Verstappen segir tengdaföður sinn ekki vera rasista en fordæmir ummælin Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. júlí 2022 15:01 Max Verstappen segir Nelson Piquet ekki vera rasista, en að ummæli hans um Lewis Hamilton hafi ekki átt rétt á sér. Vince Mignott/MB Media/Getty Images Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1, segir að faðir kærustu sinnar, Nelson Piquet, sé ekki rasisti, en fordæmir ummæli hans um Lewis Hamilton og segir þau hafi verið mjög móðgandi. Eins og áður hefur verið fjallað um notaði Piquet rasísk orð þegar hann talaði um Lewis Hamilton, sjöfaldan heimsmeistara í Formúlu 1, í hlaðvarpsþætti á portúgölsku þar sem var verið að ræða umdeildan árekstur þeirra Hamilton og Verstappen í Silverstone kappakstrinum. Piquet hefur beðist afsökunar á ummælum sínum og viðurkennt að þau hafi verið illa úthugsuð. Hann sagði hins vegar að hann hafi ekki ætlað sér að gera lítið úr Hamilton vegna húðlitar hans og að þýðingin á orðum hans hafi verið röng. Þrátt fyrir það hefur Piquet verið rekinn úr breska akstursíþróttasambandinu. Verstappen hefur nú komið Piquet til varnar og segir að þrátt fyrir að ummælin hafi verið mjög móðgandi þá sé Piquet klárlega ekki rasisti. „Það eru allir á móti rasisma. Ég held að það sé alveg augljóst,“ sagði Verstappen í viðtali fyrir Silverstone kappaksturinn sem fer fram um helgina. „Mér finnst orðalagið sem hann notaði ekki eiga rétt á sér, þó að við komum frá mismunandi menningarheimum og að þetta séu kannski orð sem voru notuð þegar hann var yngri.“ „Þetta er eitthvað sem við þurfum að læra af og passa okkur að nota ekki þetta orð í framtíðinni. Þetta er mjög móðgandi, sérstaklega í dag.“ „Ég hef eytt svolitlum tíma með Nelson [Piquet] og hann er klárlega ekki rasisti. Hann er reyndar mjög ljúfur og rólegur maður.“ „Í yfirlýsingunni sem hann sendi frá sér þá er hægt að horfa á þetta orð á tvo vegu, en ég held samt að það sé betra að sleppa því bara að nota það. Þetta snýst ekki bara um þetta orð. Það að tala illa um hvern sem er, sama af hvaða kynþætti hann er, á ekki rétt á sér,“ sagði Verstappen að lokum. Formúla Tengdar fréttir Piquet rekinn úr breska aksturíþróttasambandinu vegna ummæla um Hamilton Breska akstursíþróttasambandið, BRDC, hefur rekið Nelson Piquet úr sambandinu fyrir rasísk ummæli hans um sjöfalda heimsmeistaran Lewis Hamilton. 30. júní 2022 16:31 Piquet biðst afsökunar og segist ekki hafa ætlað að gera lítið úr Hamilton vegna húðlitar Nelson Piquet, þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum um ökuþórinn Lewis Hamilton og segir þau hafa verið illa úthugsuð. 29. júní 2022 22:00 Lewis Hamilton sakar fyrrum meistara og föður kærustu Verstappen um rasisma Formúlukappinn Lewis Hamilton gagnrýnir orðanotkun fyrrum heimsmeistara í formúlu eitt og sakar þar þrefaldan meistara um kynþáttafordóma. 29. júní 2022 09:30 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Eins og áður hefur verið fjallað um notaði Piquet rasísk orð þegar hann talaði um Lewis Hamilton, sjöfaldan heimsmeistara í Formúlu 1, í hlaðvarpsþætti á portúgölsku þar sem var verið að ræða umdeildan árekstur þeirra Hamilton og Verstappen í Silverstone kappakstrinum. Piquet hefur beðist afsökunar á ummælum sínum og viðurkennt að þau hafi verið illa úthugsuð. Hann sagði hins vegar að hann hafi ekki ætlað sér að gera lítið úr Hamilton vegna húðlitar hans og að þýðingin á orðum hans hafi verið röng. Þrátt fyrir það hefur Piquet verið rekinn úr breska akstursíþróttasambandinu. Verstappen hefur nú komið Piquet til varnar og segir að þrátt fyrir að ummælin hafi verið mjög móðgandi þá sé Piquet klárlega ekki rasisti. „Það eru allir á móti rasisma. Ég held að það sé alveg augljóst,“ sagði Verstappen í viðtali fyrir Silverstone kappaksturinn sem fer fram um helgina. „Mér finnst orðalagið sem hann notaði ekki eiga rétt á sér, þó að við komum frá mismunandi menningarheimum og að þetta séu kannski orð sem voru notuð þegar hann var yngri.“ „Þetta er eitthvað sem við þurfum að læra af og passa okkur að nota ekki þetta orð í framtíðinni. Þetta er mjög móðgandi, sérstaklega í dag.“ „Ég hef eytt svolitlum tíma með Nelson [Piquet] og hann er klárlega ekki rasisti. Hann er reyndar mjög ljúfur og rólegur maður.“ „Í yfirlýsingunni sem hann sendi frá sér þá er hægt að horfa á þetta orð á tvo vegu, en ég held samt að það sé betra að sleppa því bara að nota það. Þetta snýst ekki bara um þetta orð. Það að tala illa um hvern sem er, sama af hvaða kynþætti hann er, á ekki rétt á sér,“ sagði Verstappen að lokum.
Formúla Tengdar fréttir Piquet rekinn úr breska aksturíþróttasambandinu vegna ummæla um Hamilton Breska akstursíþróttasambandið, BRDC, hefur rekið Nelson Piquet úr sambandinu fyrir rasísk ummæli hans um sjöfalda heimsmeistaran Lewis Hamilton. 30. júní 2022 16:31 Piquet biðst afsökunar og segist ekki hafa ætlað að gera lítið úr Hamilton vegna húðlitar Nelson Piquet, þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum um ökuþórinn Lewis Hamilton og segir þau hafa verið illa úthugsuð. 29. júní 2022 22:00 Lewis Hamilton sakar fyrrum meistara og föður kærustu Verstappen um rasisma Formúlukappinn Lewis Hamilton gagnrýnir orðanotkun fyrrum heimsmeistara í formúlu eitt og sakar þar þrefaldan meistara um kynþáttafordóma. 29. júní 2022 09:30 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Piquet rekinn úr breska aksturíþróttasambandinu vegna ummæla um Hamilton Breska akstursíþróttasambandið, BRDC, hefur rekið Nelson Piquet úr sambandinu fyrir rasísk ummæli hans um sjöfalda heimsmeistaran Lewis Hamilton. 30. júní 2022 16:31
Piquet biðst afsökunar og segist ekki hafa ætlað að gera lítið úr Hamilton vegna húðlitar Nelson Piquet, þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum um ökuþórinn Lewis Hamilton og segir þau hafa verið illa úthugsuð. 29. júní 2022 22:00
Lewis Hamilton sakar fyrrum meistara og föður kærustu Verstappen um rasisma Formúlukappinn Lewis Hamilton gagnrýnir orðanotkun fyrrum heimsmeistara í formúlu eitt og sakar þar þrefaldan meistara um kynþáttafordóma. 29. júní 2022 09:30