Hægt að ná hæstu tindum ef fólk vinnur saman í hópflæði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. júlí 2022 07:01 Jef Van den Hout doktor í sálfræði við tækniháskólann í Eindhoven í Hollandi segir að ef svokallað hópflæði næst í hóp geti hann náð undraverðum árangri. Í sameiningu geti fólk náð toppum sem það gæti ekki annars. Vísir/Ívar Doktor í sálfræði segir að með því að kenna fólki nýja nálgun í samvinnu og hópvinnu sé hægt að ná fram mun betri afköstum og starfsánægju á vinnustöðum. Í flóknari verkefnum sé ákjósanlegast að hafa ekki fleiri en 4-6 í hópi. Jef Van den Hout doktor í sálfræði við tækniháskólann í Eindhoven í Hollandi segir að með því að kenna fólki ákveðnar aðferðir í hópavinnu sé hægt að ná fram hámarksafköstum og aukinni starfsgleði. Hann er sérfræðingur í fyrirbæri sem nefnist á ensku Team Flow sem þýða má sem hópflæði. Ef það náist í samstarfi fólks geti hópurinn náð undraverðum árangri. Í sameiningu geti fólk náð toppum sem það gæti ekki annars. „Hópflæði er það besta í aðstæðum þar sem samvinna fer fram. Þá nýtur hver maður þess sem hann gerir og hópurinn nær á sama tíma sínu besta fram,“ segir Jef. Jef er meðal fyrirlesara á ráðstefnu sem fer nú fram í Hörpu um Jákvæða sálfræði þar sem hátt í sjö hundruð manns taka þátt. Hann hefur kennt hópum að nota þessa aðferðafræði með góðum árangri og segir mikilvægt að í upphafi marki hópurinn sameiginlega sýn og markmið. „Hópurinn þarf að hafa krefjandi markmið. Það þarf að skipta verkefnum niður á einstaklinga í hópnum svo hver og einn geti nýtt sinn persónulega styrk. Brýnt er að geta átt opin tjáskipti svo fólk upplifi sig í öruggu umhverfi þar sem það er í lagi að gera mistök. Ef mistök verða þá þarf viðhorfið að vera að það eigi að læra af þeim en alls ekki skamma viðkomandi,“ segir hann. Jef segir hægt að þjálfa þessa hæfni hjá fólki. „Meðlimir hópsins þurfa að fá þjálfun í að vinna saman á skilvirkan, árangursríkan og skemmtilegan hátt,“ segir Jef. Hann segir að fjöldi í hóp geti líka haft áhrif á gæði hans. „Það er oft talað um að fjöldi í hóp megi ekki vera fleiri en sjö. Ef um er að ræða flókin verkefni er gott að vera ekki í stærri hópi en 4-6 manna. Í Hollandi eru teymi í heilbrigðisþjónustu takmörkuð við níu manns,“ segir Jef. Geðheilbrigði Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Tengdar fréttir Telur Íslendinga ofnota þunglyndislyf og mælir með núvitund Einn virtasti prófessor samtímans í sálfræði og geðlækningum telur Íslendinga ofnota þunglyndislyf. Hann bendir á að rannsóknir hafi sýnt að dagleg hugleiðsla í stuttan tíma geti haft mun jákvæðari áhrif á andlega heilsu fólks til lengri tíma en lyf. 1. júlí 2022 19:00 Þurfi að endurhugsa geðheilbrigðismálin Sviðsstjóri hjá Landlæknisembættinu segir mikilvægt að bregðast við aukinni vanlíðan hjá Íslendingum. Það skjóti skökku við að niðurgreiða aðeins þunglyndis-og kvíðalyf en ekki sálfræðiþjónustu. 1. júlí 2022 13:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Jef Van den Hout doktor í sálfræði við tækniháskólann í Eindhoven í Hollandi segir að með því að kenna fólki ákveðnar aðferðir í hópavinnu sé hægt að ná fram hámarksafköstum og aukinni starfsgleði. Hann er sérfræðingur í fyrirbæri sem nefnist á ensku Team Flow sem þýða má sem hópflæði. Ef það náist í samstarfi fólks geti hópurinn náð undraverðum árangri. Í sameiningu geti fólk náð toppum sem það gæti ekki annars. „Hópflæði er það besta í aðstæðum þar sem samvinna fer fram. Þá nýtur hver maður þess sem hann gerir og hópurinn nær á sama tíma sínu besta fram,“ segir Jef. Jef er meðal fyrirlesara á ráðstefnu sem fer nú fram í Hörpu um Jákvæða sálfræði þar sem hátt í sjö hundruð manns taka þátt. Hann hefur kennt hópum að nota þessa aðferðafræði með góðum árangri og segir mikilvægt að í upphafi marki hópurinn sameiginlega sýn og markmið. „Hópurinn þarf að hafa krefjandi markmið. Það þarf að skipta verkefnum niður á einstaklinga í hópnum svo hver og einn geti nýtt sinn persónulega styrk. Brýnt er að geta átt opin tjáskipti svo fólk upplifi sig í öruggu umhverfi þar sem það er í lagi að gera mistök. Ef mistök verða þá þarf viðhorfið að vera að það eigi að læra af þeim en alls ekki skamma viðkomandi,“ segir hann. Jef segir hægt að þjálfa þessa hæfni hjá fólki. „Meðlimir hópsins þurfa að fá þjálfun í að vinna saman á skilvirkan, árangursríkan og skemmtilegan hátt,“ segir Jef. Hann segir að fjöldi í hóp geti líka haft áhrif á gæði hans. „Það er oft talað um að fjöldi í hóp megi ekki vera fleiri en sjö. Ef um er að ræða flókin verkefni er gott að vera ekki í stærri hópi en 4-6 manna. Í Hollandi eru teymi í heilbrigðisþjónustu takmörkuð við níu manns,“ segir Jef.
Geðheilbrigði Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Tengdar fréttir Telur Íslendinga ofnota þunglyndislyf og mælir með núvitund Einn virtasti prófessor samtímans í sálfræði og geðlækningum telur Íslendinga ofnota þunglyndislyf. Hann bendir á að rannsóknir hafi sýnt að dagleg hugleiðsla í stuttan tíma geti haft mun jákvæðari áhrif á andlega heilsu fólks til lengri tíma en lyf. 1. júlí 2022 19:00 Þurfi að endurhugsa geðheilbrigðismálin Sviðsstjóri hjá Landlæknisembættinu segir mikilvægt að bregðast við aukinni vanlíðan hjá Íslendingum. Það skjóti skökku við að niðurgreiða aðeins þunglyndis-og kvíðalyf en ekki sálfræðiþjónustu. 1. júlí 2022 13:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Telur Íslendinga ofnota þunglyndislyf og mælir með núvitund Einn virtasti prófessor samtímans í sálfræði og geðlækningum telur Íslendinga ofnota þunglyndislyf. Hann bendir á að rannsóknir hafi sýnt að dagleg hugleiðsla í stuttan tíma geti haft mun jákvæðari áhrif á andlega heilsu fólks til lengri tíma en lyf. 1. júlí 2022 19:00
Þurfi að endurhugsa geðheilbrigðismálin Sviðsstjóri hjá Landlæknisembættinu segir mikilvægt að bregðast við aukinni vanlíðan hjá Íslendingum. Það skjóti skökku við að niðurgreiða aðeins þunglyndis-og kvíðalyf en ekki sálfræðiþjónustu. 1. júlí 2022 13:00