Sif Atla: Kvennaknattspyrnan er í dag sú íþrótt sem fólk á að hoppa á Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2022 22:00 Sif Atladóttir ræðir hér við Svövu Kristínu á æfingasvæði íslenska landsliðsins í dag Vísir/Vilhelm Sif Atladóttir og félagar hennar í landsliðinu hafa nú byrjað æfingar á enskri grundu og hún var ein af fjórum reynsluboltum sem hittu íslenska blaðamenn í dag. Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Sif í kvöldfréttum Stöðvar tvö og þá sérstaklega um mikinn áhugann á Evrópumótinu í Englandi en uppselt var á fyrsta leik mótsins sem var spilaður á Old Trafford. Sif finnst umfjöllun um mótið vera meiri en áður en hún er að mæta á sitt fjórða Evrópumót. „Ef fólk kemst til London og getur labbað um London þá væri það svolítið skemmtilegt. Þú hefðir ekkert séð enska landsliðið á öllum veggjum og út um allt. Andstæðingarnir líka. Sara Björk er á einhverju risaskilti þarna. Þetta er allt annað,“ sagði Sif og vísaði þar í mynd Hafliða Breiðafjörð af Söru Björk Gunnarsdóttur sem birtist risastór á Piccadilly Circus. Það má sjá frétt Svövu hér fyrir neðan. Klippa: Sif Atladóttir: Komnar til Englands og þar er stemmning í öllu landinu fyrir EM „Fyrirmyndirnar eru þarna úti og þetta er miklu stærra og meira. Lucy Bronce er á liggur við Buckingham Palace. Þetta er klárlega miklu miklu stærra. Það gerir það líka að verkum að Old Trafford fylltist í gær. Það er uppselt á okkar leiki. Þessi umfjöllun er bara stærri og kvennaknattspyrnan er í dag sú íþrótt sem fólk á að hoppa á,“ sagði Sif. Þær fengu kannski ekki mikið af stóru völlunum í Englandi en Sif vill ekki horfa á það neikvæða í því enda breyta þær því ekki úr þessu. „Þetta er heimili fótboltans og þó að gagnrýnin hafi komið þá skiptir það ekki máli. Maður finnur bara að maður er kominn til Englands, það er stemmning og ég finn það að fólk er peppað fyrir að vera hérna. Það er stemmning í öllu landinu fyrir EM,“ sagði Sif. Íslenska liðið spilar sinn fyrsta leik á sunnudaginn þegar liðið mætir Belgíu. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Sjá meira
Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Sif í kvöldfréttum Stöðvar tvö og þá sérstaklega um mikinn áhugann á Evrópumótinu í Englandi en uppselt var á fyrsta leik mótsins sem var spilaður á Old Trafford. Sif finnst umfjöllun um mótið vera meiri en áður en hún er að mæta á sitt fjórða Evrópumót. „Ef fólk kemst til London og getur labbað um London þá væri það svolítið skemmtilegt. Þú hefðir ekkert séð enska landsliðið á öllum veggjum og út um allt. Andstæðingarnir líka. Sara Björk er á einhverju risaskilti þarna. Þetta er allt annað,“ sagði Sif og vísaði þar í mynd Hafliða Breiðafjörð af Söru Björk Gunnarsdóttur sem birtist risastór á Piccadilly Circus. Það má sjá frétt Svövu hér fyrir neðan. Klippa: Sif Atladóttir: Komnar til Englands og þar er stemmning í öllu landinu fyrir EM „Fyrirmyndirnar eru þarna úti og þetta er miklu stærra og meira. Lucy Bronce er á liggur við Buckingham Palace. Þetta er klárlega miklu miklu stærra. Það gerir það líka að verkum að Old Trafford fylltist í gær. Það er uppselt á okkar leiki. Þessi umfjöllun er bara stærri og kvennaknattspyrnan er í dag sú íþrótt sem fólk á að hoppa á,“ sagði Sif. Þær fengu kannski ekki mikið af stóru völlunum í Englandi en Sif vill ekki horfa á það neikvæða í því enda breyta þær því ekki úr þessu. „Þetta er heimili fótboltans og þó að gagnrýnin hafi komið þá skiptir það ekki máli. Maður finnur bara að maður er kominn til Englands, það er stemmning og ég finn það að fólk er peppað fyrir að vera hérna. Það er stemmning í öllu landinu fyrir EM,“ sagði Sif. Íslenska liðið spilar sinn fyrsta leik á sunnudaginn þegar liðið mætir Belgíu.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Sjá meira