Fótbolti

„Hann er einhver sem ungu leikmennirnir geta lært mikið af“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Alfreð Finnbogason í leik með íslenska landsliðinu.
Alfreð Finnbogason í leik með íslenska landsliðinu. Getty/Laszlo Szirtesi

Alfreð Finnbogason æfir þessa dagana með lærisveinum Freys Alexanderssonar hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby.

Í samtali við heimasíðu Lyngby ræddi Freyr um veru Alfreðs hjá félaginu og hann segir að sínir menn geti lært ýmislegt af þessum reynda leikmanni.

„Alfreð er leikmaður sem á yfir hundrað leiki í þýsku úrvalsdeildinni og við þekkj­umst vel frá því ég starfaði með ís­lenska landsliðinu,“ sagði Freyr á heimasíðu Lyngby.

„Hann er án félags núna og þarf að helda sér í formi og honum þykir Lyngby vera félag sem hefur góð gæði og góða æfingaaðstöðu. Þannig að við erum ánægðir með það að hafa Alfreð í heimsókn.“

„Það hefur líka góð áhrif á leikmenn liðsins, sérstaklega ungu strákana í akademíunni, að hafa leikmann í þessum gæðaflokki með okkur á æfingu.“

„Þrátt fyrir það að Alfreð hafi þurft að glíma við mikil meiðsli undanfarin ár þá er hann klárlega leikmaður úr hærri gæðaflokki og með mikla reynslu. Hann er einhver sem ungu leikmennirnir geta lært mikið af,“ sagði Freyr að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×