Dómarar ósáttir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. júlí 2022 14:27 Kjartan Bjarni Björgvinsson er formaður Dómarafélags Íslands. Vísir/Vilhelm Dómarafélag Íslands er ósátt við að kjör félagsmanna rýrni eftir að tilkynnt var um að laun helstu ráðamanna og embættismanna ríkisins hafi verið ofgreidd undanfarin þrjú ár. Formaður félagsins segir að dómarar muni leita réttar síns vegna málsins. Tilkynnt var í dag að vegna þess að miðað hafi verið við vitlaust viðmið við útreikning árlegra launabreytinga helstu ráðamanna og embættismanna þjóðarinnar hafi þeir fengið ofgreidd laun undanfarin þrjú ár. Reiknað er með að um alls hafi um 105 milljónir verið ofgreiddar til 260 einstaklinga. Gerð verður krafa um að ofgreiddu launin verði endurgreidd. Dómarafélagið segir í yfirlýsingu sem birt er á Facebook-síðu Kjartans Bjarna Björgvinssonar, dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og formann Dómarafélagsins, að í þessu felist einhliða og afturvirk skerðing á kjörum dómara. Í samtali við Vísi segir Kjartan Bjarni að dómarar muni að óbreyttu leita réttars síns vegna málsins. Vísar hann í skýrt dómafordæmi um að launþegum beri ekki að endurgreiða ofgreidd laun hafi þeir þegið þau í góðri trú. Í yfirlýsingu Dómarafélagsins segir einnig að verið sé að vega að rétti borgara til réttlátrar málsmeðferðar. „Þessi aðgerð setur alla sem reka mál á hendur ríkinu í þá stöðu að eiga von á því að framkvæmdavaldið geti lækkað laun dómara eftir eigin geðþótta. Þar með eru borgararnir sviptir réttlátri málsmeðferð og því að geta borið mál sín undir sjálfstæðan og óvilhallan dómstól í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu,“ skrifar Kjartan Bjarni á Facebook. Yfirlýsing dómarafélagsins Dómarafélag Íslands mótmælir harðlega ólögmætri ákvörðun fjármálaráðherra um einhliða og afturvirka skerðingu á kjörum dómara. Ákvörðunin er í andstöðu við gildandi lög um launakjör dómara og með henni er vegið að rétti borgaranna til réttlátrar málsmeðferðar fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Aðgerðirnar fela í sér atlögu framkvæmdavaldsins að dómsvaldinu sem ekki á sér hliðstæðu í íslenskri réttarsögu. Dómstólar Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ráðamenn þjóðarinnar fengið ofgreidd laun í þrjú ár Komið hefur í ljós að Fjársýsla ríkisins hefur undanfarin þrjú ár ofgreitt laun forseta Íslands, ráðherra og ýmissa embættismanna. Viðkomandi þurfa að endurgreiða ofgreiddu launin. 1. júlí 2022 12:34 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Tilkynnt var í dag að vegna þess að miðað hafi verið við vitlaust viðmið við útreikning árlegra launabreytinga helstu ráðamanna og embættismanna þjóðarinnar hafi þeir fengið ofgreidd laun undanfarin þrjú ár. Reiknað er með að um alls hafi um 105 milljónir verið ofgreiddar til 260 einstaklinga. Gerð verður krafa um að ofgreiddu launin verði endurgreidd. Dómarafélagið segir í yfirlýsingu sem birt er á Facebook-síðu Kjartans Bjarna Björgvinssonar, dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og formann Dómarafélagsins, að í þessu felist einhliða og afturvirk skerðing á kjörum dómara. Í samtali við Vísi segir Kjartan Bjarni að dómarar muni að óbreyttu leita réttars síns vegna málsins. Vísar hann í skýrt dómafordæmi um að launþegum beri ekki að endurgreiða ofgreidd laun hafi þeir þegið þau í góðri trú. Í yfirlýsingu Dómarafélagsins segir einnig að verið sé að vega að rétti borgara til réttlátrar málsmeðferðar. „Þessi aðgerð setur alla sem reka mál á hendur ríkinu í þá stöðu að eiga von á því að framkvæmdavaldið geti lækkað laun dómara eftir eigin geðþótta. Þar með eru borgararnir sviptir réttlátri málsmeðferð og því að geta borið mál sín undir sjálfstæðan og óvilhallan dómstól í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu,“ skrifar Kjartan Bjarni á Facebook. Yfirlýsing dómarafélagsins Dómarafélag Íslands mótmælir harðlega ólögmætri ákvörðun fjármálaráðherra um einhliða og afturvirka skerðingu á kjörum dómara. Ákvörðunin er í andstöðu við gildandi lög um launakjör dómara og með henni er vegið að rétti borgaranna til réttlátrar málsmeðferðar fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Aðgerðirnar fela í sér atlögu framkvæmdavaldsins að dómsvaldinu sem ekki á sér hliðstæðu í íslenskri réttarsögu.
Yfirlýsing dómarafélagsins Dómarafélag Íslands mótmælir harðlega ólögmætri ákvörðun fjármálaráðherra um einhliða og afturvirka skerðingu á kjörum dómara. Ákvörðunin er í andstöðu við gildandi lög um launakjör dómara og með henni er vegið að rétti borgaranna til réttlátrar málsmeðferðar fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Aðgerðirnar fela í sér atlögu framkvæmdavaldsins að dómsvaldinu sem ekki á sér hliðstæðu í íslenskri réttarsögu.
Dómstólar Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ráðamenn þjóðarinnar fengið ofgreidd laun í þrjú ár Komið hefur í ljós að Fjársýsla ríkisins hefur undanfarin þrjú ár ofgreitt laun forseta Íslands, ráðherra og ýmissa embættismanna. Viðkomandi þurfa að endurgreiða ofgreiddu launin. 1. júlí 2022 12:34 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Ráðamenn þjóðarinnar fengið ofgreidd laun í þrjú ár Komið hefur í ljós að Fjársýsla ríkisins hefur undanfarin þrjú ár ofgreitt laun forseta Íslands, ráðherra og ýmissa embættismanna. Viðkomandi þurfa að endurgreiða ofgreiddu launin. 1. júlí 2022 12:34
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent