Tekur Anna Sif við þeirri stöðu af Sigríði Guðmundsdóttir sem hefur verið innri endurskoðandi bankans frá árinu 2019.
Hlutverk innri endurskoðanda er að meta hvort innra eftirlit í daglegri starfsemi bankans og dótturfélaga sé fullnægjandi. Á hann að veita óháða og hlutlæga staðfestingu og ráðgjöf sem er ætlað að vera virðisaukandi og bæta reksturinn. Innri endurskoðun starfar óháð öðrum deildum í skipulagi bankans og yfirmaður sviðsins hefur þannig beinar starfslegar boðleiðir til stjórnarinnar.
Áður en Anna Sif tók við sem innri endurskoðandi MP banka (forvera Kviku) í ársbyrjun 2013 var hún meðal annars fjármálastjóri Regins, forstöðumaður reikningshalds hjá fasteignafélaginu Stoðum og starfaði hjá KPMG.
Anna Sif er löggiltur endurskoðandi, með Cand Oecon gráðu í viðskiptafræði, próf í verðbréfarétti og BA í sagnfræði frá Háskóla Íslands.