Sjö dagar í EM: Yngsti leikmaður landsliðsins heldur ekki upp á nítján ára afmælið fyrr en í desember Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2022 11:00 Amanda Jacobsen Andradóttir í fyrsta byrjunarlandsleik sínum sem var á móti Kýpur í fyrra. Vísir/Vilhelm Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Hin unga og efnilega Amanda Jacobsen Andradóttir á sviðið í dag. Amanda er sókndjarfur miðjumaður sem getur spilað nær allar stöður í kringum fremsta mann. Hún hefur þrátt fyrir ungan aldur spilað í efstu deild í Danmörku, Noregi og Svíþjóð og skorað í öllum deildum. Þetta hefur þessi tekníski leikmaður þegar afrekað þrátt fyrir að vera yngsti leikmaður íslenska EM-hópsins sem verður ekki nítján ára fyrr en sex dögum fyrir næstu jól. Hún hefur því talsverða reynslu þrátt fyrir ungan aldur. Amanda er annar af tveimur leikmönnum íslenska liðsins sem eru fæddir árið 2003 en hinn er markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir sem er þó tæpum fimm mánuðum eldri en hún. Amanda Jacobsen Andradóttir hefur ekki skorað fyrir íslenska landsliðið en lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik.Vísir/Vilhelm Amanda hóf feril sinn með Víkingi en skipti snemma yfir í Val. Hún var komin út til Danmerkur áður en hún varð sextán ára gömul þar sem hún byrjaði í yngri flokkum Fortuna Hjörring. Amanda spilaði síðan með Nordsjælland í dönsku deildinni 2020, skipti yfir í norska liðið Vålerenga 2021 og er nú á sínu fyrsta tímabili undir stjórn Elísarbetar Gunnarsdóttur hjá Kristianstad í Svíþjóð. Á sínu fyrsta tímabili með Kristianstad þá hefur Amanda spilað fjórtán leiki og skorað eitt mark. Hún hefur hins vegar aðeins verið í byrjunarliði í tveimur leikjanna. Líkt og hjá íslenska landsliðinu þá er litið á Amöndu sem framtíðarleikmann og hún er því að ná sér í dýrmæta reynslu þrátt fyrir að vera ekki að fá margar mínútur eins og er. View this post on Instagram A post shared by Amanda Jacobsen Andrado ttir (@amandaandradottir) Amanda er fædd í Noregi, á norska móður og hefði getað valið það að spila fyrir norska landsliðið. Hún hafði skorað 10 mörk í 12 leikjum fyrir yngri landslið Íslands og í fyrra varð það endanlega ljóst að hún ætlaði að velja íslenska landsliðið. Amanda spilaði sinn fyrsta landsleik á móti Evrópumeisturum Hollendinga á Laugardalsvellinum 21. september 2021 þegar hún kom inn á sem varamaður í uppbótartíma leiksins. View this post on Instagram A post shared by Amanda Jacobsen Andrado ttir (@amandaandradottir) Hún var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu í 5-0 sigri á Kýpur 26. október 2021 þar sem hún lagði upp eitt marka íslenska liðsins þegar hornspyrna hennar fann kollinn á Alexöndru Jóhannsdóttur. Amanda hefur spilað sex A-landsleiki en bíður enn eftir fyrsta markinu sínu. Eins og flestir vita þá á Amanda ekki langt að sækja hæfileika sína í fótboltanum því faðir hennar er Andri Sigþórsson og frændi hennar er Kolbeinn Sigþórsson. Andri var um tíma hjá Bayern München þegar hann var ungur og spilaði einnig sem atvinnumaður í Austurríki og Molde en meiðsli settu mikinn svip á hans feril. Hann skoraði 35 mörk í 48 leikjum fyrir KR í efstu deild og varð markakóngur deildarinnar og Íslandsmeistari með KR-liðinu sumarið 2000. Andri skoraði þá 14 mörk í 16 leikjum en sumarið 1997 hafði hann skorað 14 mörk í 14 leikjum. Andri lék sjálfur sjö A-landsleiki og skoraði tvö mörk. EM 2022 í Englandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Sjá meira
Amanda er sókndjarfur miðjumaður sem getur spilað nær allar stöður í kringum fremsta mann. Hún hefur þrátt fyrir ungan aldur spilað í efstu deild í Danmörku, Noregi og Svíþjóð og skorað í öllum deildum. Þetta hefur þessi tekníski leikmaður þegar afrekað þrátt fyrir að vera yngsti leikmaður íslenska EM-hópsins sem verður ekki nítján ára fyrr en sex dögum fyrir næstu jól. Hún hefur því talsverða reynslu þrátt fyrir ungan aldur. Amanda er annar af tveimur leikmönnum íslenska liðsins sem eru fæddir árið 2003 en hinn er markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir sem er þó tæpum fimm mánuðum eldri en hún. Amanda Jacobsen Andradóttir hefur ekki skorað fyrir íslenska landsliðið en lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik.Vísir/Vilhelm Amanda hóf feril sinn með Víkingi en skipti snemma yfir í Val. Hún var komin út til Danmerkur áður en hún varð sextán ára gömul þar sem hún byrjaði í yngri flokkum Fortuna Hjörring. Amanda spilaði síðan með Nordsjælland í dönsku deildinni 2020, skipti yfir í norska liðið Vålerenga 2021 og er nú á sínu fyrsta tímabili undir stjórn Elísarbetar Gunnarsdóttur hjá Kristianstad í Svíþjóð. Á sínu fyrsta tímabili með Kristianstad þá hefur Amanda spilað fjórtán leiki og skorað eitt mark. Hún hefur hins vegar aðeins verið í byrjunarliði í tveimur leikjanna. Líkt og hjá íslenska landsliðinu þá er litið á Amöndu sem framtíðarleikmann og hún er því að ná sér í dýrmæta reynslu þrátt fyrir að vera ekki að fá margar mínútur eins og er. View this post on Instagram A post shared by Amanda Jacobsen Andrado ttir (@amandaandradottir) Amanda er fædd í Noregi, á norska móður og hefði getað valið það að spila fyrir norska landsliðið. Hún hafði skorað 10 mörk í 12 leikjum fyrir yngri landslið Íslands og í fyrra varð það endanlega ljóst að hún ætlaði að velja íslenska landsliðið. Amanda spilaði sinn fyrsta landsleik á móti Evrópumeisturum Hollendinga á Laugardalsvellinum 21. september 2021 þegar hún kom inn á sem varamaður í uppbótartíma leiksins. View this post on Instagram A post shared by Amanda Jacobsen Andrado ttir (@amandaandradottir) Hún var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu í 5-0 sigri á Kýpur 26. október 2021 þar sem hún lagði upp eitt marka íslenska liðsins þegar hornspyrna hennar fann kollinn á Alexöndru Jóhannsdóttur. Amanda hefur spilað sex A-landsleiki en bíður enn eftir fyrsta markinu sínu. Eins og flestir vita þá á Amanda ekki langt að sækja hæfileika sína í fótboltanum því faðir hennar er Andri Sigþórsson og frændi hennar er Kolbeinn Sigþórsson. Andri var um tíma hjá Bayern München þegar hann var ungur og spilaði einnig sem atvinnumaður í Austurríki og Molde en meiðsli settu mikinn svip á hans feril. Hann skoraði 35 mörk í 48 leikjum fyrir KR í efstu deild og varð markakóngur deildarinnar og Íslandsmeistari með KR-liðinu sumarið 2000. Andri skoraði þá 14 mörk í 16 leikjum en sumarið 1997 hafði hann skorað 14 mörk í 14 leikjum. Andri lék sjálfur sjö A-landsleiki og skoraði tvö mörk.
EM 2022 í Englandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Sjá meira