Ætlum okkur stóra hluti en auðvitað þurfum við að spila mjög vel til að ná því Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. júlí 2022 10:01 Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta. Sanjin Strukic/Getty Images „Ég skal alveg játa það að þetta er ógnarsterkur riðill. Það er kannski helst að við fáum úr þriðja styrkleikaflokki – Ungverjar í okkar tilfelli – sem eru ógnarsterkt lið. Það svona gerir þennan riðil mjög erfiðan,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, er hann var spurður út í riðil Íslands á HM í handbolta. „Spennandi verkefni engu að síður að glíma við þessi lið en náttúrulega nánast sami riðill og við vorum að spila í á EM í Ungverjalandi. Þar vorum við að spila við Portúgal og mættum Ungverjum. Í staðinn fyrir Holland fáum við Suður-Kóreu sem er andstæðingur sem þarf að taka alvarlega,“ bætti Guðmundur við. „Síðan er milliriðillinn þannig að þar eru Svíar, Úrúgvæ og Brasilía sem eru með mjög gott lið líka ásamt einni Afríkuþjóð. Þannig að það leggst vel í mig en staðan er sú að við þurfum að gera mjög vel í riðlinum. Bæði til að komast inn í milliriðil og einnig af því við viljum komast eins vel inn í milliriðil og hægt er, komast með eins mörg stig og hægt er.“ „Við ætlum okkur stóra hluti en auðvitað þurfum við að spila mjög vel til að ná því, og við getum það alveg.“ Hversu langt ætlar Ísland sér á mótinu? „Maður tekur þetta í skrefum. Við viljum að sjálfsögðu fara upp úr riðlinum. Við viljum verða í einu af tveimur efstu sætunum í okkar milliriðli sem gæti gefið okkur möguleika á að komast í 8-liða úrslit. Það er það sem við stefnum á, það er fyrsta markmið eins og staðan er í dag.“ Ísland á gríðarlegt magn af frambærilegum leikmönnum um þessar mundir. Er erfitt að velja landsliðshópinn? „Það getur verið það ef allir eru heilir, það er er mjög erfitt. Frábært fyrir þjálfara að hafa þennan kost, hópurinn hefur verið að breikka ár frá ári og leikmennirnir alltaf að þroskast, verða betri og hæfari. Þeir eru farnir að spila hjá sterkari liðum sem þýðir að þegar allir eru heilir er ekki auðvelt að velja þetta lið en það er bara frábært fyrir íslenska landsliðið,“ sagði Guðmundu að endingu. Klippa: Guðmundur um riðilinn á HM Handbolti Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Fleiri fréttir Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Sjá meira
„Spennandi verkefni engu að síður að glíma við þessi lið en náttúrulega nánast sami riðill og við vorum að spila í á EM í Ungverjalandi. Þar vorum við að spila við Portúgal og mættum Ungverjum. Í staðinn fyrir Holland fáum við Suður-Kóreu sem er andstæðingur sem þarf að taka alvarlega,“ bætti Guðmundur við. „Síðan er milliriðillinn þannig að þar eru Svíar, Úrúgvæ og Brasilía sem eru með mjög gott lið líka ásamt einni Afríkuþjóð. Þannig að það leggst vel í mig en staðan er sú að við þurfum að gera mjög vel í riðlinum. Bæði til að komast inn í milliriðil og einnig af því við viljum komast eins vel inn í milliriðil og hægt er, komast með eins mörg stig og hægt er.“ „Við ætlum okkur stóra hluti en auðvitað þurfum við að spila mjög vel til að ná því, og við getum það alveg.“ Hversu langt ætlar Ísland sér á mótinu? „Maður tekur þetta í skrefum. Við viljum að sjálfsögðu fara upp úr riðlinum. Við viljum verða í einu af tveimur efstu sætunum í okkar milliriðli sem gæti gefið okkur möguleika á að komast í 8-liða úrslit. Það er það sem við stefnum á, það er fyrsta markmið eins og staðan er í dag.“ Ísland á gríðarlegt magn af frambærilegum leikmönnum um þessar mundir. Er erfitt að velja landsliðshópinn? „Það getur verið það ef allir eru heilir, það er er mjög erfitt. Frábært fyrir þjálfara að hafa þennan kost, hópurinn hefur verið að breikka ár frá ári og leikmennirnir alltaf að þroskast, verða betri og hæfari. Þeir eru farnir að spila hjá sterkari liðum sem þýðir að þegar allir eru heilir er ekki auðvelt að velja þetta lið en það er bara frábært fyrir íslenska landsliðið,“ sagði Guðmundu að endingu. Klippa: Guðmundur um riðilinn á HM
Handbolti Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Fleiri fréttir Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti