„Hann er svolítið að skíta upp á bak í lífinu“ Elísabet Hanna skrifar 7. júlí 2022 13:30 Ási áttar sig fljótlega á því að hann sé í hættu. Eva Schram Haraldur Ari Stefánsson fer með hlutverk Ása í nýju hljóðseríunni Skerið sem kom út í sex pörtum hjá Storytel. Sjálfur ólst hann upp við að hlusta á útvarpsleikrit á kasettu með bræðum sínum fyrir svefninn en pabbi hans, Stefán Jónsson, hefur einnig leikið í nokkrum slíkum. Sigraði Eyrað Skerið er sería sem stóð uppi sem sigurvegari keppninnar Eyrað sem haldin er árlega á vegum Storytel. Þau Áslaug Torfadóttir og Ragnar Egilsson eru handritshöfundarnir sem skiluðu inn Skerinu. Serían fjallar um Ása sem vaknar eftir fyllerí á ókunnum slóðum. Hann hefur ekki grænan grun um það hvernig hann komst þangað en áttar sig fljótlega á því að hann sé í hættu. Tæknin mögnuð Sóla Þorsteinsdóttir, framkvæmdarstjóri Storytel segir fyrirtækið sífellt vera að prófa sig áfram með hljóðformið: „Við höfum lengi verið með drauma um að sjá hvernig við getum nýtt þetta form,“ segir hún. Hún bætir við að þau séu gríðarlega stolt af afrakstrinum og það sé gaman að sjá hvernig tæknin blandast saman við söguna með stórkostlegum hljóðheim sem var búinn til í kringum söguna. Haraldur Ari fer með hlutverk Ása í hljóðseríunni.Eva Schram Haraldur Ari er Ási Blaðamaður Lífsins hafði samband við Harald Ara sem fer með hlutverk Ása og fékk að heyra meira um verkefnið: Hvernig er að leika í hljóðseríu? Það eina sem maður hefur er röddin þannig það þarf allt að koma fram í textanum og hlustendur þurfa að leyfa ímyndunaraflinu að njóta sín. Ég gerði einu sinni útvarpsleikrit á RÚV , eiginlega unglinga leikrit svo ég var með smá reynslu af þessu formi. Ég lærði líka leiklist í London og þar fór ég í sérstakan útvarps áfanga. Þetta er mjög skemmtilegt ferli með mikið af texta sem maður þarf að treysta og leggja sig allan í að koma vel til skila. Hvernig fóru tökurnar fram?Við vorum öll í sama upptökuklefanum en svipað og með bíómyndir og seríur var allt tekið upp í mismunandi tímaröð. Fyrst tókum við upp senurnar sem allir eru í og svo fækkar hlutverkunum eftir því sem líður á senurnar í upptökuferlinu. View this post on Instagram A post shared by storytel.is (@storytel.is) Tengdir þú strax við Ása?Ég veit ekki hvort að ég tengdi við hann beint en ég kannaðist við týpuna. Hann er svona gaur sem er svolítið mikið fyrir sopann og tekur alltaf rangar ákvarðanir. Hann er svolítið að skíta upp á bak í lífinu almennt. Verður sagan færð á svið eða skjáinn í framtíðinni?Ekki svo ég viti til en ég myndi ekki segja nei við því að fara til Tenerife og taka upp seríu ef tækifærið kæmi upp. Ég myndi ekki hata það. En mér finnst frábært hvað ungt fólk er byrjað að hlusta mikið á bækur og er að ná að kynna sér efni í þessu formi sem það hefði mögulega ekki kynnt sér á annan hátt. Sjálfur komst ég nýlega upp á lagið með það að hlusta á íslenskar bækur og er búinn að ná að hlusta á margar slíkar. Leikhús Menning Bókmenntir Tengdar fréttir „Þarna eru „gamlir“ jaxlar og stórstjörnur ásamt leikurum framtíðarinnar“ Trölladans er frumsaminn rokksöngleikur, um Jonna sem lendir í tröllabyggð, eftir Guðmund Ólafsson en meðhöfundur og höfundur tónlistar er Friðrik Sturluson. Með aðalhlutverk fara Mikael Emil Kaaber, Birna Pétursdóttir, og Eyþór Ingi Gunnlaugsson. 23. júní 2022 13:01 „Ég er stærsti aðdáandi hennar“ Felix Bergsson og tengdadóttir hans Þuríður Blær Jóhannsdóttir tala saman inn á sögurnar um Ævintýri Freyju og Frikka sem Felix sjálfur er rithöfundurinn að og segir viðtökurnar hafa farið vonum framar. 24. júní 2022 14:30 Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Sigraði Eyrað Skerið er sería sem stóð uppi sem sigurvegari keppninnar Eyrað sem haldin er árlega á vegum Storytel. Þau Áslaug Torfadóttir og Ragnar Egilsson eru handritshöfundarnir sem skiluðu inn Skerinu. Serían fjallar um Ása sem vaknar eftir fyllerí á ókunnum slóðum. Hann hefur ekki grænan grun um það hvernig hann komst þangað en áttar sig fljótlega á því að hann sé í hættu. Tæknin mögnuð Sóla Þorsteinsdóttir, framkvæmdarstjóri Storytel segir fyrirtækið sífellt vera að prófa sig áfram með hljóðformið: „Við höfum lengi verið með drauma um að sjá hvernig við getum nýtt þetta form,“ segir hún. Hún bætir við að þau séu gríðarlega stolt af afrakstrinum og það sé gaman að sjá hvernig tæknin blandast saman við söguna með stórkostlegum hljóðheim sem var búinn til í kringum söguna. Haraldur Ari fer með hlutverk Ása í hljóðseríunni.Eva Schram Haraldur Ari er Ási Blaðamaður Lífsins hafði samband við Harald Ara sem fer með hlutverk Ása og fékk að heyra meira um verkefnið: Hvernig er að leika í hljóðseríu? Það eina sem maður hefur er röddin þannig það þarf allt að koma fram í textanum og hlustendur þurfa að leyfa ímyndunaraflinu að njóta sín. Ég gerði einu sinni útvarpsleikrit á RÚV , eiginlega unglinga leikrit svo ég var með smá reynslu af þessu formi. Ég lærði líka leiklist í London og þar fór ég í sérstakan útvarps áfanga. Þetta er mjög skemmtilegt ferli með mikið af texta sem maður þarf að treysta og leggja sig allan í að koma vel til skila. Hvernig fóru tökurnar fram?Við vorum öll í sama upptökuklefanum en svipað og með bíómyndir og seríur var allt tekið upp í mismunandi tímaröð. Fyrst tókum við upp senurnar sem allir eru í og svo fækkar hlutverkunum eftir því sem líður á senurnar í upptökuferlinu. View this post on Instagram A post shared by storytel.is (@storytel.is) Tengdir þú strax við Ása?Ég veit ekki hvort að ég tengdi við hann beint en ég kannaðist við týpuna. Hann er svona gaur sem er svolítið mikið fyrir sopann og tekur alltaf rangar ákvarðanir. Hann er svolítið að skíta upp á bak í lífinu almennt. Verður sagan færð á svið eða skjáinn í framtíðinni?Ekki svo ég viti til en ég myndi ekki segja nei við því að fara til Tenerife og taka upp seríu ef tækifærið kæmi upp. Ég myndi ekki hata það. En mér finnst frábært hvað ungt fólk er byrjað að hlusta mikið á bækur og er að ná að kynna sér efni í þessu formi sem það hefði mögulega ekki kynnt sér á annan hátt. Sjálfur komst ég nýlega upp á lagið með það að hlusta á íslenskar bækur og er búinn að ná að hlusta á margar slíkar.
Leikhús Menning Bókmenntir Tengdar fréttir „Þarna eru „gamlir“ jaxlar og stórstjörnur ásamt leikurum framtíðarinnar“ Trölladans er frumsaminn rokksöngleikur, um Jonna sem lendir í tröllabyggð, eftir Guðmund Ólafsson en meðhöfundur og höfundur tónlistar er Friðrik Sturluson. Með aðalhlutverk fara Mikael Emil Kaaber, Birna Pétursdóttir, og Eyþór Ingi Gunnlaugsson. 23. júní 2022 13:01 „Ég er stærsti aðdáandi hennar“ Felix Bergsson og tengdadóttir hans Þuríður Blær Jóhannsdóttir tala saman inn á sögurnar um Ævintýri Freyju og Frikka sem Felix sjálfur er rithöfundurinn að og segir viðtökurnar hafa farið vonum framar. 24. júní 2022 14:30 Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Þarna eru „gamlir“ jaxlar og stórstjörnur ásamt leikurum framtíðarinnar“ Trölladans er frumsaminn rokksöngleikur, um Jonna sem lendir í tröllabyggð, eftir Guðmund Ólafsson en meðhöfundur og höfundur tónlistar er Friðrik Sturluson. Með aðalhlutverk fara Mikael Emil Kaaber, Birna Pétursdóttir, og Eyþór Ingi Gunnlaugsson. 23. júní 2022 13:01
„Ég er stærsti aðdáandi hennar“ Felix Bergsson og tengdadóttir hans Þuríður Blær Jóhannsdóttir tala saman inn á sögurnar um Ævintýri Freyju og Frikka sem Felix sjálfur er rithöfundurinn að og segir viðtökurnar hafa farið vonum framar. 24. júní 2022 14:30