Hægt að ná hæstu tindum ef fólk vinnur saman í hópflæði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. júlí 2022 07:01 Jef Van den Hout doktor í sálfræði við tækniháskólann í Eindhoven í Hollandi segir að ef svokallað hópflæði næst í hóp geti hann náð undraverðum árangri. Í sameiningu geti fólk náð toppum sem það gæti ekki annars. Vísir/Ívar Doktor í sálfræði segir að með því að kenna fólki nýja nálgun í samvinnu og hópvinnu sé hægt að ná fram mun betri afköstum og starfsánægju á vinnustöðum. Í flóknari verkefnum sé ákjósanlegast að hafa ekki fleiri en 4-6 í hópi. Jef Van den Hout doktor í sálfræði við tækniháskólann í Eindhoven í Hollandi segir að með því að kenna fólki ákveðnar aðferðir í hópavinnu sé hægt að ná fram hámarksafköstum og aukinni starfsgleði. Hann er sérfræðingur í fyrirbæri sem nefnist á ensku Team Flow sem þýða má sem hópflæði. Ef það náist í samstarfi fólks geti hópurinn náð undraverðum árangri. Í sameiningu geti fólk náð toppum sem það gæti ekki annars. „Hópflæði er það besta í aðstæðum þar sem samvinna fer fram. Þá nýtur hver maður þess sem hann gerir og hópurinn nær á sama tíma sínu besta fram,“ segir Jef. Jef er meðal fyrirlesara á ráðstefnu sem fer nú fram í Hörpu um Jákvæða sálfræði þar sem hátt í sjö hundruð manns taka þátt. Hann hefur kennt hópum að nota þessa aðferðafræði með góðum árangri og segir mikilvægt að í upphafi marki hópurinn sameiginlega sýn og markmið. „Hópurinn þarf að hafa krefjandi markmið. Það þarf að skipta verkefnum niður á einstaklinga í hópnum svo hver og einn geti nýtt sinn persónulega styrk. Brýnt er að geta átt opin tjáskipti svo fólk upplifi sig í öruggu umhverfi þar sem það er í lagi að gera mistök. Ef mistök verða þá þarf viðhorfið að vera að það eigi að læra af þeim en alls ekki skamma viðkomandi,“ segir hann. Jef segir hægt að þjálfa þessa hæfni hjá fólki. „Meðlimir hópsins þurfa að fá þjálfun í að vinna saman á skilvirkan, árangursríkan og skemmtilegan hátt,“ segir Jef. Hann segir að fjöldi í hóp geti líka haft áhrif á gæði hans. „Það er oft talað um að fjöldi í hóp megi ekki vera fleiri en sjö. Ef um er að ræða flókin verkefni er gott að vera ekki í stærri hópi en 4-6 manna. Í Hollandi eru teymi í heilbrigðisþjónustu takmörkuð við níu manns,“ segir Jef. Geðheilbrigði Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Tengdar fréttir Telur Íslendinga ofnota þunglyndislyf og mælir með núvitund Einn virtasti prófessor samtímans í sálfræði og geðlækningum telur Íslendinga ofnota þunglyndislyf. Hann bendir á að rannsóknir hafi sýnt að dagleg hugleiðsla í stuttan tíma geti haft mun jákvæðari áhrif á andlega heilsu fólks til lengri tíma en lyf. 1. júlí 2022 19:00 Þurfi að endurhugsa geðheilbrigðismálin Sviðsstjóri hjá Landlæknisembættinu segir mikilvægt að bregðast við aukinni vanlíðan hjá Íslendingum. Það skjóti skökku við að niðurgreiða aðeins þunglyndis-og kvíðalyf en ekki sálfræðiþjónustu. 1. júlí 2022 13:00 Mest lesið Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Jef Van den Hout doktor í sálfræði við tækniháskólann í Eindhoven í Hollandi segir að með því að kenna fólki ákveðnar aðferðir í hópavinnu sé hægt að ná fram hámarksafköstum og aukinni starfsgleði. Hann er sérfræðingur í fyrirbæri sem nefnist á ensku Team Flow sem þýða má sem hópflæði. Ef það náist í samstarfi fólks geti hópurinn náð undraverðum árangri. Í sameiningu geti fólk náð toppum sem það gæti ekki annars. „Hópflæði er það besta í aðstæðum þar sem samvinna fer fram. Þá nýtur hver maður þess sem hann gerir og hópurinn nær á sama tíma sínu besta fram,“ segir Jef. Jef er meðal fyrirlesara á ráðstefnu sem fer nú fram í Hörpu um Jákvæða sálfræði þar sem hátt í sjö hundruð manns taka þátt. Hann hefur kennt hópum að nota þessa aðferðafræði með góðum árangri og segir mikilvægt að í upphafi marki hópurinn sameiginlega sýn og markmið. „Hópurinn þarf að hafa krefjandi markmið. Það þarf að skipta verkefnum niður á einstaklinga í hópnum svo hver og einn geti nýtt sinn persónulega styrk. Brýnt er að geta átt opin tjáskipti svo fólk upplifi sig í öruggu umhverfi þar sem það er í lagi að gera mistök. Ef mistök verða þá þarf viðhorfið að vera að það eigi að læra af þeim en alls ekki skamma viðkomandi,“ segir hann. Jef segir hægt að þjálfa þessa hæfni hjá fólki. „Meðlimir hópsins þurfa að fá þjálfun í að vinna saman á skilvirkan, árangursríkan og skemmtilegan hátt,“ segir Jef. Hann segir að fjöldi í hóp geti líka haft áhrif á gæði hans. „Það er oft talað um að fjöldi í hóp megi ekki vera fleiri en sjö. Ef um er að ræða flókin verkefni er gott að vera ekki í stærri hópi en 4-6 manna. Í Hollandi eru teymi í heilbrigðisþjónustu takmörkuð við níu manns,“ segir Jef.
Geðheilbrigði Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Tengdar fréttir Telur Íslendinga ofnota þunglyndislyf og mælir með núvitund Einn virtasti prófessor samtímans í sálfræði og geðlækningum telur Íslendinga ofnota þunglyndislyf. Hann bendir á að rannsóknir hafi sýnt að dagleg hugleiðsla í stuttan tíma geti haft mun jákvæðari áhrif á andlega heilsu fólks til lengri tíma en lyf. 1. júlí 2022 19:00 Þurfi að endurhugsa geðheilbrigðismálin Sviðsstjóri hjá Landlæknisembættinu segir mikilvægt að bregðast við aukinni vanlíðan hjá Íslendingum. Það skjóti skökku við að niðurgreiða aðeins þunglyndis-og kvíðalyf en ekki sálfræðiþjónustu. 1. júlí 2022 13:00 Mest lesið Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Telur Íslendinga ofnota þunglyndislyf og mælir með núvitund Einn virtasti prófessor samtímans í sálfræði og geðlækningum telur Íslendinga ofnota þunglyndislyf. Hann bendir á að rannsóknir hafi sýnt að dagleg hugleiðsla í stuttan tíma geti haft mun jákvæðari áhrif á andlega heilsu fólks til lengri tíma en lyf. 1. júlí 2022 19:00
Þurfi að endurhugsa geðheilbrigðismálin Sviðsstjóri hjá Landlæknisembættinu segir mikilvægt að bregðast við aukinni vanlíðan hjá Íslendingum. Það skjóti skökku við að niðurgreiða aðeins þunglyndis-og kvíðalyf en ekki sálfræðiþjónustu. 1. júlí 2022 13:00