Nostalgíumynd ársins í NBA-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2022 16:31 Stephen Curry og sonur hans Canon mættu um helgina á leik Golden State Warriors og Sacramento Kings í Sumardeild NBA. Getty/Scott Strazzante Stephen Curry fetaði í fótspor föður síns og varð stjarna í NBA-deildinni í körfubolta. Fjölmiðlar hafa í gegnum tíðina verið duglegir að rifja upp mynd sem var tekin af þeim feðgum þegar Steph var fjögurra ára. Nú hefur Steph „endurtekið“ leikinn. Ljósmyndarar náðu nefnilega mynd af Stephen Curry með ungum syni sínum Canon Curry á körfuboltaleik á dögunum og þá voru minnugir fljótir að bera hana saman við myndina sem var tekin fyrir þrjátíu árum síðan. Úr varð þá mögulega nostalgíumynd ársins í NBA-deildinni en hana má sjá hér fyrir neðan. 30 YEARS APART!!! (1992) Dell Curry with his 4-year old son Stephen Curry (2022) Stephen Curry with his 4-year old son Canon Curry #NBAReact Zeus Posted by NBA REACT on Sunnudagur, 3. júlí 2022 Canon Curry (fæddur 2018) er þriðja barn þeirra Steph og Ayeshu Curry en fyrir áttu þau stelpurnar Riley (2012) og Ryan (2015). Steph var að klára frábært tímabil þar sem hann varð NBA-meistari í fjórða sinn með liði Golden State Warriors og var nú í fyrsta sinn kosinn besti leikmaður úrslitaeinvígsins. Steph er nú búinn að spila 826 deildarleiki í NBA-deildinni og er með 24,3 stig, 6,5 stoðsendingare og 3,8 þriggja stiga körfur að meðaltali í þeim. Hann hefur skorað fleiri þriggja stiga körfur en nokkur annar í deildinni eða alls 3117 talsins. Steph var með 31,2 stig, 5,0 stoðsendingar og 5,2 þrista í leik í lokaúrslitunum á móti Boston Celtics. Dell Curry, faðir Steph, spilaði 1083 deildarleiki í NBA-deildinni frá 1986 til 2002 en byrjaði þó aðeins 99 af þessum leikjum. Hann skoraði 11,7 stig að meðaltali í þessum leikjum og setti niður 1245 þriggja stiga skot. Dell spilaði með fimm félögum í deildinni en tíu af sextán tímabilum sínum með liði Charlotte Hornets. Steph Curry fæddist í Cleveland í mars 1988 þegar Dell faðir hans var á sínu eina tímabili með Cleveland Cavaliers. NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Ljósmyndarar náðu nefnilega mynd af Stephen Curry með ungum syni sínum Canon Curry á körfuboltaleik á dögunum og þá voru minnugir fljótir að bera hana saman við myndina sem var tekin fyrir þrjátíu árum síðan. Úr varð þá mögulega nostalgíumynd ársins í NBA-deildinni en hana má sjá hér fyrir neðan. 30 YEARS APART!!! (1992) Dell Curry with his 4-year old son Stephen Curry (2022) Stephen Curry with his 4-year old son Canon Curry #NBAReact Zeus Posted by NBA REACT on Sunnudagur, 3. júlí 2022 Canon Curry (fæddur 2018) er þriðja barn þeirra Steph og Ayeshu Curry en fyrir áttu þau stelpurnar Riley (2012) og Ryan (2015). Steph var að klára frábært tímabil þar sem hann varð NBA-meistari í fjórða sinn með liði Golden State Warriors og var nú í fyrsta sinn kosinn besti leikmaður úrslitaeinvígsins. Steph er nú búinn að spila 826 deildarleiki í NBA-deildinni og er með 24,3 stig, 6,5 stoðsendingare og 3,8 þriggja stiga körfur að meðaltali í þeim. Hann hefur skorað fleiri þriggja stiga körfur en nokkur annar í deildinni eða alls 3117 talsins. Steph var með 31,2 stig, 5,0 stoðsendingar og 5,2 þrista í leik í lokaúrslitunum á móti Boston Celtics. Dell Curry, faðir Steph, spilaði 1083 deildarleiki í NBA-deildinni frá 1986 til 2002 en byrjaði þó aðeins 99 af þessum leikjum. Hann skoraði 11,7 stig að meðaltali í þessum leikjum og setti niður 1245 þriggja stiga skot. Dell spilaði með fimm félögum í deildinni en tíu af sextán tímabilum sínum með liði Charlotte Hornets. Steph Curry fæddist í Cleveland í mars 1988 þegar Dell faðir hans var á sínu eina tímabili með Cleveland Cavaliers.
NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum