Innlent

Skipstjórinn hafi brugðist hárrétt við

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Frá slökkviliðsstörfum.
Frá slökkviliðsstörfum. Landhelgisgæslan

Eigandi strandveiðibátsins Gosa KE-102, sem brann í morgun skammt frá Rifi, segir skipstjórann hafa brugðist hárrétt við.

„Fyrsta skylda skipstjóra er að forða manntjóni. Það kviknar í vélarrúmi og þarna eru olíutankarnir niðri, nokkur hundruða lítra tankar og plastgólf á milli hans og tankanna. Guði sé lof, þá koma hann sér bara úr bátnum eins fljótt og hann gat,“ segir Birg­ir Hauk­dal Rún­ars­son, eigandi bátsins.

Hann segir atvikið mikið áfall og nú sé skipstjóri einfaldlega að jafna sig. Hann sé við ágæta heilsu en ekki sé mikið vitað um orsök eldsins. Verið sé að rannsaka málið. 

Fiskibáturinn Didda SH-159 kom manninum til bjargar úr gúmmíbjörgunarbáti sem var á reki skammt frá brennandi bátnum.

Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að ekki nein neyðarboði hafi borist frá bátnum sem bendi til þess að atvikið hafi borið mjög brátt að. Ekki náðist samband við bátinn þegar gæslunni var gert viðvart um brunann.

Reykinn frá bátnum mátti sjá úr ansi mikilli fjarlægð.Adolf Erlingsson

Tengdar fréttir

Eldur í báti norður af Hellissandi

Eldur kom upp í smábáti rétt norður af Hellissandi rétt í þessu. Einn var um borð í bátnum en hann er kominn heill á húfi í björgunarbátinn Björgu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×