Öryggi yngstu barnanna ekki tryggt í leikskóla Flóahrepps vegna manneklu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. júlí 2022 10:05 Leikskólinn Krakkaborg í Flóahreppi, sem er 40 barna leikskóli. Ekki verður hægt að taka á móti sex krökkum í aðlögun þar eftir sumarleyfi vegna manneklu í leikskólanum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarstjórn Flóahrepps lýsti áhyggjum sínum á fundi í vikunni á erfiðleikum við að fullmanna yngstu deild leikskólans Krakkaborgar. Miðað við núverandi stöðu telja stjórnendur leikskólans að ekki sé hægt að tryggja öryggi nemenda og að ekki sé hægt að taka á móti nýjum nemendum á Lóudeild að lokinni sumarlokun leikskólans. Í bókun sveitarstjórnar kemur m.a. fram að hún vilji leita allra leiða til að leysa mönnunarvanda leikskólans og leggur áherslu á að áfram verði reynt að veita þá þjónustu innan sveitarfélagsins að tekið sé við börnum að loknu fæðingarorlofi, þó svo að ekki sé um lögbundna þjónustu að ræða. Verðandi sveitarstjóra, ásamt leikskólastjóra hefur verið falið að skoða leiðir til að laða að fólk til starfa við leikskólann og að halda aðstandendum sem eiga umsóknir um leikskólavist upplýstum. „Til þess að ná að taka við nýjum nemendum vantar okkur 2 til 2,5 stöðugildi. Þannig tryggjum við mönnun og um leið öryggi nemenda á leikskólanum okkar. Deild fyrir svo unga nemendur krefst meiri starfsmannafjölda en deildir eldri nemenda eðli málsins samkvæmt. Að sjálfsögðu bindum við vonir við að vandinn leysist sem fyrst og að við fáum góðar umsóknir, sem leysa þetta núna í sumar eða í byrjun ágúst,” segir Hulda Kristjánsdóttir, verðandi sveitarstjóri Flóahrepps en hún tekur við starfinu 15. júlí en á sæti í meirihluta sveitarstjórnar. Hulda Kristjánsdóttir, verðandi sveitarstjóri Flóahrepps en hún tekur við starfinu 15. júlí og á jafnframt sæti í meirihluta sveitarstjórnar.Aðsend Sex börn komast ekki í aðlögun „Við sjáum fyrir okkur að geta opnað Lóudeildina eftir sumarfrí, en ekki er mögulegt að taka inn þau börn sem eru að hefja leikskólagöngu sína. Til að útskýra þetta enn betur þá eiga þeir nemendur sem voru á yngstu deildinni fyrir sumarlokun enn sitt pláss en ekki er hægt að taka við þeim 6 nemendum sem hefur verið sótt um í aðlögun strax í ágúst eftir sumarlokun,” segir Hulda enn fremur og bætir við. „Það er eftirsóknarvert að starfa á leikskóla eins og Krakkaborg í Flóahreppi. Leikskólinn er um 40 barna leikskóli með um 16-20 starfsmönnum í mismiklu starfshlutfalli. Leikskólinn er staðsettur við þjóðveg 1 í um 10 mínútna akstursfjarlægð frá Selfossi. Í mögum tilfellum tekur styttri tíma að keyra þangað frá Selfossi heldur en að sækja vinnu innanbæjar á Selfossi enda bein og greið leið.” Krakkaborg í Flóahreppi þar sem vantar nauðsynlega starfsfólk á yngstu deildina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Í bókun sveitarstjórnar kemur m.a. fram að hún vilji leita allra leiða til að leysa mönnunarvanda leikskólans og leggur áherslu á að áfram verði reynt að veita þá þjónustu innan sveitarfélagsins að tekið sé við börnum að loknu fæðingarorlofi, þó svo að ekki sé um lögbundna þjónustu að ræða. Verðandi sveitarstjóra, ásamt leikskólastjóra hefur verið falið að skoða leiðir til að laða að fólk til starfa við leikskólann og að halda aðstandendum sem eiga umsóknir um leikskólavist upplýstum. „Til þess að ná að taka við nýjum nemendum vantar okkur 2 til 2,5 stöðugildi. Þannig tryggjum við mönnun og um leið öryggi nemenda á leikskólanum okkar. Deild fyrir svo unga nemendur krefst meiri starfsmannafjölda en deildir eldri nemenda eðli málsins samkvæmt. Að sjálfsögðu bindum við vonir við að vandinn leysist sem fyrst og að við fáum góðar umsóknir, sem leysa þetta núna í sumar eða í byrjun ágúst,” segir Hulda Kristjánsdóttir, verðandi sveitarstjóri Flóahrepps en hún tekur við starfinu 15. júlí en á sæti í meirihluta sveitarstjórnar. Hulda Kristjánsdóttir, verðandi sveitarstjóri Flóahrepps en hún tekur við starfinu 15. júlí og á jafnframt sæti í meirihluta sveitarstjórnar.Aðsend Sex börn komast ekki í aðlögun „Við sjáum fyrir okkur að geta opnað Lóudeildina eftir sumarfrí, en ekki er mögulegt að taka inn þau börn sem eru að hefja leikskólagöngu sína. Til að útskýra þetta enn betur þá eiga þeir nemendur sem voru á yngstu deildinni fyrir sumarlokun enn sitt pláss en ekki er hægt að taka við þeim 6 nemendum sem hefur verið sótt um í aðlögun strax í ágúst eftir sumarlokun,” segir Hulda enn fremur og bætir við. „Það er eftirsóknarvert að starfa á leikskóla eins og Krakkaborg í Flóahreppi. Leikskólinn er um 40 barna leikskóli með um 16-20 starfsmönnum í mismiklu starfshlutfalli. Leikskólinn er staðsettur við þjóðveg 1 í um 10 mínútna akstursfjarlægð frá Selfossi. Í mögum tilfellum tekur styttri tíma að keyra þangað frá Selfossi heldur en að sækja vinnu innanbæjar á Selfossi enda bein og greið leið.” Krakkaborg í Flóahreppi þar sem vantar nauðsynlega starfsfólk á yngstu deildina.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent