„Ég byrjaði að horfa á fæðingar á Youtube um leið og ég komst í tölvu“ Elísabet Hanna skrifar 1. júlí 2022 11:35 Arna og Vignir smullu hratt saman. Betri helmingurinn Arna Ýr Jónsdóttir og Vignir Þór Bollason smullu hratt saman og eiga í dag tvö börn. Þau eru trúlofuð eftir skrautlegt bónorð þar sem Arna þurfti að hjálpa honum að standa upp þar sem hann sleit hásin skömmu áður en hann ákvað að fara niður á hné. Þau voru gestir í hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason en í þættinum ræða þau meðal annars fyrirtækin sín, heimafæðinguna, trúlofunina, fengitímann sinn og fegurðarsamkeppnir. Þáttinn má heyra í heild sinni hér að neðan: Líf Kírópraktík Vignir rekur Líf kírópraktík í Kópavogi sem var upphaflega opnuð árið 2020. Stöðin náði að vera opin í tvær vikur áður en Covid skall á en í dag stendur hún vel og er í stöðugri þróun. „Það var bara rosalega erfitt,“ segir Vignir um þegar öllu var skellt í lás í upphafi fyrirtækisins en sem betur fer segist hann vera skynsamur með fjármálin svo allt gekk upp. Hann segir vera uppsveiflu í kírópraktor geiranum og sérhæfir sig í börnum og óléttum konum. View this post on Instagram A post shared by Taubleyjur (@taubleyjur) Bleiu bransinn Arna sér um að reka bleiu fyrirtækið þeirra og er að mennta sig sem hjúkrunarfræðingur og á endanum ljósmóðir. „Ég held persónulega að í framtíðinni verði kannski meira tabú að vera með ruslbleiur heldur en taubleiur,“ segir Arna. „Yfirleitt er þannig efni inn í þessu að bara kúkurinn dettur í klósettið og svo skellir maður þessu á skol og í venjulegan þvott,“ segir hún um taubleiurnar og Vignir bætir því við að þetta sé miklu minna mál en margir halda. Lengi viljað verða ljósmóðir „Ég byrjaði að horfa á fæðingar á Youtube um leið og ég komst í tölvu. Ég man eftir mómentinu þegar ég sá mína fyrstu fæðingu sem var í kringum sjöunda bekk og frá því að ég sá það hef ég hugsað: Vá þetta er magnað,“ segir Arna um áhugann á ljósmóðurstarfinu. „Ég man sérstaklega eftir því að þegar ég var á unglingastigi þá var ég að reyna að láta vini mína horfa á þetta sem var mjög skrítið, mjög spes týpa,“ segir hún og hlær. Hún segist ekki hafa verið tilbúin að fara í námið strax en í dag er hún tuttugu og sjö ára og fann það hjá sér að hún væri orðin södd af ævintýrum og tilbúin í námið. „Það má alveg opna huga fólks á að það má fara allar leiðir að þessu.“ View this post on Instagram A post shared by VIGNIR KÍRÓPRAKTOR (@vignirkiro) Kom fólki á óvart þegar hún tók fyrst þátt í fegurðarsamkeppni Arna var tvítug þegar hún var krýnd ungfrú Ísland eftir að hafa verið mikið í íþróttum og var meðal annars í landsliðinu í frjálsum íþróttum. „Ég held að ég hafi aldrei séð jafn fyndið andlit og andlitið á pabba mínum þegar ég gekk fram í hælaskónum uppi á sviði. Hann hefur fulla trú á mér í öllu sem ég geri en ég held samt innst inni að hann hafi ekki haft mikla trú á mér í fegurðarsamkeppnum.“ „Fólk var eiginlega bara úff, hvað er Arna að gera? Hún er í krýsu,“ segir Arna um viðbrögð annarra en hún segist þó lengi hafa haft áhuga á því að taka þátt í keppni án þess að segja það upphátt, enda feimin og lokuð. „Þetta er rosa haltu mér slepptu mér setning að ég sé feimin týpa í grunninn, ég er það eflaust ekki lengur en ef ég vil gera eitthvað þá fer í alla leið í því.“ Viva Las Vegas „Já það var nú, ef ég má segja það, helvítis ruglið,“ segir Arna um upplifun sína á fegurðarsamkeppni í Las Vegas árið 2016. Hún segir það hafa verið auka keppni sem hún skráði sig í sjálf og að stjórnendur hennar hafi viljað hafa allar stelpurnar eins. „Mér fannst það bara fáránlegt. Að vera einhver fyrirmynd, sem ég átti að vera heima fyrir ungar konur og samt að taka þátt í einhverju svona, það bara passaði engan veginn.“ „Ég var samt alveg með skottið á milli lappanna, titrandi úr hræðslu þarna úti en það var gott fólk í kringum mig sem greip mig og aðstoðaði mig svo þetta skilaði engu nema vitundavakningu til yngri kvenna og líka bara stráka.“ Ekkert djamm tímabil Þegar Arna talar um lífið sitt segir hún fólk oft furða sig á því að hún hafi aldrei tekið djamm tímabil. „Ég var í landsliðinu og þá er maður ekkert í þessu, sama sumar og ég hætti í frjálsum íþróttum þá vinn ég Ungfrú Ísland og þá náttúrulega er ekki séns að maður snerti áfengi og sýni eitthvað þannig. Þegar ég hætti í fegurðarsamkeppnum þá kynnist ég Vigni og hann barnar mig strax,“ segir hún og hlær. View this post on Instagram A post shared by VIGNIR KÍRÓPRAKTOR (@vignirkiro) Fyrsta deitið Vignir rifjar upp þegar hann hitti Örnu fyrst árið 2017 þar sem hún var í nöglum hjá systur hans en hann bjó enn erlendis. Hann segir hana hafa tekið í höndina á honum og heilsað með nafni og það var eitthvað við hana sem greip hann og líklega telur hann það hafa verið sjálfsöryggið. Systir hans sagði honum að gleyma þessu þar sem hún væri í sambandi og hann hélt áfram með lífið. „Þú manifestaðir mig bara á meðan,“ skýtur Arna inn í glensi. Hún segist þó ekkert sérstaklega muna eftir þessu augnabliki. „Ef ég er í sambandi þá er ég náttúrulega bara all in þar,“ segir Arna. Klippa: Betri helmingurinn - Arna Ýr Jónsdóttir og Vignir Þór Bollason Manuela Ósk spilaði hlutverk Amors í sambandinu Arna segist hafa verið mikið að vinna með Manuelu Ósk Harðardóttur fyrir Miss Universe Iceland keppnina þegar ástin bankaði upp á. Á sama tíma var Manuela í meðhöndlun hjá Vigni. Vignir sá Örnu bregða fyrir á samfélagsmiðlum hennar og sendi skilaboð um það hvað hún væri sæt. Sama dag byrjaði Arna svo að fylgja honum á Instagram. „Það er svo magnað hvernig heimurinn virkar varðandi tímasetningar,“ segir Arna. „Ég hringi í Manuelu til þess að segja henni frá því að ég var ný hætt með fyrrverandi og þá sneakar Manuela þessu inn.“ Hún tók svo ákvörðun að fylgja honum í kjölfarið og hún segir greyið Vigni hafa haldið að þetta væri einhverskonar grín hjá þeim vinkonunum. „Þetta er eiginlega of gott til að vera satt,“ segist Vignir hafa hugsað. View this post on Instagram A post shared by VIGNIR KÍRÓPRAKTOR (@vignirkiro) Fékk lánaðan bíl fyrir fyrsta stefnumótið Vignir sótti Örnu á fyrsta stefnumótið á bíl sem hann fékk í láni hjá systur sinni sem var ekki jafn líklegur að gefa upp öndina líkt og druslan sem hann var búinn að kaupa sér eftir námið úti. Á næsta stefnumóti eldaði hann fyrir hana kjúklingarétt, þau skelltu sér í gufu og pott, upplifðu fyrsta kossinn og hafa þau verið saman síðan þá. Þau njóta þess að fara í gegnum lífið saman.Aðsend Skrautlegt bónorð „Ég var búinn að ákveða að fara niður á hné og gera þetta en ég slít hásin þarna einhverjum nokkrum dögum áður,“ segir Vignir sem bað hennar tíu dögum eftir það. Hann segist hafa verið búinn að æfa sig mikið til þess að athuga hvort að hann gæti samt gert það á fyrirhuguðum degi, aðfangadegi. „Þess vegna sagði ég við hana þegar þetta var að fara að gerast: Heyrðu þú verður að aðeins að halda í mig. Svo þurfti hún náttúrulega að hjálpa mér upp líka.“ View this post on Instagram A post shared by VIGNIR KÍRÓPRAKTOR (@vignirkiro) „Ég held að þetta sé útaf hásin slitinu, við eigum tvö lítil börn og hann var alveg fastur í sófa og sá þá að ég gat séð um börnin og hann og heimilið og þá hugsaði hann: Okei ég þarf að festa þessa konu,“ segir Arna í gríni sem segir bónorðið ekki hafa komið sér á óvart. „Hann gerði þetta líka á sama stað og sonur okkar fæddist, hann fæddist í stofunni heima á sama fermetra svo það er mikið á bak við þetta,“ segir Arna. Heimafæðing Arna segir heimafæðinguna hafa verið það besta sem hún hafi upplifað. „Ég tók einmitt allt upp, ég ætlaði helst að hafa Go Pro myndavél ofan í vatninu til þess að geta sýnt það en þetta gerðist svolítið hratt svo það náðist ekki.“ Parið deildi myndbandinu af fæðingunni á samfélagsmiðlum Örnu en hún fékk æskuvinkonu sína sem er ljósmyndari til þess að mynda fæðinguna. „Það er svo mikið af sögum um hvernig þetta getur farið á hinn og þennan máta sem hræðir konur þannig ég er kannski búin að checka mig mjög mjög snemma inn í vinnuna með því að gefa þetta af mér,“ segir hún um ákvörðunina að deila myndbandinu með öllum. Vignir átti frumkvæðið að því að fæða í Björkinni og síðar heimafæðingu en hann segist hafa verið búinn að kynna sér það áður en Arna kom inn í líf hans. View this post on Instagram A post shared by VIGNIR KÍRÓPRAKTOR (@vignirkiro) Fengitími Parið segist hafa komist að því hvenær þeirra fengitími sé en bæði börnin eiga sama afmælisdaginn. Þau segjast geta reiknað það út að dóttir þeirra hafi verið getin í hlöðu. Einnig grínast þau mikið með það hvenær Arna varð ólétt: „Hann segir oft við vini okkar: Já ég barnaði hana áður en ég varð sköllóttur,“ segir Arna og hlær. Vignir bætir þá við að hann hafi fórnað sínu hári fyrir dóttur þeirra sem er mjög hárprúð. Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Tengdar fréttir „Við erum komin til þess að hafa mök“ Kynfræðingurinn Sigríður Dögg Arnardóttir og Sævar Eyjólfsson gengu nýlega í hjónaband þar sem dragdrottning í New York gaf þau saman eftir að hafa byrjað sambandið sitt í gegnum Tinder reikning vinkonu Siggu Daggar sem „matchaði“ við hann. 23. júní 2022 21:30 „Ég held að það sé ekki auðvelt að vera með mér“ „Já, já Dísa mín þú átt aldrei eftir að finna neinn betri en mig", segir Þórdís Björk Þorfinnsdóttir þegar hún minnist þess hvernig ástarsaga hennar og Júlí Heiðars Halldórssonar byrjaði. Júlí og Þórdís hafa nú verið saman í rúm tvö ár og segja frá sögu sinni í hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn með Ása. 21. júní 2022 22:00 „Ég er á besta deiti allra tíma“ Fjölmiðlakonan Þórhildur Þorkelsdóttir og Hjalti Harðarson byrjuðu saman eftir besta stefnumót allra tíma að þeirra mati. Síðan þá hafa þau verið nánast óaðskiljanleg, eiga einn strák, eru rómantísk og njóta þess að ferðast. 2. júní 2022 21:00 „Ég er ekki á leiðinni í neitt samband“ Listahjónin Edda Björg Eyjólfsdóttir og Stefán Magnússon hafa verið gift í tæp tuttugu ár eftir rómantískt bónorð á Ítalíu. Stebbi var samt alls ekki á leiðinni í samband þegar leiðir þeirra lágu upphaflega saman en ástin tók völdin og er mikið um grín og glens hjá parinu. 19. maí 2022 22:00 Hægðastoppandi lyf gerðu Sigga óleik á fyrsta stefnumótinu „Ég vissi ekki að hún væri einhleyp. En eftir á er bara mjög fínt að hafa haldið það, því ég var ekkert stressaður í kringum hana,“ segir Siggi Þór um fyrstu kynnin við unnustu sína Sonju. Þau smullu saman og fóru fljótlega á sitt fyrsta stefnumót sem tók óvæntan snúning fyrir Sigga. 7. apríl 2022 22:01 Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Sjá meira
Þau voru gestir í hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason en í þættinum ræða þau meðal annars fyrirtækin sín, heimafæðinguna, trúlofunina, fengitímann sinn og fegurðarsamkeppnir. Þáttinn má heyra í heild sinni hér að neðan: Líf Kírópraktík Vignir rekur Líf kírópraktík í Kópavogi sem var upphaflega opnuð árið 2020. Stöðin náði að vera opin í tvær vikur áður en Covid skall á en í dag stendur hún vel og er í stöðugri þróun. „Það var bara rosalega erfitt,“ segir Vignir um þegar öllu var skellt í lás í upphafi fyrirtækisins en sem betur fer segist hann vera skynsamur með fjármálin svo allt gekk upp. Hann segir vera uppsveiflu í kírópraktor geiranum og sérhæfir sig í börnum og óléttum konum. View this post on Instagram A post shared by Taubleyjur (@taubleyjur) Bleiu bransinn Arna sér um að reka bleiu fyrirtækið þeirra og er að mennta sig sem hjúkrunarfræðingur og á endanum ljósmóðir. „Ég held persónulega að í framtíðinni verði kannski meira tabú að vera með ruslbleiur heldur en taubleiur,“ segir Arna. „Yfirleitt er þannig efni inn í þessu að bara kúkurinn dettur í klósettið og svo skellir maður þessu á skol og í venjulegan þvott,“ segir hún um taubleiurnar og Vignir bætir því við að þetta sé miklu minna mál en margir halda. Lengi viljað verða ljósmóðir „Ég byrjaði að horfa á fæðingar á Youtube um leið og ég komst í tölvu. Ég man eftir mómentinu þegar ég sá mína fyrstu fæðingu sem var í kringum sjöunda bekk og frá því að ég sá það hef ég hugsað: Vá þetta er magnað,“ segir Arna um áhugann á ljósmóðurstarfinu. „Ég man sérstaklega eftir því að þegar ég var á unglingastigi þá var ég að reyna að láta vini mína horfa á þetta sem var mjög skrítið, mjög spes týpa,“ segir hún og hlær. Hún segist ekki hafa verið tilbúin að fara í námið strax en í dag er hún tuttugu og sjö ára og fann það hjá sér að hún væri orðin södd af ævintýrum og tilbúin í námið. „Það má alveg opna huga fólks á að það má fara allar leiðir að þessu.“ View this post on Instagram A post shared by VIGNIR KÍRÓPRAKTOR (@vignirkiro) Kom fólki á óvart þegar hún tók fyrst þátt í fegurðarsamkeppni Arna var tvítug þegar hún var krýnd ungfrú Ísland eftir að hafa verið mikið í íþróttum og var meðal annars í landsliðinu í frjálsum íþróttum. „Ég held að ég hafi aldrei séð jafn fyndið andlit og andlitið á pabba mínum þegar ég gekk fram í hælaskónum uppi á sviði. Hann hefur fulla trú á mér í öllu sem ég geri en ég held samt innst inni að hann hafi ekki haft mikla trú á mér í fegurðarsamkeppnum.“ „Fólk var eiginlega bara úff, hvað er Arna að gera? Hún er í krýsu,“ segir Arna um viðbrögð annarra en hún segist þó lengi hafa haft áhuga á því að taka þátt í keppni án þess að segja það upphátt, enda feimin og lokuð. „Þetta er rosa haltu mér slepptu mér setning að ég sé feimin týpa í grunninn, ég er það eflaust ekki lengur en ef ég vil gera eitthvað þá fer í alla leið í því.“ Viva Las Vegas „Já það var nú, ef ég má segja það, helvítis ruglið,“ segir Arna um upplifun sína á fegurðarsamkeppni í Las Vegas árið 2016. Hún segir það hafa verið auka keppni sem hún skráði sig í sjálf og að stjórnendur hennar hafi viljað hafa allar stelpurnar eins. „Mér fannst það bara fáránlegt. Að vera einhver fyrirmynd, sem ég átti að vera heima fyrir ungar konur og samt að taka þátt í einhverju svona, það bara passaði engan veginn.“ „Ég var samt alveg með skottið á milli lappanna, titrandi úr hræðslu þarna úti en það var gott fólk í kringum mig sem greip mig og aðstoðaði mig svo þetta skilaði engu nema vitundavakningu til yngri kvenna og líka bara stráka.“ Ekkert djamm tímabil Þegar Arna talar um lífið sitt segir hún fólk oft furða sig á því að hún hafi aldrei tekið djamm tímabil. „Ég var í landsliðinu og þá er maður ekkert í þessu, sama sumar og ég hætti í frjálsum íþróttum þá vinn ég Ungfrú Ísland og þá náttúrulega er ekki séns að maður snerti áfengi og sýni eitthvað þannig. Þegar ég hætti í fegurðarsamkeppnum þá kynnist ég Vigni og hann barnar mig strax,“ segir hún og hlær. View this post on Instagram A post shared by VIGNIR KÍRÓPRAKTOR (@vignirkiro) Fyrsta deitið Vignir rifjar upp þegar hann hitti Örnu fyrst árið 2017 þar sem hún var í nöglum hjá systur hans en hann bjó enn erlendis. Hann segir hana hafa tekið í höndina á honum og heilsað með nafni og það var eitthvað við hana sem greip hann og líklega telur hann það hafa verið sjálfsöryggið. Systir hans sagði honum að gleyma þessu þar sem hún væri í sambandi og hann hélt áfram með lífið. „Þú manifestaðir mig bara á meðan,“ skýtur Arna inn í glensi. Hún segist þó ekkert sérstaklega muna eftir þessu augnabliki. „Ef ég er í sambandi þá er ég náttúrulega bara all in þar,“ segir Arna. Klippa: Betri helmingurinn - Arna Ýr Jónsdóttir og Vignir Þór Bollason Manuela Ósk spilaði hlutverk Amors í sambandinu Arna segist hafa verið mikið að vinna með Manuelu Ósk Harðardóttur fyrir Miss Universe Iceland keppnina þegar ástin bankaði upp á. Á sama tíma var Manuela í meðhöndlun hjá Vigni. Vignir sá Örnu bregða fyrir á samfélagsmiðlum hennar og sendi skilaboð um það hvað hún væri sæt. Sama dag byrjaði Arna svo að fylgja honum á Instagram. „Það er svo magnað hvernig heimurinn virkar varðandi tímasetningar,“ segir Arna. „Ég hringi í Manuelu til þess að segja henni frá því að ég var ný hætt með fyrrverandi og þá sneakar Manuela þessu inn.