Öryggi yngstu barnanna ekki tryggt í leikskóla Flóahrepps vegna manneklu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. júlí 2022 10:05 Leikskólinn Krakkaborg í Flóahreppi, sem er 40 barna leikskóli. Ekki verður hægt að taka á móti sex krökkum í aðlögun þar eftir sumarleyfi vegna manneklu í leikskólanum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarstjórn Flóahrepps lýsti áhyggjum sínum á fundi í vikunni á erfiðleikum við að fullmanna yngstu deild leikskólans Krakkaborgar. Miðað við núverandi stöðu telja stjórnendur leikskólans að ekki sé hægt að tryggja öryggi nemenda og að ekki sé hægt að taka á móti nýjum nemendum á Lóudeild að lokinni sumarlokun leikskólans. Í bókun sveitarstjórnar kemur m.a. fram að hún vilji leita allra leiða til að leysa mönnunarvanda leikskólans og leggur áherslu á að áfram verði reynt að veita þá þjónustu innan sveitarfélagsins að tekið sé við börnum að loknu fæðingarorlofi, þó svo að ekki sé um lögbundna þjónustu að ræða. Verðandi sveitarstjóra, ásamt leikskólastjóra hefur verið falið að skoða leiðir til að laða að fólk til starfa við leikskólann og að halda aðstandendum sem eiga umsóknir um leikskólavist upplýstum. „Til þess að ná að taka við nýjum nemendum vantar okkur 2 til 2,5 stöðugildi. Þannig tryggjum við mönnun og um leið öryggi nemenda á leikskólanum okkar. Deild fyrir svo unga nemendur krefst meiri starfsmannafjölda en deildir eldri nemenda eðli málsins samkvæmt. Að sjálfsögðu bindum við vonir við að vandinn leysist sem fyrst og að við fáum góðar umsóknir, sem leysa þetta núna í sumar eða í byrjun ágúst,” segir Hulda Kristjánsdóttir, verðandi sveitarstjóri Flóahrepps en hún tekur við starfinu 15. júlí en á sæti í meirihluta sveitarstjórnar. Hulda Kristjánsdóttir, verðandi sveitarstjóri Flóahrepps en hún tekur við starfinu 15. júlí og á jafnframt sæti í meirihluta sveitarstjórnar.Aðsend Sex börn komast ekki í aðlögun „Við sjáum fyrir okkur að geta opnað Lóudeildina eftir sumarfrí, en ekki er mögulegt að taka inn þau börn sem eru að hefja leikskólagöngu sína. Til að útskýra þetta enn betur þá eiga þeir nemendur sem voru á yngstu deildinni fyrir sumarlokun enn sitt pláss en ekki er hægt að taka við þeim 6 nemendum sem hefur verið sótt um í aðlögun strax í ágúst eftir sumarlokun,” segir Hulda enn fremur og bætir við. „Það er eftirsóknarvert að starfa á leikskóla eins og Krakkaborg í Flóahreppi. Leikskólinn er um 40 barna leikskóli með um 16-20 starfsmönnum í mismiklu starfshlutfalli. Leikskólinn er staðsettur við þjóðveg 1 í um 10 mínútna akstursfjarlægð frá Selfossi. Í mögum tilfellum tekur styttri tíma að keyra þangað frá Selfossi heldur en að sækja vinnu innanbæjar á Selfossi enda bein og greið leið.” Krakkaborg í Flóahreppi þar sem vantar nauðsynlega starfsfólk á yngstu deildina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Erlent Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Innlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Fleiri fréttir „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Sjá meira
Í bókun sveitarstjórnar kemur m.a. fram að hún vilji leita allra leiða til að leysa mönnunarvanda leikskólans og leggur áherslu á að áfram verði reynt að veita þá þjónustu innan sveitarfélagsins að tekið sé við börnum að loknu fæðingarorlofi, þó svo að ekki sé um lögbundna þjónustu að ræða. Verðandi sveitarstjóra, ásamt leikskólastjóra hefur verið falið að skoða leiðir til að laða að fólk til starfa við leikskólann og að halda aðstandendum sem eiga umsóknir um leikskólavist upplýstum. „Til þess að ná að taka við nýjum nemendum vantar okkur 2 til 2,5 stöðugildi. Þannig tryggjum við mönnun og um leið öryggi nemenda á leikskólanum okkar. Deild fyrir svo unga nemendur krefst meiri starfsmannafjölda en deildir eldri nemenda eðli málsins samkvæmt. Að sjálfsögðu bindum við vonir við að vandinn leysist sem fyrst og að við fáum góðar umsóknir, sem leysa þetta núna í sumar eða í byrjun ágúst,” segir Hulda Kristjánsdóttir, verðandi sveitarstjóri Flóahrepps en hún tekur við starfinu 15. júlí en á sæti í meirihluta sveitarstjórnar. Hulda Kristjánsdóttir, verðandi sveitarstjóri Flóahrepps en hún tekur við starfinu 15. júlí og á jafnframt sæti í meirihluta sveitarstjórnar.Aðsend Sex börn komast ekki í aðlögun „Við sjáum fyrir okkur að geta opnað Lóudeildina eftir sumarfrí, en ekki er mögulegt að taka inn þau börn sem eru að hefja leikskólagöngu sína. Til að útskýra þetta enn betur þá eiga þeir nemendur sem voru á yngstu deildinni fyrir sumarlokun enn sitt pláss en ekki er hægt að taka við þeim 6 nemendum sem hefur verið sótt um í aðlögun strax í ágúst eftir sumarlokun,” segir Hulda enn fremur og bætir við. „Það er eftirsóknarvert að starfa á leikskóla eins og Krakkaborg í Flóahreppi. Leikskólinn er um 40 barna leikskóli með um 16-20 starfsmönnum í mismiklu starfshlutfalli. Leikskólinn er staðsettur við þjóðveg 1 í um 10 mínútna akstursfjarlægð frá Selfossi. Í mögum tilfellum tekur styttri tíma að keyra þangað frá Selfossi heldur en að sækja vinnu innanbæjar á Selfossi enda bein og greið leið.” Krakkaborg í Flóahreppi þar sem vantar nauðsynlega starfsfólk á yngstu deildina.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Erlent Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Innlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Fleiri fréttir „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Sjá meira