„Ég held að hann kunni ekki reglurnar,“ sagði Toivonen í viðtali sem birtist í sænska miðlinum Expressen.
„Ef hann myndi kunna reglurnar hefði hann líklega ekki gert það sem hann gerði.“
Toivonen var einnig spurður út í það hvort honum þætti það rétt ákvörðun hjá dómaranum að senda Kristal af velli. Hann svaraði spurningunni ekki beint, en gaf þó í skyn að dómarinn hafi tekið rétta ákvörðun.
„Við vitum að við eigum ekki að gera svona. Við lentum í svona atvikum í fyrra og vitum hvaða afleiðingar þetta getur haft.“
Kristall Máni náði að æsa vel upp í blóðheitum stuðningsmönnum Malmö þegar hann stóð örfáa metra frá þeim og sussaði á þá. Það snérist þó við þegar rauða spjaldið fór á loft og skömmu síðar kom Toivonen Malmö í forystu á ný.
Svíarnir komust svo í 3-1 seint í síðari hálfleik áður en Helgi Guðjónsson minnkaði muninn fyrir Víking í uppbótartíma.