Man Utd segir Ronaldo ekki til sölu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júlí 2022 10:32 Manchester United vill halda Cristiano Ronaldo en Portúgalinn ku vilja yfirgefa félagið. Manchester United/Getty Images Cristiano Ronaldo, hinn 37 ára gamli framherji Manchester United, er ekki til sölu ef marka má nýjustu fréttir frá Englandi. Ronaldo hafði óskað eftir sölu frá félaginu vegna metnaðarleysis á félagaskiptamarkaðnum. Þá komst Man United ekki í Meistaradeild Evrópu. Landsliðsmenn Man United mæta til æfinga í dag og greindi Sky Sports frá því að Ronaldo ætti að vera þar á meðal. Skömmu síðar var staðfest að Ronaldo yrði ekki meðal þeirra leikmanna sem myndu snúa aftur úr fríi í dag, fjölskylduástæður liggja þar að baki samkvæmt yfirlýsingu félagsins. Þeir leikmenn sem tóku þátt í landsliðsverkefnum í júní fengu eilítið lengra frí en aðrir leikmenn Man Utd mættu á sína fyrstu æfingu undir stjórn Erik ten Hag fyrir viku síðan. Það hefur lítið gengið hjá Man United á félagaskiptamarkaðnum. Ten Hag hefur verið á höttunum á eftir Frenkie de Jong, miðjumanni Barcelona, en sá vill hvorki fara frá Katalóníu né virðist Barcelona vilja selja hann. Vinstri bakvörðurinn Tyrell Malacia er genginn til liðs við félagið og er nú einn sex bakvarða í aðalliðshóp félagsins. Í frétt Sky kemur fram að Man United veit raunar ekki hvort Ronaldo mun mæta á æfingu né hvort hann sé á Bretlandseyjum yfir höfuð. Þrátt fyrir það og alla umræðuna í kringum Ronaldo undanfarna daga þá hefur Man United haldið því statt og stöðugt fram að leikmaðurinn sé ekki til sölu. #MUFC insist Cristiano Ronaldo is not for sale despite his intention to leave the club United expect Ronaldo to return to training this morning.pic.twitter.com/JPu6BagpF3— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 4, 2022 Á vef The Athletic er farið yfir stöðu mála hjá Ronaldo en Ralf Rangnick, þáverandi þjálfari liðsins, stakk upp á því að selja hinn 37 ára gamla Ronaldo í janúar og kaupa nýjan framherja í staðinn. Forráðamenn félagsins tóku það ekki í mál en rétt tæpu hálfi ári síðar vill Ronaldo sjálfur færa sig um set. Hvert hann myndi fara er stóra spurningin en Chelsea virðist eini raunhæfi möguleikinn innan Englands. París Saint-Germain vill ekki „bling bling“ lengur og það eru ekki mörg félög sem geta borgað leikmanni sem verður 38 ára í febrúar næstkomandi sömu laun og Man United en talið er að Ronaldo þéni um hálfa milljón punda á viku. #MUFC unsure when Ronaldo will report back this week Talks with Ten Hag planned + going on tour non-negotiable Rangnick proposed selling and replacing him in Jan Club adamant he stays - have not pursued a striker@stujames75 @lauriewhitwell https://t.co/1K7RgRvrQ7— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 4, 2022 Ronaldo er samningsbundinn Man Utd út næstu leiktíð og vill félagið vilja halda honum. Leikmaðurinn sjálfur vill samkvæmt öllum fréttum spila í Meistaradeild Evrópu enda er það sú keppni þar sem hann hefur borið höfuð og herðar yfir sína helstu keppinauta í gegnum árin. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Landsliðsmenn Man United mæta til æfinga í dag og greindi Sky Sports frá því að Ronaldo ætti að vera þar á meðal. Skömmu síðar var staðfest að Ronaldo yrði ekki meðal þeirra leikmanna sem myndu snúa aftur úr fríi í dag, fjölskylduástæður liggja þar að baki samkvæmt yfirlýsingu félagsins. Þeir leikmenn sem tóku þátt í landsliðsverkefnum í júní fengu eilítið lengra frí en aðrir leikmenn Man Utd mættu á sína fyrstu æfingu undir stjórn Erik ten Hag fyrir viku síðan. Það hefur lítið gengið hjá Man United á félagaskiptamarkaðnum. Ten Hag hefur verið á höttunum á eftir Frenkie de Jong, miðjumanni Barcelona, en sá vill hvorki fara frá Katalóníu né virðist Barcelona vilja selja hann. Vinstri bakvörðurinn Tyrell Malacia er genginn til liðs við félagið og er nú einn sex bakvarða í aðalliðshóp félagsins. Í frétt Sky kemur fram að Man United veit raunar ekki hvort Ronaldo mun mæta á æfingu né hvort hann sé á Bretlandseyjum yfir höfuð. Þrátt fyrir það og alla umræðuna í kringum Ronaldo undanfarna daga þá hefur Man United haldið því statt og stöðugt fram að leikmaðurinn sé ekki til sölu. #MUFC insist Cristiano Ronaldo is not for sale despite his intention to leave the club United expect Ronaldo to return to training this morning.pic.twitter.com/JPu6BagpF3— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 4, 2022 Á vef The Athletic er farið yfir stöðu mála hjá Ronaldo en Ralf Rangnick, þáverandi þjálfari liðsins, stakk upp á því að selja hinn 37 ára gamla Ronaldo í janúar og kaupa nýjan framherja í staðinn. Forráðamenn félagsins tóku það ekki í mál en rétt tæpu hálfi ári síðar vill Ronaldo sjálfur færa sig um set. Hvert hann myndi fara er stóra spurningin en Chelsea virðist eini raunhæfi möguleikinn innan Englands. París Saint-Germain vill ekki „bling bling“ lengur og það eru ekki mörg félög sem geta borgað leikmanni sem verður 38 ára í febrúar næstkomandi sömu laun og Man United en talið er að Ronaldo þéni um hálfa milljón punda á viku. #MUFC unsure when Ronaldo will report back this week Talks with Ten Hag planned + going on tour non-negotiable Rangnick proposed selling and replacing him in Jan Club adamant he stays - have not pursued a striker@stujames75 @lauriewhitwell https://t.co/1K7RgRvrQ7— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 4, 2022 Ronaldo er samningsbundinn Man Utd út næstu leiktíð og vill félagið vilja halda honum. Leikmaðurinn sjálfur vill samkvæmt öllum fréttum spila í Meistaradeild Evrópu enda er það sú keppni þar sem hann hefur borið höfuð og herðar yfir sína helstu keppinauta í gegnum árin.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira