Barcelona reynir að ræna Raphinha af Chelsea Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. júní 2022 18:31 Raphinha í leik með Brasilíu. Masashi Hara/Getty Images Spænska knattspyrnufélagið Barcelona reynir hvað það getur til að fá Brasilíumanninn Raphinha í sínar raðir. Leikmaðurinn ku vera á leið frá Leeds United til Chelsea en Börsungar hafa ekki lagt árar í bát. Hinn 25 ára gamli Raphinha var með sprækari mönnum hjá Leeds sem rétt bjargaði sér fyrir horn í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Eftir tvö góð ár hjá Leeds var ljóst að mörg af stærri liðum Evrópu myndu bera víurnar í leikmanninn. Það rættist og nú virðist svo gott sem staðfest að brasilíski vængmaðurinn sé á leið til Chelsea. Það virðist sem Thomas Tuchel ætli sér að mæta með nýja framlínu til leiks í haust en ásamt Raphinha er Raheem Sterling orðaður við félagið og þá er Romelu Lukaku farinn aftur til Inter, nú á láni. Barcelona proposal for Raphinha is official and written, already sent - Leeds have no intention to accept that bid, as things stand. #RaphinhaLeeds want to respect the agreement with Chelsea - still waiting for player and Deco to accept. #CFCBarça, trying until the end. pic.twitter.com/iu8re179qN— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 30, 2022 Börsungar eru einnig að reyna betrumbæta leikmannahóp sinn. Brasilíumenn hafa gert það gott með félaginu á undanförnum árum og vonast forráðmenn félagsins til að Raphinha bætist í þann hóp. Það virðist sem Barcelona sé að reyna ræna Raphinha undan nefinu á Chelsea en sem stendur geta Börsungar ekki borgað sama verð og Chelsea. Þangað til það gerist þá mun Leeds virða samkomulagið við Chelsea. Raphinha update. Brazilian is waiting to see if Barcelona can reach a deal with Leeds. Barcelona must match Chelsea's £60 million offer or they won't strike a deal. Told Barca trying to get to that number in a more add-on heavy way. Leeds will not accept this.— Ben Jacobs (@JacobsBen) June 30, 2022 Talið er að Chelsea sé að borga 60 milljónir evra fyrir leikmanninn. Börsungar eru tilbúnir að jafna þá upphæð en töluvert af henni yrði í formi bónusgreiðslna, eitthvað sem Leeds tekur ekki í mál. Það virðist sem Barcelona heilli leikmanninn meira og hann vill ekki taka ákvörðun fyrr en það er öruggt að Barcelona hafi ekki efni á að fá hann í sínar raðir. Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Sjá meira
Hinn 25 ára gamli Raphinha var með sprækari mönnum hjá Leeds sem rétt bjargaði sér fyrir horn í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Eftir tvö góð ár hjá Leeds var ljóst að mörg af stærri liðum Evrópu myndu bera víurnar í leikmanninn. Það rættist og nú virðist svo gott sem staðfest að brasilíski vængmaðurinn sé á leið til Chelsea. Það virðist sem Thomas Tuchel ætli sér að mæta með nýja framlínu til leiks í haust en ásamt Raphinha er Raheem Sterling orðaður við félagið og þá er Romelu Lukaku farinn aftur til Inter, nú á láni. Barcelona proposal for Raphinha is official and written, already sent - Leeds have no intention to accept that bid, as things stand. #RaphinhaLeeds want to respect the agreement with Chelsea - still waiting for player and Deco to accept. #CFCBarça, trying until the end. pic.twitter.com/iu8re179qN— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 30, 2022 Börsungar eru einnig að reyna betrumbæta leikmannahóp sinn. Brasilíumenn hafa gert það gott með félaginu á undanförnum árum og vonast forráðmenn félagsins til að Raphinha bætist í þann hóp. Það virðist sem Barcelona sé að reyna ræna Raphinha undan nefinu á Chelsea en sem stendur geta Börsungar ekki borgað sama verð og Chelsea. Þangað til það gerist þá mun Leeds virða samkomulagið við Chelsea. Raphinha update. Brazilian is waiting to see if Barcelona can reach a deal with Leeds. Barcelona must match Chelsea's £60 million offer or they won't strike a deal. Told Barca trying to get to that number in a more add-on heavy way. Leeds will not accept this.— Ben Jacobs (@JacobsBen) June 30, 2022 Talið er að Chelsea sé að borga 60 milljónir evra fyrir leikmanninn. Börsungar eru tilbúnir að jafna þá upphæð en töluvert af henni yrði í formi bónusgreiðslna, eitthvað sem Leeds tekur ekki í mál. Það virðist sem Barcelona heilli leikmanninn meira og hann vill ekki taka ákvörðun fyrr en það er öruggt að Barcelona hafi ekki efni á að fá hann í sínar raðir.
Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Sjá meira