Þrettán skelfilegar mínútur Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. júlí 2022 20:00 Blómvendir lagðir við inngang Fields til minningar um þau sem létust í árásinni. AP Maðurinn sem er grunaður um að hafa skotið þrjá til bana í verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn í gær verður í varðhaldi á geðdeild út mánuðinn. Myndbönd úr eftirlitsmyndavélum gætu skipt sköpum við rannsókn málsins. Örvinglun og skelfing greip um sig meðal fólks í og við Fields-verslunarmiðstöðina þegar skothríð hófst þar inni síðdegis í gær. 22 ára danskur karlmaður var handtekinn á vettvangi. Myndbönd eins og sjást í fréttinni hér fyrir ofan, sem sýna manninn ganga um verslunarmiðstöðina með riffil og skjóta, dreifðust hratt á samfélagsmiðlum í gær. Lögreglu hefur borist gríðarlegt magn myndefnis af árásinni og hún telur að jafnvel verði hægt að kortleggja framvindu árásarinnar í heild með upptökum úr eftirlitsmyndavélum inni í Fields. „Frá 17:35, þegar við fáum tilkynningu, og þar til við handtökum hinn grunaða klukkan 17:48, líða 13 mínútur. Þessar 13 mínútur liðu eins og heil eilífð og það sem gerðist á þessum 13 mínútum er það sem við þurfum að rannsaka og teikna upp,“ sagði Dannie Rise hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn sem fer fyrir rannsókninni á blaðamannafundi síðdegis. Maðurinn var leiddur fyrir dómara í dag og ákærður fyrir að hafa orðið þremur að bana og gert tilraun til að bana sjö. Hin látnu voru sautján ára Danir, piltur og stúlka, auk rússnesks ríkisborgara á fimmtugsaldri. Lögregla telur engin tengsl milli mannsins og þeirra sem hann skaut á. Ástæðan að baki voðaverkinu er enn í rannsókn. Falleg stund í Jónshúsi Prestur íslenska sendiráðsins í Kaupmannahöfn og fulltrúar sendiráðsins tóku á móti tuttugu Íslendingum í Jónshúsi í dag. „Fólk var ánægt með að fá tækifæri til að koma og spjalla, létta aðeins á hjarta sínu og hitta og tala við aðra sem höfðu verið í Fields í gærkvöldi og voru að upplifa svolítið það sama og það sjálft,“ segir Helga Hauksdóttir, sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn. Þó að lífið gangi sinn vanagang í borginni séu Danir slegnir. „Þetta hefur auðvitað áhrif á fólk. Og ég er alveg viss um það að þetta er svona atburður sem fólk mun ekkert gleyma svo glatt,“ segir Helga. Danmörk Skotárás í Field's í Kaupmannahöfn Tengdar fréttir Kanna hvort ástæða sé til að herða vopnalöggjöfina „Það þyrmir yfir mann hreinlega, yfir svona fullkomlega tilgangslausu ódæðisverki,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um skotárásina sem gerð var í Fields-verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn í gær. 4. júlí 2022 19:26 Borgarstjóri sendir samúðarkveðjur til Kaupmannahafnar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sendir Sophie Hæstorp Anderson, borgarstjóra í Kaupmannahöfn, innilegar samúðarkveðjur vegna skotárásarinnar sem átti sér stað í verslunarmiðstöðinni Field‘s í Kaupmannahöfn í gær. 4. júlí 2022 15:15 „Ég heyrði skothljóð en ætlaði samt ekki að trúa þessu“ Íslensk kona sem var við störf í verslunarmiðstöðinni Fields í Kaupmannahöfn í gær þegar árásarmaður hóf skothríð segir upplifunina bæði skelfilega og óraunverulega. Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn segir borgarbúa slegna. Opið hús verður í Jónshúsi í Kaupmannahöfn þar sem Íslendingar geta rætt við prest og starfsmenn sendiráðsins. 4. júlí 2022 12:18 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Örvinglun og skelfing greip um sig meðal fólks í og við Fields-verslunarmiðstöðina þegar skothríð hófst þar inni síðdegis í gær. 22 ára danskur karlmaður var handtekinn á vettvangi. Myndbönd eins og sjást í fréttinni hér fyrir ofan, sem sýna manninn ganga um verslunarmiðstöðina með riffil og skjóta, dreifðust hratt á samfélagsmiðlum í gær. Lögreglu hefur borist gríðarlegt magn myndefnis af árásinni og hún telur að jafnvel verði hægt að kortleggja framvindu árásarinnar í heild með upptökum úr eftirlitsmyndavélum inni í Fields. „Frá 17:35, þegar við fáum tilkynningu, og þar til við handtökum hinn grunaða klukkan 17:48, líða 13 mínútur. Þessar 13 mínútur liðu eins og heil eilífð og það sem gerðist á þessum 13 mínútum er það sem við þurfum að rannsaka og teikna upp,“ sagði Dannie Rise hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn sem fer fyrir rannsókninni á blaðamannafundi síðdegis. Maðurinn var leiddur fyrir dómara í dag og ákærður fyrir að hafa orðið þremur að bana og gert tilraun til að bana sjö. Hin látnu voru sautján ára Danir, piltur og stúlka, auk rússnesks ríkisborgara á fimmtugsaldri. Lögregla telur engin tengsl milli mannsins og þeirra sem hann skaut á. Ástæðan að baki voðaverkinu er enn í rannsókn. Falleg stund í Jónshúsi Prestur íslenska sendiráðsins í Kaupmannahöfn og fulltrúar sendiráðsins tóku á móti tuttugu Íslendingum í Jónshúsi í dag. „Fólk var ánægt með að fá tækifæri til að koma og spjalla, létta aðeins á hjarta sínu og hitta og tala við aðra sem höfðu verið í Fields í gærkvöldi og voru að upplifa svolítið það sama og það sjálft,“ segir Helga Hauksdóttir, sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn. Þó að lífið gangi sinn vanagang í borginni séu Danir slegnir. „Þetta hefur auðvitað áhrif á fólk. Og ég er alveg viss um það að þetta er svona atburður sem fólk mun ekkert gleyma svo glatt,“ segir Helga.
Danmörk Skotárás í Field's í Kaupmannahöfn Tengdar fréttir Kanna hvort ástæða sé til að herða vopnalöggjöfina „Það þyrmir yfir mann hreinlega, yfir svona fullkomlega tilgangslausu ódæðisverki,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um skotárásina sem gerð var í Fields-verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn í gær. 4. júlí 2022 19:26 Borgarstjóri sendir samúðarkveðjur til Kaupmannahafnar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sendir Sophie Hæstorp Anderson, borgarstjóra í Kaupmannahöfn, innilegar samúðarkveðjur vegna skotárásarinnar sem átti sér stað í verslunarmiðstöðinni Field‘s í Kaupmannahöfn í gær. 4. júlí 2022 15:15 „Ég heyrði skothljóð en ætlaði samt ekki að trúa þessu“ Íslensk kona sem var við störf í verslunarmiðstöðinni Fields í Kaupmannahöfn í gær þegar árásarmaður hóf skothríð segir upplifunina bæði skelfilega og óraunverulega. Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn segir borgarbúa slegna. Opið hús verður í Jónshúsi í Kaupmannahöfn þar sem Íslendingar geta rætt við prest og starfsmenn sendiráðsins. 4. júlí 2022 12:18 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Kanna hvort ástæða sé til að herða vopnalöggjöfina „Það þyrmir yfir mann hreinlega, yfir svona fullkomlega tilgangslausu ódæðisverki,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um skotárásina sem gerð var í Fields-verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn í gær. 4. júlí 2022 19:26
Borgarstjóri sendir samúðarkveðjur til Kaupmannahafnar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sendir Sophie Hæstorp Anderson, borgarstjóra í Kaupmannahöfn, innilegar samúðarkveðjur vegna skotárásarinnar sem átti sér stað í verslunarmiðstöðinni Field‘s í Kaupmannahöfn í gær. 4. júlí 2022 15:15
„Ég heyrði skothljóð en ætlaði samt ekki að trúa þessu“ Íslensk kona sem var við störf í verslunarmiðstöðinni Fields í Kaupmannahöfn í gær þegar árásarmaður hóf skothríð segir upplifunina bæði skelfilega og óraunverulega. Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn segir borgarbúa slegna. Opið hús verður í Jónshúsi í Kaupmannahöfn þar sem Íslendingar geta rætt við prest og starfsmenn sendiráðsins. 4. júlí 2022 12:18