Þrettán skelfilegar mínútur Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. júlí 2022 20:00 Blómvendir lagðir við inngang Fields til minningar um þau sem létust í árásinni. AP Maðurinn sem er grunaður um að hafa skotið þrjá til bana í verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn í gær verður í varðhaldi á geðdeild út mánuðinn. Myndbönd úr eftirlitsmyndavélum gætu skipt sköpum við rannsókn málsins. Örvinglun og skelfing greip um sig meðal fólks í og við Fields-verslunarmiðstöðina þegar skothríð hófst þar inni síðdegis í gær. 22 ára danskur karlmaður var handtekinn á vettvangi. Myndbönd eins og sjást í fréttinni hér fyrir ofan, sem sýna manninn ganga um verslunarmiðstöðina með riffil og skjóta, dreifðust hratt á samfélagsmiðlum í gær. Lögreglu hefur borist gríðarlegt magn myndefnis af árásinni og hún telur að jafnvel verði hægt að kortleggja framvindu árásarinnar í heild með upptökum úr eftirlitsmyndavélum inni í Fields. „Frá 17:35, þegar við fáum tilkynningu, og þar til við handtökum hinn grunaða klukkan 17:48, líða 13 mínútur. Þessar 13 mínútur liðu eins og heil eilífð og það sem gerðist á þessum 13 mínútum er það sem við þurfum að rannsaka og teikna upp,“ sagði Dannie Rise hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn sem fer fyrir rannsókninni á blaðamannafundi síðdegis. Maðurinn var leiddur fyrir dómara í dag og ákærður fyrir að hafa orðið þremur að bana og gert tilraun til að bana sjö. Hin látnu voru sautján ára Danir, piltur og stúlka, auk rússnesks ríkisborgara á fimmtugsaldri. Lögregla telur engin tengsl milli mannsins og þeirra sem hann skaut á. Ástæðan að baki voðaverkinu er enn í rannsókn. Falleg stund í Jónshúsi Prestur íslenska sendiráðsins í Kaupmannahöfn og fulltrúar sendiráðsins tóku á móti tuttugu Íslendingum í Jónshúsi í dag. „Fólk var ánægt með að fá tækifæri til að koma og spjalla, létta aðeins á hjarta sínu og hitta og tala við aðra sem höfðu verið í Fields í gærkvöldi og voru að upplifa svolítið það sama og það sjálft,“ segir Helga Hauksdóttir, sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn. Þó að lífið gangi sinn vanagang í borginni séu Danir slegnir. „Þetta hefur auðvitað áhrif á fólk. Og ég er alveg viss um það að þetta er svona atburður sem fólk mun ekkert gleyma svo glatt,“ segir Helga. Danmörk Skotárás í Field's í Kaupmannahöfn Tengdar fréttir Kanna hvort ástæða sé til að herða vopnalöggjöfina „Það þyrmir yfir mann hreinlega, yfir svona fullkomlega tilgangslausu ódæðisverki,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um skotárásina sem gerð var í Fields-verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn í gær. 4. júlí 2022 19:26 Borgarstjóri sendir samúðarkveðjur til Kaupmannahafnar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sendir Sophie Hæstorp Anderson, borgarstjóra í Kaupmannahöfn, innilegar samúðarkveðjur vegna skotárásarinnar sem átti sér stað í verslunarmiðstöðinni Field‘s í Kaupmannahöfn í gær. 4. júlí 2022 15:15 „Ég heyrði skothljóð en ætlaði samt ekki að trúa þessu“ Íslensk kona sem var við störf í verslunarmiðstöðinni Fields í Kaupmannahöfn í gær þegar árásarmaður hóf skothríð segir upplifunina bæði skelfilega og óraunverulega. Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn segir borgarbúa slegna. Opið hús verður í Jónshúsi í Kaupmannahöfn þar sem Íslendingar geta rætt við prest og starfsmenn sendiráðsins. 4. júlí 2022 12:18 Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Sjá meira
