Evrópumótaröðin afturkallar ekki refsingar þeirra sem gengu til liðs við LIV Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. júlí 2022 16:30 Keith Pelley, forstjóri DP World Tour, hefur svarað þeim kylfingum sem gengu til liðs við LIV-mótaröðina fullum hálsi. Stuart Franklin/Getty Images Forráðamenn Evrópumótaraðarinnar í golfi, DP World Tour, ætla sér ekki að afturkalla refsingar þeirra kylfinga sem tóku þátt á fyrsta móti sádí-arabísku LIV-mótaraðarinnar á dögunum. Sextán kylfingar sendu frá sér opið bréf fyrr í dag þar sem þeir hótuðu að sækja Evrópumótaröðina til saka ef forráðamenn hennar myndu ekki afturkalla sektir og keppnisbönn þeirra fyrir að taka þátt á opnunarmóti LIV-mótaraðarinnar. Eins og sagt var frá hér á Vísi fyrr í dag var hver og einn af þessum sextán kylfingum sektaður hundrað þúsund pund, eða rúmlega sextán milljónir króna, ásamt því að kylfingarnir fá ekki að taka þátt á þremur mótum á vegum Evrópumótaraðarinnar. Kylfingarnir sendu forráðamönnum Evrópumótaraðarinnar bréf þar sem kallað var eftir því að refsingar þeirra yrðu endurskoðaðar. Keith Pelley, forstjóri Evrópumótaraðarinnar segir hins vegar að í bréfinu hafi ekki verið farið með rétt mál. „Til fjölmiðla hefur lekið bréf sem okkur barst frá nokkrum kylfingum sem leika á LIV-mótaröðinni. Bréfið inniheldur ýmsar rangfærslur sem ekki er hægt að láta liggja ósvöruðum,“ sagði Pelley í yfirlýsingu sinni fyrr í dag. „Áður en þeir gengu til liðs við LIV-mótaröðina vissu kylfingarnir að það myndi bera í för með sér afleiðingar ef þeir myndu velja peninga fram yfir keppni. Margir þeirra skildu og sættu sig við það. Eins og einn kylfingur sagði í viðtali fyrr á árinu: „Ef ég verð settur í bann, þá verð ég settur í bann.“ Það er því ekki trúlegt að einhverjir þeirra séu nú hissa á því að við höfum gripið til þeirra aðgerða sem við höfum gert. Bréf þetta segir að þeim sé annt um Evrópumótaröðina, en greining á þátttökutölum nokkurra af betri kylfingum mótaraðarinnar gefur annað til kynna.“ Statement from DP World Tour Chief Executive Keith Pelley.— DP World Tour (@DPWorldTour) July 1, 2022 Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Sextán kylfingar sendu frá sér opið bréf fyrr í dag þar sem þeir hótuðu að sækja Evrópumótaröðina til saka ef forráðamenn hennar myndu ekki afturkalla sektir og keppnisbönn þeirra fyrir að taka þátt á opnunarmóti LIV-mótaraðarinnar. Eins og sagt var frá hér á Vísi fyrr í dag var hver og einn af þessum sextán kylfingum sektaður hundrað þúsund pund, eða rúmlega sextán milljónir króna, ásamt því að kylfingarnir fá ekki að taka þátt á þremur mótum á vegum Evrópumótaraðarinnar. Kylfingarnir sendu forráðamönnum Evrópumótaraðarinnar bréf þar sem kallað var eftir því að refsingar þeirra yrðu endurskoðaðar. Keith Pelley, forstjóri Evrópumótaraðarinnar segir hins vegar að í bréfinu hafi ekki verið farið með rétt mál. „Til fjölmiðla hefur lekið bréf sem okkur barst frá nokkrum kylfingum sem leika á LIV-mótaröðinni. Bréfið inniheldur ýmsar rangfærslur sem ekki er hægt að láta liggja ósvöruðum,“ sagði Pelley í yfirlýsingu sinni fyrr í dag. „Áður en þeir gengu til liðs við LIV-mótaröðina vissu kylfingarnir að það myndi bera í för með sér afleiðingar ef þeir myndu velja peninga fram yfir keppni. Margir þeirra skildu og sættu sig við það. Eins og einn kylfingur sagði í viðtali fyrr á árinu: „Ef ég verð settur í bann, þá verð ég settur í bann.“ Það er því ekki trúlegt að einhverjir þeirra séu nú hissa á því að við höfum gripið til þeirra aðgerða sem við höfum gert. Bréf þetta segir að þeim sé annt um Evrópumótaröðina, en greining á þátttökutölum nokkurra af betri kylfingum mótaraðarinnar gefur annað til kynna.“ Statement from DP World Tour Chief Executive Keith Pelley.— DP World Tour (@DPWorldTour) July 1, 2022
Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira