Arnar reyndi að fá Kára til að taka skóna af hillunni: „Ekki í myndinni“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júlí 2022 13:01 Kári Árnason fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í fyrra af innlifun Vísir/Hulda Margrét Vegna manneklu Íslands- og bikarmeistara Víkings í öftustu línu bað Arnar Gunnlaugsson, þjálfari liðsins, miðvörðinn fyrrverandi Kára Árnason að taka skóna af hillunni. Kári starfar í dag sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingum. Á blaðamannafundi Víkings fyrir stórleikinn gegn Malmö kom fram að Arnar hafði beðið Kára um að íhuga að taka skóna af hillunni og vera til taks ef eitthvað kæmi upp á. Kyle McLagan, miðvörður liðsins, viðbeinsbrotnaði á dögunum og verður frá í einhvern tíma. Víkingar eru því heldur fáliðaðir aftast á vellinum en hinn 39 ára gamli Kári segir það einfaldlega ekki koma til greina að rífa takkaskóna fram á nýjan leik. Here is the official squad for the game tonight @Malmo_FF @St2Sport @footballiceland#ChampionsLeague #fotboltinet #st2sport #vikesmalmö pic.twitter.com/LjvwbFJRqR— Víkingur (@vikingurfc) July 5, 2022 „Ég hef ekki gert meira en að skokka undanfarið hálft ár og því er þetta ekki inn í myndinni,“ sagði Kári hreinskilinn. Miðvörðurinn fyrrverandi þekkir vel til í Malmö en hann lék með liðinu frá 2015 til 2017. Kyle McLagan er ekki eini Víkingurinn sem er fjarri góðu gamni en Ingvar Jónsson, markvörður liðsins, er meiddur. Fyrrverandi landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson tók hanskana af hillunni til að geta aðstoðað Víkinga en Kári var ekki sama sinnis. Hannes Þór er þó ekki í leikmannahópi Víkinga í dag. Víkingar eru á góðu róli fyrir leik dagsins en lærisveinar Arnars hafa unnið átta leiki í röð. Hvort sá níundi komi í dag kemur í ljós en leikur Malmö og Víkings í undankeppni Meistaradeildar Evrópu hefst klukkan 17.00. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport en útsending hefst 20 mínútum fyrr eða 16.40. Fótbolti Víkingur Reykjavík Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira
Á blaðamannafundi Víkings fyrir stórleikinn gegn Malmö kom fram að Arnar hafði beðið Kára um að íhuga að taka skóna af hillunni og vera til taks ef eitthvað kæmi upp á. Kyle McLagan, miðvörður liðsins, viðbeinsbrotnaði á dögunum og verður frá í einhvern tíma. Víkingar eru því heldur fáliðaðir aftast á vellinum en hinn 39 ára gamli Kári segir það einfaldlega ekki koma til greina að rífa takkaskóna fram á nýjan leik. Here is the official squad for the game tonight @Malmo_FF @St2Sport @footballiceland#ChampionsLeague #fotboltinet #st2sport #vikesmalmö pic.twitter.com/LjvwbFJRqR— Víkingur (@vikingurfc) July 5, 2022 „Ég hef ekki gert meira en að skokka undanfarið hálft ár og því er þetta ekki inn í myndinni,“ sagði Kári hreinskilinn. Miðvörðurinn fyrrverandi þekkir vel til í Malmö en hann lék með liðinu frá 2015 til 2017. Kyle McLagan er ekki eini Víkingurinn sem er fjarri góðu gamni en Ingvar Jónsson, markvörður liðsins, er meiddur. Fyrrverandi landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson tók hanskana af hillunni til að geta aðstoðað Víkinga en Kári var ekki sama sinnis. Hannes Þór er þó ekki í leikmannahópi Víkinga í dag. Víkingar eru á góðu róli fyrir leik dagsins en lærisveinar Arnars hafa unnið átta leiki í röð. Hvort sá níundi komi í dag kemur í ljós en leikur Malmö og Víkings í undankeppni Meistaradeildar Evrópu hefst klukkan 17.00. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport en útsending hefst 20 mínútum fyrr eða 16.40.
Fótbolti Víkingur Reykjavík Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira