Sainz náði í fyrsta sigur sinn í Formúlu 1 á Silverstone eftir frábæran kappakstur Árni Jóhannsson skrifar 3. júlí 2022 16:45 Carlos Sainz að sigla heim sigrinum á Silverstone í dag. GETTY IMAGES Carlos Sainz vann Breska kappaksturinn sem fram fór á Silverstone brautinni í Englandi í dag. Þetta var fyrsti sigur Sainz í Formúlu 1 en hann náði í sinn fyrsta ráspól í gær. Kappaksturinn var fullur af dramatík og var sigurinn í mikilli hættu á tímabili. Sainz var eins og áður segir á ráspól í fyrsta sinn en þegar kappaksturinn hófst þá missti hann Max Verstappen fram úr sér en hafði heppnina með sér að endurræsa þurfti kappaksturinn. Endurræsa þurfti kappaksturinn vegna áreksturs sem varð til þess að Zhou Guanyu velti bílnum sínum og lenti fyrir utan öryggisvegg brautarinnar. Þegar áreksturinn var settur af stað aftur þá var það gert með upprunalegri röðun á ráspól þannig að Sainz endurheimti fyrsta ráspól. Það var gert vegna þess að ekki voru allir bílarnir komnir framhjá öryggisbíla línunni þegar rauða fánanum var flaggað til að stöðva áreksturinn. Mikið var um snertingu á milli bíla og skemmdir á þeim í kjölfarið og tapaði Max Verstappen stöðu sína en hann byrjaði í öðru sæti en endaði í því sjöunda að lokum. Þegar stutt var eftir þá þurfti öryggisbíllinn að koma út á brautina og það gerði það að verkum að hópurinn þéttist fyrir síðustu fimm eða sex hringina. Sergio Perez og Charles Leclerc í baráttunni í dag.GETTY IMAGES Sainz náði að halda í fyrsta sætið en sætin fyrir aftan hann breyttust heldur betur og á tímabili var Lewis Hamilton í öðru sæti og liðsfélagi Sainz, Charles Leclerc, í því þriðja en mikil barátta var um tvö síðustu verðlaunasætin. Sergio Perez á Red Bull náði þá að lauma sér í annað sætið í þeirri baráttu og endaði þar. Hamilton tók annað sætið og Leclerc þurfti að sætta sig við fjórða sætið. Gamla brýnið Fernando Alonso á Alpine bílnum náði að koma sér í fimmta sæti og gerði tilkall til efri sætanna. Charles Leclerc þurfti að lúta í lægra grasi fyrir Lewis Hamilton í baráttunni um verðlaunasæti.GETTY IMAGES Eftir Breska kappaksturinn heldur Max Verstappen efsta sæti í keppni ökuþóra, Sergio Perez er í öðru sæti og Charles Leclerc í því þriðja. Carlos Sainz er þá kominn í það fjórða. Í keppni bílasmiða er Red Bull efstir og með þokkalegt forskot á Ferrari sem er í öðru sæti og í því þriðja situr Mercedes. Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Sainz var eins og áður segir á ráspól í fyrsta sinn en þegar kappaksturinn hófst þá missti hann Max Verstappen fram úr sér en hafði heppnina með sér að endurræsa þurfti kappaksturinn. Endurræsa þurfti kappaksturinn vegna áreksturs sem varð til þess að Zhou Guanyu velti bílnum sínum og lenti fyrir utan öryggisvegg brautarinnar. Þegar áreksturinn var settur af stað aftur þá var það gert með upprunalegri röðun á ráspól þannig að Sainz endurheimti fyrsta ráspól. Það var gert vegna þess að ekki voru allir bílarnir komnir framhjá öryggisbíla línunni þegar rauða fánanum var flaggað til að stöðva áreksturinn. Mikið var um snertingu á milli bíla og skemmdir á þeim í kjölfarið og tapaði Max Verstappen stöðu sína en hann byrjaði í öðru sæti en endaði í því sjöunda að lokum. Þegar stutt var eftir þá þurfti öryggisbíllinn að koma út á brautina og það gerði það að verkum að hópurinn þéttist fyrir síðustu fimm eða sex hringina. Sergio Perez og Charles Leclerc í baráttunni í dag.GETTY IMAGES Sainz náði að halda í fyrsta sætið en sætin fyrir aftan hann breyttust heldur betur og á tímabili var Lewis Hamilton í öðru sæti og liðsfélagi Sainz, Charles Leclerc, í því þriðja en mikil barátta var um tvö síðustu verðlaunasætin. Sergio Perez á Red Bull náði þá að lauma sér í annað sætið í þeirri baráttu og endaði þar. Hamilton tók annað sætið og Leclerc þurfti að sætta sig við fjórða sætið. Gamla brýnið Fernando Alonso á Alpine bílnum náði að koma sér í fimmta sæti og gerði tilkall til efri sætanna. Charles Leclerc þurfti að lúta í lægra grasi fyrir Lewis Hamilton í baráttunni um verðlaunasæti.GETTY IMAGES Eftir Breska kappaksturinn heldur Max Verstappen efsta sæti í keppni ökuþóra, Sergio Perez er í öðru sæti og Charles Leclerc í því þriðja. Carlos Sainz er þá kominn í það fjórða. Í keppni bílasmiða er Red Bull efstir og með þokkalegt forskot á Ferrari sem er í öðru sæti og í því þriðja situr Mercedes.
Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira