Höfuðborginni breytt á svipstundu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 3. júlí 2022 23:37 Mette Frederiksen. EPA-EFE/Ólafur Steinar Gestsson Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sendi frá sér yfirlýsingu vegna skotárásarinnar í Kaupmannahöfn í kvöld. Drottning landsins gerði slíkt hið sama sem og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. „Danmörk varð fyrir skelfilegri árás á sunnudagskvöld. Nokkrir voru drepnir og enn fleiri særðir. Saklausar fjölskyldur að versla eða borða. Börn, unglingar og fullorðnir,“ segir í yfirlýsingu Mette Frederiksen. Hún sendir samúðarkveðjur til aðstandenda og þeirra sem urðu vitni að þessum hræðilega atburði. „ „Ég hvet Dani til þess að standa saman á þessum erfiðu tímum. Bjarta sumarið hefur verið hrifsað af okkur á hrottalegan hátt. Það er óskiljanlegt.“ Þá sagði Frederiksen að „öruggu og fallegu“ höfuðborg Dana hefði verið breytt á sekúndubroti. „Að lokum vil ég hvetja alla til að fylgja fyrirmælum yfirvalda áfram.“ Ástandið kalli á samheldni Drottningin og krónprinshjónin hafa sendu einnig frá sér yfirlýsingu vegna árásarinnar: „Í kvöld höfum við fengið átakanlegar fréttir af alvarlegu atvikunum í Kaupmannahöfn fyrr í dag. Við vitum ekki að fullu umfang harmleiksins en þegar er ljóst að fleiri hafa týnt lífi og að enn fleiri hafa slasast. Hugur okkar og samúð er með fórnarlömbunum, aðstandendum þeirra og öllum þeim sem urðu fyrir barðinu á harmleiknum. Ástandið kallar á samheldni og umhyggju og viljum við þakka lögreglu, neyðarþjónustu og heilbrigðisyfirvöldum fyrir skjótar og árangursríkar aðgerðir á þessum tímum,“ segir í yfirlýsingunni. „Við stöndum með ykkur“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra vottar Dönum einnig samúð sína á Twitter. Hjerteskærende nyheder fra København i aften hvor menneskeliv er blevet tabt på grund af uforståelig og meningsløs vold. Den danske befolkning er i Islændingernes tanker i dag. Vi står med jer.— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) July 3, 2022 Danmörk Skotárás í Field's í Kaupmannahöfn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Sjá meira
„Danmörk varð fyrir skelfilegri árás á sunnudagskvöld. Nokkrir voru drepnir og enn fleiri særðir. Saklausar fjölskyldur að versla eða borða. Börn, unglingar og fullorðnir,“ segir í yfirlýsingu Mette Frederiksen. Hún sendir samúðarkveðjur til aðstandenda og þeirra sem urðu vitni að þessum hræðilega atburði. „ „Ég hvet Dani til þess að standa saman á þessum erfiðu tímum. Bjarta sumarið hefur verið hrifsað af okkur á hrottalegan hátt. Það er óskiljanlegt.“ Þá sagði Frederiksen að „öruggu og fallegu“ höfuðborg Dana hefði verið breytt á sekúndubroti. „Að lokum vil ég hvetja alla til að fylgja fyrirmælum yfirvalda áfram.“ Ástandið kalli á samheldni Drottningin og krónprinshjónin hafa sendu einnig frá sér yfirlýsingu vegna árásarinnar: „Í kvöld höfum við fengið átakanlegar fréttir af alvarlegu atvikunum í Kaupmannahöfn fyrr í dag. Við vitum ekki að fullu umfang harmleiksins en þegar er ljóst að fleiri hafa týnt lífi og að enn fleiri hafa slasast. Hugur okkar og samúð er með fórnarlömbunum, aðstandendum þeirra og öllum þeim sem urðu fyrir barðinu á harmleiknum. Ástandið kallar á samheldni og umhyggju og viljum við þakka lögreglu, neyðarþjónustu og heilbrigðisyfirvöldum fyrir skjótar og árangursríkar aðgerðir á þessum tímum,“ segir í yfirlýsingunni. „Við stöndum með ykkur“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra vottar Dönum einnig samúð sína á Twitter. Hjerteskærende nyheder fra København i aften hvor menneskeliv er blevet tabt på grund af uforståelig og meningsløs vold. Den danske befolkning er i Islændingernes tanker i dag. Vi står med jer.— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) July 3, 2022
Danmörk Skotárás í Field's í Kaupmannahöfn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Sjá meira