Í dag komast Frakklandshjólreiðarnar loksins til Frakklands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2022 15:30 Það var mjög vel mætt í Danmörku þegar Frakklandshjólreiðarnar fóru þar í gegn. AP/Thibault Camus Tour de France, frægasta hjólreiðakeppni heims, er nú á fjórða degi en fram til þessa hafa Frakklandshjólreiðarnar þó ekki verið hjólaðar í Frakklandi þrátt fyrir að þrír dagar séu að baki. Frakklandshjólreiðar ársins hófust nefnilega í Kaupmannahöfn í ár en fyrstu þrír keppnisdagarnir fóru fram í Danmörku. Danir eru miklu hjólreiðaáhugamenn og fengu því að halda fyrstu þrjár dagleiðirnar í keppni ársins. Það var mikil stemmning eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by DR Sporten (@drsporten) Þetta er í fyrsta sinn sem Frakklandshjólreiðarnar byrja í Danmörku og þær hafa líka byrjað jafn norðarlega. Keppendur þurftu nú ekki samt að kvarta mikið yfir veðrinu í Danmörku sem var frábært. 23 sinnum áður hafa Frakklandshjólreiðarnar byrjað utan Frakklands en Danmörk er tíunda þjóðin sem fær þann heiður að hýsa fyrstu dagleiðirnar. Danir áttu að fá að gera þetta í fyrra en því var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrsta daginn voru hjólaðir þrettán kílómetrar í Kaupmannahöfn, þá 202,5 kílómetrar frá Hróarskeldu til Nyborg á Fjóni og á þeim síðasta hjóluðu kapparnir 182 kílómetra frá Vejle í Jótlandi til Sønderborg við landamærin við Þýskaland. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá danska hlutanum og meðal annars þegar hjólað var yfir Stórabeltisbrúna. View this post on Instagram A post shared by DR Sporten (@drsporten) Eftir þessa þrjá fyrstu keppnisdaga var Belginn Wout van Aert með forystuna en landi hans Yves Lampaert vann fyrstu dagleiðina en Hollendingarnir Fabio Jakobsen og Dylan Groenewegen næstu tvær. Eftir einn hvíldardag á meðan liðin og hjólreiðakapparnir fluttu sig yfir til Frakklands þá hefst keppnin með fjórðu dagleið. Nú verður hjólað frá Dunkirk til Calais nyrst í Frakklandi og telur 171,5 kílómetra. Eftir flatlendið í Danmörku verður mun meira um hæðir á þessari leið. Alls verður 21 keppnisdagur í Frakklandshjólreiðunum en þeim líkur ekki fyrr en 24. júlí næstkomandi. Hjólreiðar Frakklandshjólreiðarnar Frakkland Mest lesið „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Rut barnshafandi Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjá meira
Frakklandshjólreiðar ársins hófust nefnilega í Kaupmannahöfn í ár en fyrstu þrír keppnisdagarnir fóru fram í Danmörku. Danir eru miklu hjólreiðaáhugamenn og fengu því að halda fyrstu þrjár dagleiðirnar í keppni ársins. Það var mikil stemmning eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by DR Sporten (@drsporten) Þetta er í fyrsta sinn sem Frakklandshjólreiðarnar byrja í Danmörku og þær hafa líka byrjað jafn norðarlega. Keppendur þurftu nú ekki samt að kvarta mikið yfir veðrinu í Danmörku sem var frábært. 23 sinnum áður hafa Frakklandshjólreiðarnar byrjað utan Frakklands en Danmörk er tíunda þjóðin sem fær þann heiður að hýsa fyrstu dagleiðirnar. Danir áttu að fá að gera þetta í fyrra en því var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrsta daginn voru hjólaðir þrettán kílómetrar í Kaupmannahöfn, þá 202,5 kílómetrar frá Hróarskeldu til Nyborg á Fjóni og á þeim síðasta hjóluðu kapparnir 182 kílómetra frá Vejle í Jótlandi til Sønderborg við landamærin við Þýskaland. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá danska hlutanum og meðal annars þegar hjólað var yfir Stórabeltisbrúna. View this post on Instagram A post shared by DR Sporten (@drsporten) Eftir þessa þrjá fyrstu keppnisdaga var Belginn Wout van Aert með forystuna en landi hans Yves Lampaert vann fyrstu dagleiðina en Hollendingarnir Fabio Jakobsen og Dylan Groenewegen næstu tvær. Eftir einn hvíldardag á meðan liðin og hjólreiðakapparnir fluttu sig yfir til Frakklands þá hefst keppnin með fjórðu dagleið. Nú verður hjólað frá Dunkirk til Calais nyrst í Frakklandi og telur 171,5 kílómetra. Eftir flatlendið í Danmörku verður mun meira um hæðir á þessari leið. Alls verður 21 keppnisdagur í Frakklandshjólreiðunum en þeim líkur ekki fyrr en 24. júlí næstkomandi.
Hjólreiðar Frakklandshjólreiðarnar Frakkland Mest lesið „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Rut barnshafandi Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjá meira