Örvinglun og skelfing greip um sig meðal fólks í og við Fields-verslunarmiðstöðina þegar skothríð hófst þar inni síðdegis í gær. 22 ára danskur karlmaður var handtekinn á vettvangi. Myndbönd eins og sjást í fréttinni hér fyrir ofan, sem sýna manninn ganga um verslunarmiðstöðina með riffil og skjóta, dreifðust hratt á samfélagsmiðlum í gær. Lögreglu hefur borist gríðarlegt magn myndefnis af árásinni og hún telur að jafnvel verði hægt að kortleggja framvindu árásarinnar í heild með upptökum úr eftirlitsmyndavélum inni í Fields. „Frá 17:35, þegar við fáum tilkynningu, og þar til við handtökum hinn grunaða klukkan 17:48, líða 13 mínútur. Þessar 13 mínútur liðu eins og heil eilífð og það sem gerðist á þessum 13 mínútum er það sem við þurfum að rannsaka og teikna upp,“ sagði Dannie Rise hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn sem fer fyrir rannsókninni á blaðamannafundi síðdegis. Maðurinn var leiddur fyrir dómara í dag og ákærður fyrir að hafa orðið þremur að bana og gert tilraun til að bana sjö. Hin látnu voru sautján ára Danir, piltur og stúlka, auk rússnesks ríkisborgara á fimmtugsaldri. Lögregla telur engin tengsl milli mannsins og þeirra sem hann skaut á. Ástæðan að baki voðaverkinu er enn í rannsókn. Falleg stund í Jónshúsi Prestur íslenska sendiráðsins í Kaupmannahöfn og fulltrúar sendiráðsins tóku á móti tuttugu Íslendingum í Jónshúsi í dag. „Fólk var ánægt með að fá tækifæri til að koma og spjalla, létta aðeins á hjarta sínu og hitta og tala við aðra sem höfðu verið í Fields í gærkvöldi og voru að upplifa svolítið það sama og það sjálft,“ segir Helga Hauksdóttir, sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn. Þó að lífið gangi sinn vanagang í borginni séu Danir slegnir. „Þetta hefur auðvitað áhrif á fólk. Og ég er alveg viss um það að þetta er svona atburður sem fólk mun ekkert gleyma svo glatt,“ segir Helga.
Danmörk Skotárás í Field's í Kaupmannahöfn Tengdar fréttir Kanna hvort ástæða sé til að herða vopnalöggjöfina „Það þyrmir yfir mann hreinlega, yfir svona fullkomlega tilgangslausu ódæðisverki,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um skotárásina sem gerð var í Fields-verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn í gær. 4. júlí 2022 19:26 Borgarstjóri sendir samúðarkveðjur til Kaupmannahafnar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sendir Sophie Hæstorp Anderson, borgarstjóra í Kaupmannahöfn, innilegar samúðarkveðjur vegna skotárásarinnar sem átti sér stað í verslunarmiðstöðinni Field‘s í Kaupmannahöfn í gær. 4. júlí 2022 15:15 „Ég heyrði skothljóð en ætlaði samt ekki að trúa þessu“ Íslensk kona sem var við störf í verslunarmiðstöðinni Fields í Kaupmannahöfn í gær þegar árásarmaður hóf skothríð segir upplifunina bæði skelfilega og óraunverulega. Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn segir borgarbúa slegna. Opið hús verður í Jónshúsi í Kaupmannahöfn þar sem Íslendingar geta rætt við prest og starfsmenn sendiráðsins. 4. júlí 2022 12:18 Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Sjá meira
Kanna hvort ástæða sé til að herða vopnalöggjöfina „Það þyrmir yfir mann hreinlega, yfir svona fullkomlega tilgangslausu ódæðisverki,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um skotárásina sem gerð var í Fields-verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn í gær. 4. júlí 2022 19:26
Borgarstjóri sendir samúðarkveðjur til Kaupmannahafnar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sendir Sophie Hæstorp Anderson, borgarstjóra í Kaupmannahöfn, innilegar samúðarkveðjur vegna skotárásarinnar sem átti sér stað í verslunarmiðstöðinni Field‘s í Kaupmannahöfn í gær. 4. júlí 2022 15:15
„Ég heyrði skothljóð en ætlaði samt ekki að trúa þessu“ Íslensk kona sem var við störf í verslunarmiðstöðinni Fields í Kaupmannahöfn í gær þegar árásarmaður hóf skothríð segir upplifunina bæði skelfilega og óraunverulega. Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn segir borgarbúa slegna. Opið hús verður í Jónshúsi í Kaupmannahöfn þar sem Íslendingar geta rætt við prest og starfsmenn sendiráðsins. 4. júlí 2022 12:18