Fjölskyldan fékk viðbjóðsleg skilaboð eftir slaka frammistöðu gegn Man City Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. júní 2022 22:00 Úr leik Arsenal og Man City í deildarbikarnum veturinn 2020. Manchester City/Getty Images Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson hefur opinberað að barnsmóðir hans og foreldrar hafi fengið ógeðfelld skilaboð á samfélagsmiðlum eftir slaka frammistöðu hans er Arsenal tapaði gegn Manchester City undir lok árs 2020. Rúnar Alex mætti í hlaðvarpsþáttinn Chess After Dark og fór yfir víðan völl. Þar á meðal var komið inn á frammistöðu hans í 4-1 tapi Arsenal gegn Man City í deildarbikarnum þann 22. desember 2020. Hann hafði farið ágætlega af stað með Arsenal eftir að hafa verið keyptur sumarið áður. Rúnar Alex hafði spilað fjóra leiki í Evrópudeildinni og haldið hreinu tvívegis áður en kom að téðum leik gegn Man City. Hann átti ekki sinn besta leik og viðurkennir það í hlaðvarpinu. Það sem gerðist eftir leik átti hann þó erfiðara með að skilja. Hann sjálfur hafði lokað fyrir athugasemdir á Instagram-síðu sinni og eytt Twitter-aðgangi sínum er hann skrifaði undir hjá Arsenal. Almennt var talið að Rúnar Alex hefði eytt Twitter-aðgangi sínum eftir leik en það virðist hafa verið einn stór misskilningur. Er bandbrjálað stuðningsfólk Arsenal leitaði því að Rúnari Alex á samfélagsmiðlum þá annað hvort fannst hann ekki eða það gat ekki haft samband við hann. Því fengu hans nánustu að finna fyrir því. „Það er alveg hræðilegt að vita það að mamma og pabbi séu að fá einhver skilaboð og barnsmóðir mín, versta sem ég veit. Ég skil ekki að af því einhver gæi í einhverju öðru landi eigi lélegan leik þá þurfir þú að senda að þú vonir að börnin hans fái krabbamein,“ sagði Rúnar Alex um það sem gerðist eftir leik. Í kjölfarið á leiknum gegn Man City var Rúnar Alex settur út í kuldann og svo lánaður frá félaginu fyrir síðustu leiktíð. Hann stóð sig með prýði hjá OH Leuven í Belgíu en er nú kominn aftur til Arsenal og er sem stendur á mála hjá félaginu. Hann gæti farið á lán fyrir komandi tímabil en Rúnar Alex kemur einnig inn á það í hlaðvarpinu að hann vilji spila sem flesta leiki, bæði sé hann sú týpa af leikmanni og þá vilji hann eiga sem besta möguleika á að halda landsliðssætinu. Hinn 27 ára gamli Rúnar Alex á að baki 17 A-landsleiki og er samningsbundinn Arsenal til sumarsins 2024. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Rúnar Alex: Finnst umræðan hafa verið ósanngjörn Rúnar Alex Rúnarsson varði tvisvar sinnum afar vel og stóð sig heilt yfir vel þegar Íslands gerði 2-2 jafntefli í leik sínum við Ísrael í B-deild Þjóðadeildarinnar í Haifa í kvöld. 2. júní 2022 21:25 Rúnar Alex sagður vilja komast burt frá Arsenal Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Arsenal og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, er sagður vilja komast burt frá félagsliði sínu. 24. ágúst 2021 18:00 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira
Rúnar Alex mætti í hlaðvarpsþáttinn Chess After Dark og fór yfir víðan völl. Þar á meðal var komið inn á frammistöðu hans í 4-1 tapi Arsenal gegn Man City í deildarbikarnum þann 22. desember 2020. Hann hafði farið ágætlega af stað með Arsenal eftir að hafa verið keyptur sumarið áður. Rúnar Alex hafði spilað fjóra leiki í Evrópudeildinni og haldið hreinu tvívegis áður en kom að téðum leik gegn Man City. Hann átti ekki sinn besta leik og viðurkennir það í hlaðvarpinu. Það sem gerðist eftir leik átti hann þó erfiðara með að skilja. Hann sjálfur hafði lokað fyrir athugasemdir á Instagram-síðu sinni og eytt Twitter-aðgangi sínum er hann skrifaði undir hjá Arsenal. Almennt var talið að Rúnar Alex hefði eytt Twitter-aðgangi sínum eftir leik en það virðist hafa verið einn stór misskilningur. Er bandbrjálað stuðningsfólk Arsenal leitaði því að Rúnari Alex á samfélagsmiðlum þá annað hvort fannst hann ekki eða það gat ekki haft samband við hann. Því fengu hans nánustu að finna fyrir því. „Það er alveg hræðilegt að vita það að mamma og pabbi séu að fá einhver skilaboð og barnsmóðir mín, versta sem ég veit. Ég skil ekki að af því einhver gæi í einhverju öðru landi eigi lélegan leik þá þurfir þú að senda að þú vonir að börnin hans fái krabbamein,“ sagði Rúnar Alex um það sem gerðist eftir leik. Í kjölfarið á leiknum gegn Man City var Rúnar Alex settur út í kuldann og svo lánaður frá félaginu fyrir síðustu leiktíð. Hann stóð sig með prýði hjá OH Leuven í Belgíu en er nú kominn aftur til Arsenal og er sem stendur á mála hjá félaginu. Hann gæti farið á lán fyrir komandi tímabil en Rúnar Alex kemur einnig inn á það í hlaðvarpinu að hann vilji spila sem flesta leiki, bæði sé hann sú týpa af leikmanni og þá vilji hann eiga sem besta möguleika á að halda landsliðssætinu. Hinn 27 ára gamli Rúnar Alex á að baki 17 A-landsleiki og er samningsbundinn Arsenal til sumarsins 2024.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Rúnar Alex: Finnst umræðan hafa verið ósanngjörn Rúnar Alex Rúnarsson varði tvisvar sinnum afar vel og stóð sig heilt yfir vel þegar Íslands gerði 2-2 jafntefli í leik sínum við Ísrael í B-deild Þjóðadeildarinnar í Haifa í kvöld. 2. júní 2022 21:25 Rúnar Alex sagður vilja komast burt frá Arsenal Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Arsenal og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, er sagður vilja komast burt frá félagsliði sínu. 24. ágúst 2021 18:00 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira
Rúnar Alex: Finnst umræðan hafa verið ósanngjörn Rúnar Alex Rúnarsson varði tvisvar sinnum afar vel og stóð sig heilt yfir vel þegar Íslands gerði 2-2 jafntefli í leik sínum við Ísrael í B-deild Þjóðadeildarinnar í Haifa í kvöld. 2. júní 2022 21:25
Rúnar Alex sagður vilja komast burt frá Arsenal Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Arsenal og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, er sagður vilja komast burt frá félagsliði sínu. 24. ágúst 2021 18:00