“ Hún tók svo ákvörðun að fylgja honum í kjölfarið og hún segir greyið Vigni hafa haldið að þetta væri einhverskonar grín hjá þeim vinkonunum. „Þetta er eiginlega of gott til að vera satt,“ segist Vignir hafa hugsað. View this post on Instagram A post shared by VIGNIR KÍRÓPRAKTOR (@vignirkiro) Fékk lánaðan bíl fyrir fyrsta stefnumótið Vignir sótti Örnu á fyrsta stefnumótið á bíl sem hann fékk í láni hjá systur sinni sem var ekki jafn líklegur að gefa upp öndina líkt og druslan sem hann var búinn að kaupa sér eftir námið úti. Á næsta stefnumóti eldaði hann fyrir hana kjúklingarétt, þau skelltu sér í gufu og pott, upplifðu fyrsta kossinn og hafa þau verið saman síðan þá. Þau njóta þess að fara í gegnum lífið saman.Aðsend Skrautlegt bónorð „Ég var búinn að ákveða að fara niður á hné og gera þetta en ég slít hásin þarna einhverjum nokkrum dögum áður,“ segir Vignir sem bað hennar tíu dögum eftir það. Hann segist hafa verið búinn að æfa sig mikið til þess að athuga hvort að hann gæti samt gert það á fyrirhuguðum degi, aðfangadegi. „Þess vegna sagði ég við hana þegar þetta var að fara að gerast: Heyrðu þú verður að aðeins að halda í mig. Svo þurfti hún náttúrulega að hjálpa mér upp líka.“ View this post on Instagram A post shared by VIGNIR KÍRÓPRAKTOR (@vignirkiro) „Ég held að þetta sé útaf hásin slitinu, við eigum tvö lítil börn og hann var alveg fastur í sófa og sá þá að ég gat séð um börnin og hann og heimilið og þá hugsaði hann: Okei ég þarf að festa þessa konu,“ segir Arna í gríni sem segir bónorðið ekki hafa komið sér á óvart. „Hann gerði þetta líka á sama stað og sonur okkar fæddist, hann fæddist í stofunni heima á sama fermetra svo það er mikið á bak við þetta,“ segir Arna. Heimafæðing Arna segir heimafæðinguna hafa verið það besta sem hún hafi upplifað. „Ég tók einmitt allt upp, ég ætlaði helst að hafa Go Pro myndavél ofan í vatninu til þess að geta sýnt það en þetta gerðist svolítið hratt svo það náðist ekki.“ Parið deildi myndbandinu af fæðingunni á samfélagsmiðlum Örnu en hún fékk æskuvinkonu sína sem er ljósmyndari til þess að mynda fæðinguna. „Það er svo mikið af sögum um hvernig þetta getur farið á hinn og þennan máta sem hræðir konur þannig ég er kannski búin að checka mig mjög mjög snemma inn í vinnuna með því að gefa þetta af mér,“ segir hún um ákvörðunina að deila myndbandinu með öllum. Vignir átti frumkvæðið að því að fæða í Björkinni og síðar heimafæðingu en hann segist hafa verið búinn að kynna sér það áður en Arna kom inn í líf hans. View this post on Instagram A post shared by VIGNIR KÍRÓPRAKTOR (@vignirkiro) Fengitími Parið segist hafa komist að því hvenær þeirra fengitími sé en bæði börnin eiga sama afmælisdaginn. Þau segjast geta reiknað það út að dóttir þeirra hafi verið getin í hlöðu. Einnig grínast þau mikið með það hvenær Arna varð ólétt: „Hann segir oft við vini okkar: Já ég barnaði hana áður en ég varð sköllóttur,“ segir Arna og hlær. Vignir bætir þá við að hann hafi fórnað sínu hári fyrir dóttur þeirra sem er mjög hárprúð.
Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Tengdar fréttir „Við erum komin til þess að hafa mök“ Kynfræðingurinn Sigríður Dögg Arnardóttir og Sævar Eyjólfsson gengu nýlega í hjónaband þar sem dragdrottning í New York gaf þau saman eftir að hafa byrjað sambandið sitt í gegnum Tinder reikning vinkonu Siggu Daggar sem „matchaði“ við hann. 23. júní 2022 21:30 „Ég held að það sé ekki auðvelt að vera með mér“ „Já, já Dísa mín þú átt aldrei eftir að finna neinn betri en mig", segir Þórdís Björk Þorfinnsdóttir þegar hún minnist þess hvernig ástarsaga hennar og Júlí Heiðars Halldórssonar byrjaði. Júlí og Þórdís hafa nú verið saman í rúm tvö ár og segja frá sögu sinni í hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn með Ása. 21. júní 2022 22:00 „Ég er á besta deiti allra tíma“ Fjölmiðlakonan Þórhildur Þorkelsdóttir og Hjalti Harðarson byrjuðu saman eftir besta stefnumót allra tíma að þeirra mati. Síðan þá hafa þau verið nánast óaðskiljanleg, eiga einn strák, eru rómantísk og njóta þess að ferðast. 2. júní 2022 21:00 „Ég er ekki á leiðinni í neitt samband“ Listahjónin Edda Björg Eyjólfsdóttir og Stefán Magnússon hafa verið gift í tæp tuttugu ár eftir rómantískt bónorð á Ítalíu. Stebbi var samt alls ekki á leiðinni í samband þegar leiðir þeirra lágu upphaflega saman en ástin tók völdin og er mikið um grín og glens hjá parinu. 19. maí 2022 22:00 Hægðastoppandi lyf gerðu Sigga óleik á fyrsta stefnumótinu „Ég vissi ekki að hún væri einhleyp. En eftir á er bara mjög fínt að hafa haldið það, því ég var ekkert stressaður í kringum hana,“ segir Siggi Þór um fyrstu kynnin við unnustu sína Sonju. Þau smullu saman og fóru fljótlega á sitt fyrsta stefnumót sem tók óvæntan snúning fyrir Sigga. 7. apríl 2022 22:01 Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Sjá meira
„Við erum komin til þess að hafa mök“ Kynfræðingurinn Sigríður Dögg Arnardóttir og Sævar Eyjólfsson gengu nýlega í hjónaband þar sem dragdrottning í New York gaf þau saman eftir að hafa byrjað sambandið sitt í gegnum Tinder reikning vinkonu Siggu Daggar sem „matchaði“ við hann. 23. júní 2022 21:30
„Ég held að það sé ekki auðvelt að vera með mér“ „Já, já Dísa mín þú átt aldrei eftir að finna neinn betri en mig", segir Þórdís Björk Þorfinnsdóttir þegar hún minnist þess hvernig ástarsaga hennar og Júlí Heiðars Halldórssonar byrjaði. Júlí og Þórdís hafa nú verið saman í rúm tvö ár og segja frá sögu sinni í hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn með Ása. 21. júní 2022 22:00
„Ég er á besta deiti allra tíma“ Fjölmiðlakonan Þórhildur Þorkelsdóttir og Hjalti Harðarson byrjuðu saman eftir besta stefnumót allra tíma að þeirra mati. Síðan þá hafa þau verið nánast óaðskiljanleg, eiga einn strák, eru rómantísk og njóta þess að ferðast. 2. júní 2022 21:00
„Ég er ekki á leiðinni í neitt samband“ Listahjónin Edda Björg Eyjólfsdóttir og Stefán Magnússon hafa verið gift í tæp tuttugu ár eftir rómantískt bónorð á Ítalíu. Stebbi var samt alls ekki á leiðinni í samband þegar leiðir þeirra lágu upphaflega saman en ástin tók völdin og er mikið um grín og glens hjá parinu. 19. maí 2022 22:00
Hægðastoppandi lyf gerðu Sigga óleik á fyrsta stefnumótinu „Ég vissi ekki að hún væri einhleyp. En eftir á er bara mjög fínt að hafa haldið það, því ég var ekkert stressaður í kringum hana,“ segir Siggi Þór um fyrstu kynnin við unnustu sína Sonju. Þau smullu saman og fóru fljótlega á sitt fyrsta stefnumót sem tók óvæntan snúning fyrir Sigga. 7. apríl 2022 22:01