Lenglet á leið til Tottenham Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júlí 2022 18:00 Lenglet hefur líklega klædd sig í sítt síðasta vesti á æfingu Barcelona. EPA-EFE/Alejandro Garcia Franski miðvörðurinn Clément Lenglet, leikmaður Barcelona, virðist vera á leið til Tottenham Hotspur. Félögin eiga eftir að semja um kaupverðið en leikmaðurinn hefur samið um kaup og kjör við Lundúnaliðið. Antonio Conte hefur heldur betur styrkt lið sitt það sem af er sumri. Hinn risastóri Fraser Forster kom á frjálsri sölu frá Southampton en hann á að veita Hugo Lloris samkeppni milli stanganna. Króatinn fjölhæfi Ivan Perišić kom frá Inter Milan, einnig á frjálsri sölu. Hann mun að öllum líkindum leika í stöðu vinstri vængbakvarðar en getur einnig leikið hægra megin sem og ofar á vellinum. Akkerið Yves Bissouma kom frá Brighton & Hove Albion en hann leikur í stöðu djúps miðjumanns og þá var brasilíski framherjinn Richarlison keyptur frá Everton. Conte er þó hvergi nærri hættur og virðist sem fimmti leikmaðurinn sé á leiðinni. Það er hinn 27 ára gamli miðvörður Lenglet sem hefur leikið með Barcelona á Spáni frá árinu 2018. Þar áður lék hann með Sevilla á Spáni og Nancy í heimalandinu. Hann á að baki 15 A-landsleiki fyrir Frakkland en hefur ekki verið inn í myndinni hjá Börsungum að undanförnu. Tottenham have now reached full agreement with Clément Lenglet on personal terms. He s happy to join Spurs with Antonio Conte pushing to have him. #THFCTottenham and Barcelona are still in direct contact to resolve final details of the loan deal, then here we go, soon. pic.twitter.com/CEGCXfltUd— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 1, 2022 Hvort hann komi á láni eða verði keyptur kemur í ljós á næstu dögum en það virðist nær staðfest að Lenglet verði leikmaður Tottenham áður en langt um líður. Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Sjá meira
Antonio Conte hefur heldur betur styrkt lið sitt það sem af er sumri. Hinn risastóri Fraser Forster kom á frjálsri sölu frá Southampton en hann á að veita Hugo Lloris samkeppni milli stanganna. Króatinn fjölhæfi Ivan Perišić kom frá Inter Milan, einnig á frjálsri sölu. Hann mun að öllum líkindum leika í stöðu vinstri vængbakvarðar en getur einnig leikið hægra megin sem og ofar á vellinum. Akkerið Yves Bissouma kom frá Brighton & Hove Albion en hann leikur í stöðu djúps miðjumanns og þá var brasilíski framherjinn Richarlison keyptur frá Everton. Conte er þó hvergi nærri hættur og virðist sem fimmti leikmaðurinn sé á leiðinni. Það er hinn 27 ára gamli miðvörður Lenglet sem hefur leikið með Barcelona á Spáni frá árinu 2018. Þar áður lék hann með Sevilla á Spáni og Nancy í heimalandinu. Hann á að baki 15 A-landsleiki fyrir Frakkland en hefur ekki verið inn í myndinni hjá Börsungum að undanförnu. Tottenham have now reached full agreement with Clément Lenglet on personal terms. He s happy to join Spurs with Antonio Conte pushing to have him. #THFCTottenham and Barcelona are still in direct contact to resolve final details of the loan deal, then here we go, soon. pic.twitter.com/CEGCXfltUd— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 1, 2022 Hvort hann komi á láni eða verði keyptur kemur í ljós á næstu dögum en það virðist nær staðfest að Lenglet verði leikmaður Tottenham áður en langt um líður.
Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Sjá meira