunnarsdóttur sem birtist risastór á Piccadilly Circus. Það má sjá frétt Svövu hér fyrir neðan. Klippa: Sif Atladóttir: Komnar til Englands og þar er stemmning í öllu landinu fyrir EM „Fyrirmyndirnar eru þarna úti og þetta er miklu stærra og meira. Lucy Bronce er á liggur við Buckingham Palace. Þetta er klárlega miklu miklu stærra. Það gerir það líka að verkum að Old Trafford fylltist í gær. Það er uppselt á okkar leiki. Þessi umfjöllun er bara stærri og kvennaknattspyrnan er í dag sú íþrótt sem fólk á að hoppa á,“ sagði Sif. Þær fengu kannski ekki mikið af stóru völlunum í Englandi en Sif vill ekki horfa á það neikvæða í því enda breyta þær því ekki úr þessu. „Þetta er heimili fótboltans og þó að gagnrýnin hafi komið þá skiptir það ekki máli. Maður finnur bara að maður er kominn til Englands, það er stemmning og ég finn það að fólk er peppað fyrir að vera hérna. Það er stemmning í öllu landinu fyrir EM,“ sagði Sif. Íslenska liðið spilar sinn fyrsta leik á sunnudaginn þegar liðið mætir Belgíu.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Sjá meira